Segir nauðsynlegt að byggja atvinnulíf á Seyðisfirði aftur upp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2021 20:40 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að atvinnulíf á Seyðisfirði hafi orðið fyrir verulegu áfalli vegna náttúruhamfaranna þar. Ríkisstjórnin hafi því ákveðið að styðja við uppbygginu þess á næstu þremur árum. Forsætisráðherra segir að hreinsunarstarf og tjónamat eftir náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði í desember ganga vel. „Hreinsunarstarf og tjónamat stendur enn en þeirri vinnu miðar mjög vel áfram og við búumst við að henni verði lokið í mars,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Í fréttamiðlinum Austurfrétt í vikunni kemur fram að fjöldi fyrirtækja á Seyðisfirði hafi orðið fyrir beinum og óbeinum áhrifum af skriðuföllunum þar. Mörg fyrirtæki hafi til að mynda verið með starfsemi á skriðusvæðinu en stærsta einstaka tjónið hafi orðið hjá fyrirtækinu Stjörnublæstri. Þá hafi orðið mikið tjón hjá Silfurhöllinni þar sem 11 manns starfa. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að gera samkomulag til þriggja ára við sveitarfélagið Múlaþing og Austurbrú, um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. „Það er fyrirhugað að leggja 215 milljónir inn í tiltekin verkefni því að það er alveg ljóst að þessar hamfarir snúast ekki bara um hreinsunarstarf og tjónamat heldur hefur atvinnulífið á Seyðisfirði orðið fyrir verulegu áfalli og við teljum nauðsynlegt að byggja það upp aftur,“ segir Katrín. Vandinn snúi meðal annars að rekstrarumhverfi og húsnæðismálum, en hamfarirnar höfðu veruleg áhrif á fjölda fyrirtækja sem sum misstu húsnæðið og hætta sé á að einhver þeirra hverfi úr bænum. „Við munum bjóða upp á rekstrarráðgjöf fyrir þá sem hafa verið með atvinnustarfsemi á svæðinu og styrkja til að hægt sé að fara í uppbyggingu aftur þannig að þetta verða svona margháttuð smærri verkefni,“ segir Katrín. Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Forsætisráðherra segir að hreinsunarstarf og tjónamat eftir náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði í desember ganga vel. „Hreinsunarstarf og tjónamat stendur enn en þeirri vinnu miðar mjög vel áfram og við búumst við að henni verði lokið í mars,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Í fréttamiðlinum Austurfrétt í vikunni kemur fram að fjöldi fyrirtækja á Seyðisfirði hafi orðið fyrir beinum og óbeinum áhrifum af skriðuföllunum þar. Mörg fyrirtæki hafi til að mynda verið með starfsemi á skriðusvæðinu en stærsta einstaka tjónið hafi orðið hjá fyrirtækinu Stjörnublæstri. Þá hafi orðið mikið tjón hjá Silfurhöllinni þar sem 11 manns starfa. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að gera samkomulag til þriggja ára við sveitarfélagið Múlaþing og Austurbrú, um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. „Það er fyrirhugað að leggja 215 milljónir inn í tiltekin verkefni því að það er alveg ljóst að þessar hamfarir snúast ekki bara um hreinsunarstarf og tjónamat heldur hefur atvinnulífið á Seyðisfirði orðið fyrir verulegu áfalli og við teljum nauðsynlegt að byggja það upp aftur,“ segir Katrín. Vandinn snúi meðal annars að rekstrarumhverfi og húsnæðismálum, en hamfarirnar höfðu veruleg áhrif á fjölda fyrirtækja sem sum misstu húsnæðið og hætta sé á að einhver þeirra hverfi úr bænum. „Við munum bjóða upp á rekstrarráðgjöf fyrir þá sem hafa verið með atvinnustarfsemi á svæðinu og styrkja til að hægt sé að fara í uppbyggingu aftur þannig að þetta verða svona margháttuð smærri verkefni,“ segir Katrín.
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent