„Eitt svona mál er bara einu máli of mikið” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 15:08 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Egill Aðalsteinsson Eltihrellar gætu átt von á allt að fjögurra ára fangelsisvist, nú eftir að Alþingi hefur samþykkt sérstök lög um umsáturseinelti. Um sex prósent landsmanna varð fyrir barðinu á eltihrelli árið 2019. Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mikilvægt að grípa til aðgerða. Hvert mál sé máli of mikið. Frumvarpið var lagt fram af dómsmálaráðherra í október og samþykkt samhljóða á Alþingi á föstudag. Um er að ræða viðbót við almenn hegningarlög þar sem segir að hver sem endurtekið hótar, fylgist með, setur sig í samband við eða situr um annan mann og háttsemin er til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. „Þetta er auðvitað allt gert til að tryggja vernd fólks til að ganga um þetta samfélag óáreitt og það er það sem við viljum tryggja. Við höfum heyrt of margar sögur um það að núverandi ákvæði hafi ekki dugað,” segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Nálgunarbann dugað skammt Nálgunarbann hefur hingað til dugað skammt í þessum aðstæðum og litlir eftirmálar á brotum gegn nálgunarbanni aðrir en sektargreiðslur í ákveðnum tilfellum. Áslaug Arna segir að fólk hafi getað fundið glufur á lögum um nálgunarbann og því hafi þurft að bregðast við. „Oft á tíðum sér fólk sér leik á borð og finnur þær glufur sem eru á því og það er þess vegna sem þetta ákvæði er nauðsynlegt,” segir hún. Heimildir í lögum séu nú orðnar víðtækari til að bregðast við hvers kyns umsátri eða ofsóknum. „Við höfum séð dæmi þess og umfjöllun í fjölmiðlum um mál þar sem kannski er verið að skilja eftir einhverjar vísbendingar eða sitja um einhverja manneskju eða slíkt án þess að það sé beinlínis hótun eða ofbeldi en getur valdið manneskju mikilli hræðslu eða kvíða og skert lífsgæði hennar.” Könnun ríkislögreglustjóra sem var birt í janúar 2021. Í könnun sem unnin var fyrir ríkislögreglustjóra í fyrra sögðust sex prósent landsmanna hafa orðið fyrir því að einstaklingur hafi ítrekað eða endurtekið sýnt af sér hegðun sem gæti flokkast sem eltihrelli. Algengasta tegund hegðunarinnar var að viðkomandi hafði samband á óvelkominn hátt miðað við samband þeirra, og næst algengast voru ógnandi tilburðir. Algengustu tengsl voru kunningjar, yfirmenn eða vinnufélagar og ókunnugir komu þar á eftir. „Eitt svona mál er bara einu máli of mikið,” segir Áslaug Arna, sem fagnar því að frumvarp hennar hafi fengið fram að ganga. Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eltihrellum verði refsað með allt að fjögurra ára fangelsi Lagt er til að allt að fjögurra ára fangelsi liggi við svonefndu umsáturseinelti í drögum að frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra hefur sent til umsagnar. Nýja ákvæðinu er ætlað að treysta frekar vernd kvenna og barna. 1. september 2020 18:31 Í klóm ofbeldis Fjöldi kvenna leitar skjóls í Kvennaathvarfinu þegar heimilisaðstæður eru hættulegar og ofbeldismaður á heimilinu. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að lög um nálgunarbann þurfi að endurskoða. Refsingar við broti gegn því séu of vægar og veikar. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Frumvarpið var lagt fram af dómsmálaráðherra í október og samþykkt samhljóða á Alþingi á föstudag. Um er að ræða viðbót við almenn hegningarlög þar sem segir að hver sem endurtekið hótar, fylgist með, setur sig í samband við eða situr um annan mann og háttsemin er til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. „Þetta er auðvitað allt gert til að tryggja vernd fólks til að ganga um þetta samfélag óáreitt og það er það sem við viljum tryggja. Við höfum heyrt of margar sögur um það að núverandi ákvæði hafi ekki dugað,” segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Nálgunarbann dugað skammt Nálgunarbann hefur hingað til dugað skammt í þessum aðstæðum og litlir eftirmálar á brotum gegn nálgunarbanni aðrir en sektargreiðslur í ákveðnum tilfellum. Áslaug Arna segir að fólk hafi getað fundið glufur á lögum um nálgunarbann og því hafi þurft að bregðast við. „Oft á tíðum sér fólk sér leik á borð og finnur þær glufur sem eru á því og það er þess vegna sem þetta ákvæði er nauðsynlegt,” segir hún. Heimildir í lögum séu nú orðnar víðtækari til að bregðast við hvers kyns umsátri eða ofsóknum. „Við höfum séð dæmi þess og umfjöllun í fjölmiðlum um mál þar sem kannski er verið að skilja eftir einhverjar vísbendingar eða sitja um einhverja manneskju eða slíkt án þess að það sé beinlínis hótun eða ofbeldi en getur valdið manneskju mikilli hræðslu eða kvíða og skert lífsgæði hennar.” Könnun ríkislögreglustjóra sem var birt í janúar 2021. Í könnun sem unnin var fyrir ríkislögreglustjóra í fyrra sögðust sex prósent landsmanna hafa orðið fyrir því að einstaklingur hafi ítrekað eða endurtekið sýnt af sér hegðun sem gæti flokkast sem eltihrelli. Algengasta tegund hegðunarinnar var að viðkomandi hafði samband á óvelkominn hátt miðað við samband þeirra, og næst algengast voru ógnandi tilburðir. Algengustu tengsl voru kunningjar, yfirmenn eða vinnufélagar og ókunnugir komu þar á eftir. „Eitt svona mál er bara einu máli of mikið,” segir Áslaug Arna, sem fagnar því að frumvarp hennar hafi fengið fram að ganga.
Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eltihrellum verði refsað með allt að fjögurra ára fangelsi Lagt er til að allt að fjögurra ára fangelsi liggi við svonefndu umsáturseinelti í drögum að frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra hefur sent til umsagnar. Nýja ákvæðinu er ætlað að treysta frekar vernd kvenna og barna. 1. september 2020 18:31 Í klóm ofbeldis Fjöldi kvenna leitar skjóls í Kvennaathvarfinu þegar heimilisaðstæður eru hættulegar og ofbeldismaður á heimilinu. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að lög um nálgunarbann þurfi að endurskoða. Refsingar við broti gegn því séu of vægar og veikar. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Eltihrellum verði refsað með allt að fjögurra ára fangelsi Lagt er til að allt að fjögurra ára fangelsi liggi við svonefndu umsáturseinelti í drögum að frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra hefur sent til umsagnar. Nýja ákvæðinu er ætlað að treysta frekar vernd kvenna og barna. 1. september 2020 18:31
Í klóm ofbeldis Fjöldi kvenna leitar skjóls í Kvennaathvarfinu þegar heimilisaðstæður eru hættulegar og ofbeldismaður á heimilinu. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að lög um nálgunarbann þurfi að endurskoða. Refsingar við broti gegn því séu of vægar og veikar. 2. maí 2019 08:00