Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að á morgun muni hvessa, einkum sunnantil á landinu, og þá verða áfram smá skúrir eða él en slydda eða rigning suðaustanlands um kvöldið.
Norðlendingar mega hins vegar búast við þurru og björtu veðri. Þá breytist hiti lítið. Á laugardag er síðan spáð hvassri suðaustanátt og talsverðri rigningu um sunnanvert landið á laugardag en þurrt að kalla á Norðurlandi. Hiti tvö til sjö stig.
Veðurhorfur á landinu:
Suðaustan 5-13 m/s og dálitlar skúrir eða él, hiti 0 til 5 stig. Hægari vindur N- og A-lands, skýjað með köflum og minnkandi frost. Vaxandi suðaustanátt suðvestantil á landinu í kvöld.
Suðaustan og austan 10-20 á morgun, hvassast sunnan heiða. Víða léttskýjað á N-verðu landinu, annars smáskúrir eða él. Hiti 1 til 6 stig, en frost 0 til 5 stig á N- og A-landi.
Á föstudag:
Suðaustan 13-20 m/s og dálitlar skúrir eða slydduél, hiti 1 til 6 stig. Hægari vindur N- og A-lands, bjart með köflum og frost 0 til 5 stig.
Á laugardag:
Suðaustan 10-18 og rigning, einkum á S- og SA-landi, en þurrt að kalla N-lands. Hiti 2 til 7 stig.
Á sunnudag:
Suðlæg átt, vætusamt og milt, en úrkomulítið á Vestfjörðum og N-landi.
Á mánudag:
Sunnanátt og rigning eða skúrir S-til á landinu, en yfirleitt þurrt fyrir norðan. Hiti 0 til 6 stig.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðlæg átt og skúrir eða slydduél S- og V-lands, annars úrkomulítið. Heldur kólnandi.