Talsverð rigning í kortunum og líkur á vatnavöxtum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 07:29 Úrkomuspákort Veðurstofunnar fyrir hádegið á sunnudag. Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands spáir allhvassri eða hvassri suðaustanátt um helgina með talsverðri rigningu sunnan- og austanlands, einkum á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum. Því má reikna með hláku með auknu afrennsli og líkum á vatnavöxtum að því er segir í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þá má búast við snörpum vindhviðum við fjöll suðvestantil á landinu í dag og víða um land á morgun. Vegna veðurspárinnar þarf að fylgjast með hættu á bæði votum snjóflóðum og skriðuföllum, sagði í tilkynningu lögreglunnar á Austurlandi í gær. Ofanflóðavöktun verður þannig aukin um helgina og fylgst með hvernig aðstæður þróast á Seyðisfirði þar sem stórar aurskriður féllu í desember í hamfararigningu. „Metið verður um helgina hvort grípa þurfi til rýmingar eða annarra ráðstafana. Tilkynning vegna þessa verður á send út á þessum vettvangi á morgun milli klukkan 13 og 16,“ sagði í Facebook-færslu lögreglunnar á Austurlandi í gær. Seyðisfjörður: Búið er að móta varnargarða ofan við Tækniminjasafnið og Slippinn //English translation...Posted by Lögreglan á Austurlandi on Thursday, February 11, 2021 „Í dag er spáð nokkuð hvassri austan- og suðaustanátt suðvestanlands, en björtu veðri norðantil á landinu. Úrkoma verður líklega óveruleg þar til í kvöld þegar fer að rigna um landið suðaustanvert. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost á Norður- og Austurlandi. Á morgun er útlit fyrir hvassa suðaustanátt með rigningu syðra, en skýjuðu og þurru fyrir norðan. Hiti 2 til 8 stig. Á sunnudag er helsta breytingin sú að það rignir líklega víða um land og sennilega talsvert eða mikið á Suðausturlandi og Austfjörðum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Austan og suðaustan 10-18 m/s í dag, hvassast sunnan heiða. Léttskýjað um landið norðanvert, en dálitlar skúrir eða él suðaustantil. Hiti 1 til 6 stig, en víða 0 til 5 stiga frost á N- og A-landi. Rigning við S-ströndina í kvöld og bætir í vind. Hvöss suðaustanátt og rigning á morgun, einkum SA-lands, en þurrt að kalla norðan heiða. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Suðaustan 13-20 m/s og talsverð rigning á S-verðu landinu, en þurrt að kalla N-til. Hiti 2 til 8 stig. Á sunnudag: Suðaustan og austan 13-20, en hægari V-lands síðdegis. Rigning með köflum, en talsverð rigning á SA- og A-landi. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Sunnan 5-13 og rigning eða skúrir, en yfirleitt þurrt N- og NA-lands. Hiti 3 til 8 stig. Á þriðjudag: Austlæg átt og vætusamt, en úrkomulítið norðan heiða. Áfram milt í veðri. Veður Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Sjá meira
Því má reikna með hláku með auknu afrennsli og líkum á vatnavöxtum að því er segir í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þá má búast við snörpum vindhviðum við fjöll suðvestantil á landinu í dag og víða um land á morgun. Vegna veðurspárinnar þarf að fylgjast með hættu á bæði votum snjóflóðum og skriðuföllum, sagði í tilkynningu lögreglunnar á Austurlandi í gær. Ofanflóðavöktun verður þannig aukin um helgina og fylgst með hvernig aðstæður þróast á Seyðisfirði þar sem stórar aurskriður féllu í desember í hamfararigningu. „Metið verður um helgina hvort grípa þurfi til rýmingar eða annarra ráðstafana. Tilkynning vegna þessa verður á send út á þessum vettvangi á morgun milli klukkan 13 og 16,“ sagði í Facebook-færslu lögreglunnar á Austurlandi í gær. Seyðisfjörður: Búið er að móta varnargarða ofan við Tækniminjasafnið og Slippinn //English translation...Posted by Lögreglan á Austurlandi on Thursday, February 11, 2021 „Í dag er spáð nokkuð hvassri austan- og suðaustanátt suðvestanlands, en björtu veðri norðantil á landinu. Úrkoma verður líklega óveruleg þar til í kvöld þegar fer að rigna um landið suðaustanvert. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost á Norður- og Austurlandi. Á morgun er útlit fyrir hvassa suðaustanátt með rigningu syðra, en skýjuðu og þurru fyrir norðan. Hiti 2 til 8 stig. Á sunnudag er helsta breytingin sú að það rignir líklega víða um land og sennilega talsvert eða mikið á Suðausturlandi og Austfjörðum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Austan og suðaustan 10-18 m/s í dag, hvassast sunnan heiða. Léttskýjað um landið norðanvert, en dálitlar skúrir eða él suðaustantil. Hiti 1 til 6 stig, en víða 0 til 5 stiga frost á N- og A-landi. Rigning við S-ströndina í kvöld og bætir í vind. Hvöss suðaustanátt og rigning á morgun, einkum SA-lands, en þurrt að kalla norðan heiða. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Suðaustan 13-20 m/s og talsverð rigning á S-verðu landinu, en þurrt að kalla N-til. Hiti 2 til 8 stig. Á sunnudag: Suðaustan og austan 13-20, en hægari V-lands síðdegis. Rigning með köflum, en talsverð rigning á SA- og A-landi. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Sunnan 5-13 og rigning eða skúrir, en yfirleitt þurrt N- og NA-lands. Hiti 3 til 8 stig. Á þriðjudag: Austlæg átt og vætusamt, en úrkomulítið norðan heiða. Áfram milt í veðri.
Veður Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Sjá meira