Í bómull núna en gæti orðið hvalreki fyrir íslenska handboltalandsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 09:31 Þorsteinn Leó Gunnarsson er spennandi leikmaður ekki síst þar sem hann er tilbúinn að leggja mikið á sig til að verða enn betri. S2 Sport Þorsteinn Leó Gunnarsson er nafn sem handboltaáhugafólk getur farið að leggja á minnið. Þjálfari hans hjá Aftureldingu vissu ekkert um hvaða efni hann var að fá í hendurnar þegar hann tók við Mosfellsbæjarliðinu í sumar. „Ég hafði aldrei séð hann áður þegar ég mætti á mína fyrstu æfingu í Mosfellsbænum. Ég skal bara viðurkenna það,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar um hinn átján ára gamla Þorsteinn Leó Gunnarsson. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði átta mörk úr aðeins tíu skotum og öll þeirra utan af velli í leik Aftureldingar og FH í fyrrakvöld. Þetta var aðeins sjötti leikur hans í Olís deild karla í handbolta. „Ég hafði heyrt eitthvað aðeins um hann en eftir að horfa á hann á einni æfingu þá boðaði ég hann á fund daginn eftir. Ég spurði hann eiginlega bara tveggja spurninga: Viltu fara alla leið? Hann sagði já. Ég spurði þá hvort hann væri tilbúinn að leggja á sig sem þarf? Hann sagði já. Svo var æfing sjö um morguninn daginn eftir og hann mætti,“ sagði Gunnar. Klippa: Gunni Magg um Þorstein Leó „Við erum með hann í bómull. Hann er búinn að lyfta aukalega þrisvar í viku og við erum búnir að styrkja hann um sjö til átta kíló af vöðvum. Við erum að byggja hann upp. Það sem hann er að sýna í leikjum er fimmtíu til sextíu prósent af því sem hann er að sýna á æfingum,“ sagði Gunnar. Þorsteinn Leó er þegar búinn að skora 26 mörk á tímabilinu en sautján þessara marka hafa litið dagsins ljós í síðustu þremur leikjum liðsins. Hann er með 65 prósent skotnýtingu og 4,3 mörk að meðaltali í leik. „Hann er miklu betri en hann sýndi í kvöld. Hann er bara stressaður og er að aðlagast þessu. Hann er bara búinn að spila einhverja sex leiki á ferlinum. Við skulum samt vera alveg róleg með hann og gefa honum tvö til þrjú ár. Við skulum leyfa honum að þroskast, leyfa honum að fá tækifæri, leyfa honum að gera mistök og leyfa honum að læra. Ég er alveg handviss að ef hann leggur áfram jafnmikið á sig og hann er búinn að gera síðustu mánuði þá verður hann hvalreki fyrir íslenska landsliðið eftir tvö til þrjú ár. Við sjáum þá þennan strák í Bundesligunni,“ sagði Gunnar. Það má sjá viðtalið við Gunnar og svipmyndir af mörkum Þorsteins Leó í myndbandinu hér fyrir ofan. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
„Ég hafði aldrei séð hann áður þegar ég mætti á mína fyrstu æfingu í Mosfellsbænum. Ég skal bara viðurkenna það,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar um hinn átján ára gamla Þorsteinn Leó Gunnarsson. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði átta mörk úr aðeins tíu skotum og öll þeirra utan af velli í leik Aftureldingar og FH í fyrrakvöld. Þetta var aðeins sjötti leikur hans í Olís deild karla í handbolta. „Ég hafði heyrt eitthvað aðeins um hann en eftir að horfa á hann á einni æfingu þá boðaði ég hann á fund daginn eftir. Ég spurði hann eiginlega bara tveggja spurninga: Viltu fara alla leið? Hann sagði já. Ég spurði þá hvort hann væri tilbúinn að leggja á sig sem þarf? Hann sagði já. Svo var æfing sjö um morguninn daginn eftir og hann mætti,“ sagði Gunnar. Klippa: Gunni Magg um Þorstein Leó „Við erum með hann í bómull. Hann er búinn að lyfta aukalega þrisvar í viku og við erum búnir að styrkja hann um sjö til átta kíló af vöðvum. Við erum að byggja hann upp. Það sem hann er að sýna í leikjum er fimmtíu til sextíu prósent af því sem hann er að sýna á æfingum,“ sagði Gunnar. Þorsteinn Leó er þegar búinn að skora 26 mörk á tímabilinu en sautján þessara marka hafa litið dagsins ljós í síðustu þremur leikjum liðsins. Hann er með 65 prósent skotnýtingu og 4,3 mörk að meðaltali í leik. „Hann er miklu betri en hann sýndi í kvöld. Hann er bara stressaður og er að aðlagast þessu. Hann er bara búinn að spila einhverja sex leiki á ferlinum. Við skulum samt vera alveg róleg með hann og gefa honum tvö til þrjú ár. Við skulum leyfa honum að þroskast, leyfa honum að fá tækifæri, leyfa honum að gera mistök og leyfa honum að læra. Ég er alveg handviss að ef hann leggur áfram jafnmikið á sig og hann er búinn að gera síðustu mánuði þá verður hann hvalreki fyrir íslenska landsliðið eftir tvö til þrjú ár. Við sjáum þá þennan strák í Bundesligunni,“ sagði Gunnar. Það má sjá viðtalið við Gunnar og svipmyndir af mörkum Þorsteins Leó í myndbandinu hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira