Ætlaði að hafa allt fullkomið en lenti á vegg og brann út Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. febrúar 2021 10:01 Sólveig María Svavarsdóttir er í hópi þeirra foreldra sem deila persónulegri reynslu í þáttunum Líf dafnar sem sýndir eru á Stöð 2. Líf dafnar „Heimilið þarf ekki alltaf að vera allt tandurhreint og fínt. Ástin til barnsins, við erum ekki með fiðrildi í maganum allan sólarhringinn alltaf og það er eðlilegt. Það er kannski eðlilegt að þeir sem eru í makasambandi geti ekki farið á jafn mörg stefnumót,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur. Hún hvetur foreldra til að setjast niður og skoða hvernig þeir vilji hafa hlutina, forgangsraða því sem skiptir raunverulega máli. Smá kæruleysi hjálpar „Er það kannski dýrkeypt ef ég er að þrífa langt fram á nótt og ég hef kannski ekki sofið svo vikum skiptir, er það þess virði? Er það það sem skiptir máli eða þarf að breyta þessu eitthvað?“ Hún segir að fyrstu árin í lífi barna séu oft svolítil óreiða fyrir foreldra, sem sé algjörlega eðlilegt. „Þú getur ekki haft allt tipp topp, þú þarft að vera með temmilegan skammt af kæruleysi og það er sumt sem þarf bara að fjúka,“segir Eva Rún Guðmundsdóttir. Margir foreldrar tala um það í lokaþættinum á Líf dafnar, að það þurfi að passa upp á væntngastjórnun þar sem margt breytist þegar fólk eignast börn. Nefnd eru dæmi eins og heimilisþrif, kvöldmaturinn, ferðalög og fleira. Miklar samfélagslegar kröfur „Þegar yngsta dóttir mín er eins og hálfs árs þá lendi ég á vegg, ég bara „krassa“ og fer í bullandi burnout,“ segir Sólveig María Svavarsdóttir. „Ég var alveg manneskja sem fór út í lífið með fullkomnunaráráttu og kvíða, kvíði er rosalega tengdur fullkomnunaráráttu. Ég var rosalega týpísk íslensk kona, gerði rosalega vel í vinnunni, vildi hugsa rosalega vel um börnin, hafa húsið hreint og allt þetta. Samfélagslegar kröfur sem ég taldi eðlilegar einhvern veginn, ólst kannski svolítið upp við og fór með út í lífið.“ Sólveig segir að hún hafi lært mikið af því að brenna út.Líf dafnar Sólveig segist hafa verið týpan sem þurfti að gera allt alveg sjúklega vel og kunni ekki að stoppa sig af. „Ég slakaði ekkert á þó að ég væri komin með fjögur börn og væri inn á milli ein með þau.“ Eftir að Sólveig brann út hefur hún verið í uppreisn gegn fullkomnunaráráttunni. „Að vera ófullkomin, að lifa hægu lífi. Það má vera drasl heima hjá mér. Ég forgangsraða algjörlega í lífinu, ég þarf ekki að gera allt. Ég vel hverja ég hitti og set meiri mörk á sjálfa mig og aðra.“ Hér fyrir neðan má sjá brot úr lokaþættinum þar sem heyra má nokkra foreldra ræða foreldrahlutverkið, væntingar og raunveruleikann. Klippa: Líf dafnar - Raunin Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland. Kviknar Líf dafnar Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Ýtt út í stríð“ eftir sambandsslitin „Í Bandaríkjunum var gerð rannsókn sem sýndi að helmingur skilnaða verður á fyrstu tveimur árunum eftir fæðingu barns og það segir okkur hvað þetta er mikill álagstími,“ segir Anna María Jónsdóttir geðlæknir. 10. febrúar 2021 15:30 „Ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn“ Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir höfðu í sex ár reynt að eignast barn þegar þau ákváðu að ættleiða. Selma segir að það hafi verið mikill léttir. 4. febrúar 2021 21:31 „Hann er búinn að vera mjög sterkur og kenna okkur svo mikið á lífið“ „Fyrir mína parta þá er þetta yndislegt. Þetta er besta tilfinning í heimi og þú gefur eitthvað af þér og færð það margfalt til baka,“ svarar Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir, móðir, aðspurð af hverju fólk eignast börn. 28. janúar 2021 16:30 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Hún hvetur foreldra til að setjast niður og skoða hvernig þeir vilji hafa hlutina, forgangsraða því sem skiptir raunverulega máli. Smá kæruleysi hjálpar „Er það kannski dýrkeypt ef ég er að þrífa langt fram á nótt og ég hef kannski ekki sofið svo vikum skiptir, er það þess virði? Er það það sem skiptir máli eða þarf að breyta þessu eitthvað?