Fjölgum tækifærissinnum Indriði Stefánsson skrifar 13. febrúar 2021 15:01 Við mannfólkið búum yfir ýmsum eiginleikum. Einn þeirra er að sjá og nýta okkur möguleika. Við byggjum afkomu okkar í dag á þeim tækifærum sem voru nýtt í fortíðinni. Sum til góðs önnur ekki. Sum tækifæri eru samt þannig að þegar þau eru gripin skapast ný, sem oft nýtast öðrum. Á sama hátt geta ónýtt tækifæri leitt til stöðnunar. Tækifæri geta verið ýmis konar, til framþróunar, til endurnýtingar, til menntunar, til að vinna gegn hlýnun jarðar og svo má lengi telja. Stjórnmál snúast um möguleika Áður fyrr þurftu stjórnmálamenn að leysa mörg mál sjálfir og kjósendur beinlínis ætluðust til þess. En hvernig væri að við treystum á stærri hóp? Treysta frumkvöðlum, treysta kjósendum, treysta okkur öllum. Frumkvöðlar geta breytt heiminum, hafi þeir möguleika til þess, þær breytingar sem fjórða iðnbyltingin hefur leitt af sér hafa verið knúnar af tækifærum, þær breytingar hafa leitt til fleiri tækifæra. Stjórnmálamenn ættu að einbeita sér að því að skapa okkur þessa möguleika. Sköpum tækifæri Í dag höfum við aðgang að tækni sem okkur þykir sjálfsögð en væri töfrum líkast þó ekki væri farið nema nokkra áratugi aftur í tímann. Þrátt fyrir þetta þurfum við nú sem aldrei fyrr tækifæri, við þurfum tækifæri til nýrrar tækni, til sjálfbærni, til endurnýtingar, til valkosta án mengunar. Ef við nýtum ekki þessi tækifæri, förum við á mis við möguleika framtíðarinnar. Auðlindir Jarðar eru ekki óþrjótandi og því fyrr sem við náum að grípa inn í hlýnun Jarðar þeim mun betri lífsgæði munu bjóðast og þeim mun fleiri tækifæri mun okkur bjóðast í framtíðinni. Krefjumst breytinga Í haust gefst okkur möguleiki á að velja upp á nýtt á Alþingi. Mér þykir líklegt að á næstu mánuðum finni stjórnmálamenn ýmis konar lausnir á alls konar vandamálum og verði til þjónustu reiðubúnir að leysa þau, fyrir eins og eitt atkvæði. Mig langar að stinga upp á að við treystum á hvort annað og okkur sjálf að við krefjumst breytinga að stjórnmálamenn skapi okkur Þessi tækifæri sem við þurfum svo nauðsynlega á að halda. Kjósum breytingar Við getum fundið þessar lausnir sem við þurfum fáum við möguleika til þess. En þeim mun fleiri tækifæri sem glatast þeim mun erfiðari verða vandamálin og tíminn vinnur ekki með okkur. Kjósum breytingar og kjósum fólk sem er reiðubúið að skapa þessi tækifæri. Tækifæri til að skapa þá bestu mögulegu framtíð sem okkur býðst. Annars er hætt við að eftir fjögur ár munum við óska þess að hafa byrjað núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Alþingiskosningar 2021 Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Við mannfólkið búum yfir ýmsum eiginleikum. Einn þeirra er að sjá og nýta okkur möguleika. Við byggjum afkomu okkar í dag á þeim tækifærum sem voru nýtt í fortíðinni. Sum til góðs önnur ekki. Sum tækifæri eru samt þannig að þegar þau eru gripin skapast ný, sem oft nýtast öðrum. Á sama hátt geta ónýtt tækifæri leitt til stöðnunar. Tækifæri geta verið ýmis konar, til framþróunar, til endurnýtingar, til menntunar, til að vinna gegn hlýnun jarðar og svo má lengi telja. Stjórnmál snúast um möguleika Áður fyrr þurftu stjórnmálamenn að leysa mörg mál sjálfir og kjósendur beinlínis ætluðust til þess. En hvernig væri að við treystum á stærri hóp? Treysta frumkvöðlum, treysta kjósendum, treysta okkur öllum. Frumkvöðlar geta breytt heiminum, hafi þeir möguleika til þess, þær breytingar sem fjórða iðnbyltingin hefur leitt af sér hafa verið knúnar af tækifærum, þær breytingar hafa leitt til fleiri tækifæra. Stjórnmálamenn ættu að einbeita sér að því að skapa okkur þessa möguleika. Sköpum tækifæri Í dag höfum við aðgang að tækni sem okkur þykir sjálfsögð en væri töfrum líkast þó ekki væri farið nema nokkra áratugi aftur í tímann. Þrátt fyrir þetta þurfum við nú sem aldrei fyrr tækifæri, við þurfum tækifæri til nýrrar tækni, til sjálfbærni, til endurnýtingar, til valkosta án mengunar. Ef við nýtum ekki þessi tækifæri, förum við á mis við möguleika framtíðarinnar. Auðlindir Jarðar eru ekki óþrjótandi og því fyrr sem við náum að grípa inn í hlýnun Jarðar þeim mun betri lífsgæði munu bjóðast og þeim mun fleiri tækifæri mun okkur bjóðast í framtíðinni. Krefjumst breytinga Í haust gefst okkur möguleiki á að velja upp á nýtt á Alþingi. Mér þykir líklegt að á næstu mánuðum finni stjórnmálamenn ýmis konar lausnir á alls konar vandamálum og verði til þjónustu reiðubúnir að leysa þau, fyrir eins og eitt atkvæði. Mig langar að stinga upp á að við treystum á hvort annað og okkur sjálf að við krefjumst breytinga að stjórnmálamenn skapi okkur Þessi tækifæri sem við þurfum svo nauðsynlega á að halda. Kjósum breytingar Við getum fundið þessar lausnir sem við þurfum fáum við möguleika til þess. En þeim mun fleiri tækifæri sem glatast þeim mun erfiðari verða vandamálin og tíminn vinnur ekki með okkur. Kjósum breytingar og kjósum fólk sem er reiðubúið að skapa þessi tækifæri. Tækifæri til að skapa þá bestu mögulegu framtíð sem okkur býðst. Annars er hætt við að eftir fjögur ár munum við óska þess að hafa byrjað núna.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun