Ætlaði að hafa allt fullkomið en lenti á vegg og brann út Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. febrúar 2021 10:01 Sólveig María Svavarsdóttir er í hópi þeirra foreldra sem deila persónulegri reynslu í þáttunum Líf dafnar sem sýndir eru á Stöð 2. Líf dafnar „Heimilið þarf ekki alltaf að vera allt tandurhreint og fínt. Ástin til barnsins, við erum ekki með fiðrildi í maganum allan sólarhringinn alltaf og það er eðlilegt. Það er kannski eðlilegt að þeir sem eru í makasambandi geti ekki farið á jafn mörg stefnumót,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur. Hún hvetur foreldra til að setjast niður og skoða hvernig þeir vilji hafa hlutina, forgangsraða því sem skiptir raunverulega máli. Smá kæruleysi hjálpar „Er það kannski dýrkeypt ef ég er að þrífa langt fram á nótt og ég hef kannski ekki sofið svo vikum skiptir, er það þess virði? Er það það sem skiptir máli eða þarf að breyta þessu eitthvað?“ Hún segir að fyrstu árin í lífi barna séu oft svolítil óreiða fyrir foreldra, sem sé algjörlega eðlilegt. „Þú getur ekki haft allt tipp topp, þú þarft að vera með temmilegan skammt af kæruleysi og það er sumt sem þarf bara að fjúka,“segir Eva Rún Guðmundsdóttir. Margir foreldrar tala um það í lokaþættinum á Líf dafnar, að það þurfi að passa upp á væntngastjórnun þar sem margt breytist þegar fólk eignast börn. Nefnd eru dæmi eins og heimilisþrif, kvöldmaturinn, ferðalög og fleira. Miklar samfélagslegar kröfur „Þegar yngsta dóttir mín er eins og hálfs árs þá lendi ég á vegg, ég bara „krassa“ og fer í bullandi burnout,“ segir Sólveig María Svavarsdóttir. „Ég var alveg manneskja sem fór út í lífið með fullkomnunaráráttu og kvíða, kvíði er rosalega tengdur fullkomnunaráráttu. Ég var rosalega týpísk íslensk kona, gerði rosalega vel í vinnunni, vildi hugsa rosalega vel um börnin, hafa húsið hreint og allt þetta. Samfélagslegar kröfur sem ég taldi eðlilegar einhvern veginn, ólst kannski svolítið upp við og fór með út í lífið.“ Sólveig segir að hún hafi lært mikið af því að brenna út.Líf dafnar Sólveig segist hafa verið týpan sem þurfti að gera allt alveg sjúklega vel og kunni ekki að stoppa sig af. „Ég slakaði ekkert á þó að ég væri komin með fjögur börn og væri inn á milli ein með þau.“ Eftir að Sólveig brann út hefur hún verið í uppreisn gegn fullkomnunaráráttunni. „Að vera ófullkomin, að lifa hægu lífi. Það má vera drasl heima hjá mér. Ég forgangsraða algjörlega í lífinu, ég þarf ekki að gera allt. Ég vel hverja ég hitti og set meiri mörk á sjálfa mig og aðra.“ Hér fyrir neðan má sjá brot úr lokaþættinum þar sem heyra má nokkra foreldra ræða foreldrahlutverkið, væntingar og raunveruleikann. Klippa: Líf dafnar - Raunin Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland. Kviknar Líf dafnar Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Ýtt út í stríð“ eftir sambandsslitin „Í Bandaríkjunum var gerð rannsókn sem sýndi að helmingur skilnaða verður á fyrstu tveimur árunum eftir fæðingu barns og það segir okkur hvað þetta er mikill álagstími,“ segir Anna María Jónsdóttir geðlæknir. 10. febrúar 2021 15:30 „Ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn“ Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir höfðu í sex ár reynt að eignast barn þegar þau ákváðu að ættleiða. Selma segir að það hafi verið mikill léttir. 4. febrúar 2021 21:31 „Hann er búinn að vera mjög sterkur og kenna okkur svo mikið á lífið“ „Fyrir mína parta þá er þetta yndislegt. Þetta er besta tilfinning í heimi og þú gefur eitthvað af þér og færð það margfalt til baka,“ svarar Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir, móðir, aðspurð af hverju fólk eignast börn. 28. janúar 2021 16:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Hún hvetur foreldra til að setjast niður og skoða hvernig þeir vilji hafa hlutina, forgangsraða því sem skiptir raunverulega máli. Smá kæruleysi hjálpar „Er það kannski dýrkeypt ef ég er að þrífa langt fram á nótt og ég hef kannski ekki sofið svo vikum skiptir, er það þess virði? Er það það sem skiptir máli eða þarf að breyta þessu eitthvað?