“ Hún segir að fyrstu árin í lífi barna séu oft svolítil óreiða fyrir foreldra, sem sé algjörlega eðlilegt. „Þú getur ekki haft allt tipp topp, þú þarft að vera með temmilegan skammt af kæruleysi og það er sumt sem þarf bara að fjúka,“segir Eva Rún Guðmundsdóttir. Margir foreldrar tala um það í lokaþættinum á Líf dafnar, að það þurfi að passa upp á væntngastjórnun þar sem margt breytist þegar fólk eignast börn. Nefnd eru dæmi eins og heimilisþrif, kvöldmaturinn, ferðalög og fleira. Miklar samfélagslegar kröfur „Þegar yngsta dóttir mín er eins og hálfs árs þá lendi ég á vegg, ég bara „krassa“ og fer í bullandi burnout,“ segir Sólveig María Svavarsdóttir. „Ég var alveg manneskja sem fór út í lífið með fullkomnunaráráttu og kvíða, kvíði er rosalega tengdur fullkomnunaráráttu. Ég var rosalega týpísk íslensk kona, gerði rosalega vel í vinnunni, vildi hugsa rosalega vel um börnin, hafa húsið hreint og allt þetta. Samfélagslegar kröfur sem ég taldi eðlilegar einhvern veginn, ólst kannski svolítið upp við og fór með út í lífið.“ Sólveig segir að hún hafi lært mikið af því að brenna út.Líf dafnar Sólveig segist hafa verið týpan sem þurfti að gera allt alveg sjúklega vel og kunni ekki að stoppa sig af. „Ég slakaði ekkert á þó að ég væri komin með fjögur börn og væri inn á milli ein með þau.“ Eftir að Sólveig brann út hefur hún verið í uppreisn gegn fullkomnunaráráttunni. „Að vera ófullkomin, að lifa hægu lífi. Það má vera drasl heima hjá mér. Ég forgangsraða algjörlega í lífinu, ég þarf ekki að gera allt. Ég vel hverja ég hitti og set meiri mörk á sjálfa mig og aðra.“ Hér fyrir neðan má sjá brot úr lokaþættinum þar sem heyra má nokkra foreldra ræða foreldrahlutverkið, væntingar og raunveruleikann. Klippa: Líf dafnar - Raunin Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland.
Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland.
Kviknar Líf dafnar Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Ýtt út í stríð“ eftir sambandsslitin „Í Bandaríkjunum var gerð rannsókn sem sýndi að helmingur skilnaða verður á fyrstu tveimur árunum eftir fæðingu barns og það segir okkur hvað þetta er mikill álagstími,“ segir Anna María Jónsdóttir geðlæknir. 10. febrúar 2021 15:30 „Ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn“ Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir höfðu í sex ár reynt að eignast barn þegar þau ákváðu að ættleiða. Selma segir að það hafi verið mikill léttir. 4. febrúar 2021 21:31 „Hann er búinn að vera mjög sterkur og kenna okkur svo mikið á lífið“ „Fyrir mína parta þá er þetta yndislegt. Þetta er besta tilfinning í heimi og þú gefur eitthvað af þér og færð það margfalt til baka,“ svarar Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir, móðir, aðspurð af hverju fólk eignast börn. 28. janúar 2021 16:30 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Ýtt út í stríð“ eftir sambandsslitin „Í Bandaríkjunum var gerð rannsókn sem sýndi að helmingur skilnaða verður á fyrstu tveimur árunum eftir fæðingu barns og það segir okkur hvað þetta er mikill álagstími,“ segir Anna María Jónsdóttir geðlæknir. 10. febrúar 2021 15:30
„Ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn“ Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir höfðu í sex ár reynt að eignast barn þegar þau ákváðu að ættleiða. Selma segir að það hafi verið mikill léttir. 4. febrúar 2021 21:31
„Hann er búinn að vera mjög sterkur og kenna okkur svo mikið á lífið“ „Fyrir mína parta þá er þetta yndislegt. Þetta er besta tilfinning í heimi og þú gefur eitthvað af þér og færð það margfalt til baka,“ svarar Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir, móðir, aðspurð af hverju fólk eignast börn. 28. janúar 2021 16:30