“ Hún segir að fyrstu árin í lífi barna séu oft svolítil óreiða fyrir foreldra, sem sé algjörlega eðlilegt. „Þú getur ekki haft allt tipp topp, þú þarft að vera með temmilegan skammt af kæruleysi og það er sumt sem þarf bara að fjúka,“segir Eva Rún Guðmundsdóttir. Margir foreldrar tala um það í lokaþættinum á Líf dafnar, að það þurfi að passa upp á væntngastjórnun þar sem margt breytist þegar fólk eignast börn. Nefnd eru dæmi eins og heimilisþrif, kvöldmaturinn, ferðalög og fleira. Miklar samfélagslegar kröfur „Þegar yngsta dóttir mín er eins og hálfs árs þá lendi ég á vegg, ég bara „krassa“ og fer í bullandi burnout,“ segir Sólveig María Svavarsdóttir. „Ég var alveg manneskja sem fór út í lífið með fullkomnunaráráttu og kvíða, kvíði er rosalega tengdur fullkomnunaráráttu. Ég var rosalega týpísk íslensk kona, gerði rosalega vel í vinnunni, vildi hugsa rosalega vel um börnin, hafa húsið hreint og allt þetta. Samfélagslegar kröfur sem ég taldi eðlilegar einhvern veginn, ólst kannski svolítið upp við og fór með út í lífið.“ Sólveig segir að hún hafi lært mikið af því að brenna út.Líf dafnar Sólveig segist hafa verið týpan sem þurfti að gera allt alveg sjúklega vel og kunni ekki að stoppa sig af. „Ég slakaði ekkert á þó að ég væri komin með fjögur börn og væri inn á milli ein með þau.“ Eftir að Sólveig brann út hefur hún verið í uppreisn gegn fullkomnunaráráttunni. „Að vera ófullkomin, að lifa hægu lífi. Það má vera drasl heima hjá mér. Ég forgangsraða algjörlega í lífinu, ég þarf ekki að gera allt. Ég vel hverja ég hitti og set meiri mörk á sjálfa mig og aðra.“ Hér fyrir neðan má sjá brot úr lokaþættinum þar sem heyra má nokkra foreldra ræða foreldrahlutverkið, væntingar og raunveruleikann. Klippa: Líf dafnar - Raunin Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland.
Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland.
Kviknar Líf dafnar Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Ýtt út í stríð“ eftir sambandsslitin „Í Bandaríkjunum var gerð rannsókn sem sýndi að helmingur skilnaða verður á fyrstu tveimur árunum eftir fæðingu barns og það segir okkur hvað þetta er mikill álagstími,“ segir Anna María Jónsdóttir geðlæknir. 10. febrúar 2021 15:30 „Ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn“ Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir höfðu í sex ár reynt að eignast barn þegar þau ákváðu að ættleiða. Selma segir að það hafi verið mikill léttir. 4. febrúar 2021 21:31 „Hann er búinn að vera mjög sterkur og kenna okkur svo mikið á lífið“ „Fyrir mína parta þá er þetta yndislegt. Þetta er besta tilfinning í heimi og þú gefur eitthvað af þér og færð það margfalt til baka,“ svarar Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir, móðir, aðspurð af hverju fólk eignast börn. 28. janúar 2021 16:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Ýtt út í stríð“ eftir sambandsslitin „Í Bandaríkjunum var gerð rannsókn sem sýndi að helmingur skilnaða verður á fyrstu tveimur árunum eftir fæðingu barns og það segir okkur hvað þetta er mikill álagstími,“ segir Anna María Jónsdóttir geðlæknir. 10. febrúar 2021 15:30
„Ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn“ Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir höfðu í sex ár reynt að eignast barn þegar þau ákváðu að ættleiða. Selma segir að það hafi verið mikill léttir. 4. febrúar 2021 21:31
„Hann er búinn að vera mjög sterkur og kenna okkur svo mikið á lífið“ „Fyrir mína parta þá er þetta yndislegt. Þetta er besta tilfinning í heimi og þú gefur eitthvað af þér og færð það margfalt til baka,“ svarar Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir, móðir, aðspurð af hverju fólk eignast börn. 28. janúar 2021 16:30