Stærri fyrirtæki þurfa að styðja betur við nýsköpun Fida Abu Libdeh skrifar 11. febrúar 2021 08:01 Ég hef verið að vinna með mörgum metnaðarfullum konum undanfarna mánuði, m.a. þátttakendum í nýsköpunarhraðli Háskóla Íslands, AWE, sem haldinn er í samvinnu við bandaríska sendiráðið. Þær eiga margt sameiginlegt, meðal annars að vilja breyta okkar samfélagi til hins betra. Þær hafa hugvit og þrautseigju til að framkvæma og fylgja eftir sínum draumum. Það sem helst vakti athygli mína er hversu erfitt og flókið það er að eiga samtal við og fá stuðning frá stærri fyrirtækjum. Þau virðast vera mjög fjarlæg frumkvöðlum og ekki gera sér grein fyrir því að nýsköpun innan fyrirtækja er mjög mikilvæg og hún þarf ekki endilega að koma innan frá. Það virðist almennt vera erfitt fyrir þessar flottu konur og frumkvöðla, sem eru með frábærar hugmyndir, að fá stærri fyrirtæki til að funda, eiga samtal eða jafnvel að skrifa undir viljayfirlýsingu um að verkefnið sé áhugavert og að þau séu tilbúin að skoða nánara samstarf. Slíkar viljayfirlýsingar frá stærri fyrirtækjum eru mjög mikilvægar fyrir frumkvöðla og hjálpa þeim mikið með að fá styrki og fjármagna verkefnin sín. Ég hef áhyggjur af þessari breytingu í okkar samfélagi. Ég var alltaf að monta mig af því að við á Íslandi hefðum forskot þar sem svona „hierarchy“ er nánast ekki til staðar hér. Þegar við stofnuðum GeoSilica þá gátum við pantað fundi með forstjórum ýmissa fyrirtækja og viðmótið var til fyrirmyndar. Við fundum ekkert áþreifanlega fyrir því að við værum minni aðilar heldur fengum við hvatningu og meðbyr til að halda áfram með okkar hugmynd. Nýlega var ég viðstödd þegar nýsköpunarráðherrann okkar kynnti nýsköpunarstefnu Íslands. Ég tek undir hennar orð um að nýsköpun er ekki lúxus heldur nauðsyn. Ríkistjórnin hefur lagt mikla áherslu á að hvetja til nýsköpunar og þá sérstaklega fyrir stærri fyrirtæki, meðal annars með því að hækka endurgreiðslu vegna rannsókna og þróunar í 35% og skattaafslátt vegna fjárfestingar í nýsköpun í 75%. Ég velti því fyrir mér hvort þessi fyrirtæki hafi ekki áhuga á að hvetja til nýsköpunar og bæta samfélagið og hvort fyrirtæki, sem ekki hafa áhuga á eða hvetja til nýsköpunar, eigi þá slíkan stuðning skilið. Ég hvet fyrirtæki og stofnanir til að bæta níunda heimsmarkmiðinu við sína stefnu og taka vel á móti frumkvöðlum og rétta þeim hjálparhönd til að stuðla að uppbyggingu og hlúa að nýsköpun. Þrátt fyrir efnahagsástandið í heiminum, sem rekja má til COVID-19, er svarið ekki að draga úr nýsköpun heldur hefur hún aldrei verið jafn nauðsynleg. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri GeoSilica. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Fida Abu Libdeh Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég hef verið að vinna með mörgum metnaðarfullum konum undanfarna mánuði, m.a. þátttakendum í nýsköpunarhraðli Háskóla Íslands, AWE, sem haldinn er í samvinnu við bandaríska sendiráðið. Þær eiga margt sameiginlegt, meðal annars að vilja breyta okkar samfélagi til hins betra. Þær hafa hugvit og þrautseigju til að framkvæma og fylgja eftir sínum draumum. Það sem helst vakti athygli mína er hversu erfitt og flókið það er að eiga samtal við og fá stuðning frá stærri fyrirtækjum. Þau virðast vera mjög fjarlæg frumkvöðlum og ekki gera sér grein fyrir því að nýsköpun innan fyrirtækja er mjög mikilvæg og hún þarf ekki endilega að koma innan frá. Það virðist almennt vera erfitt fyrir þessar flottu konur og frumkvöðla, sem eru með frábærar hugmyndir, að fá stærri fyrirtæki til að funda, eiga samtal eða jafnvel að skrifa undir viljayfirlýsingu um að verkefnið sé áhugavert og að þau séu tilbúin að skoða nánara samstarf. Slíkar viljayfirlýsingar frá stærri fyrirtækjum eru mjög mikilvægar fyrir frumkvöðla og hjálpa þeim mikið með að fá styrki og fjármagna verkefnin sín. Ég hef áhyggjur af þessari breytingu í okkar samfélagi. Ég var alltaf að monta mig af því að við á Íslandi hefðum forskot þar sem svona „hierarchy“ er nánast ekki til staðar hér. Þegar við stofnuðum GeoSilica þá gátum við pantað fundi með forstjórum ýmissa fyrirtækja og viðmótið var til fyrirmyndar. Við fundum ekkert áþreifanlega fyrir því að við værum minni aðilar heldur fengum við hvatningu og meðbyr til að halda áfram með okkar hugmynd. Nýlega var ég viðstödd þegar nýsköpunarráðherrann okkar kynnti nýsköpunarstefnu Íslands. Ég tek undir hennar orð um að nýsköpun er ekki lúxus heldur nauðsyn. Ríkistjórnin hefur lagt mikla áherslu á að hvetja til nýsköpunar og þá sérstaklega fyrir stærri fyrirtæki, meðal annars með því að hækka endurgreiðslu vegna rannsókna og þróunar í 35% og skattaafslátt vegna fjárfestingar í nýsköpun í 75%. Ég velti því fyrir mér hvort þessi fyrirtæki hafi ekki áhuga á að hvetja til nýsköpunar og bæta samfélagið og hvort fyrirtæki, sem ekki hafa áhuga á eða hvetja til nýsköpunar, eigi þá slíkan stuðning skilið. Ég hvet fyrirtæki og stofnanir til að bæta níunda heimsmarkmiðinu við sína stefnu og taka vel á móti frumkvöðlum og rétta þeim hjálparhönd til að stuðla að uppbyggingu og hlúa að nýsköpun. Þrátt fyrir efnahagsástandið í heiminum, sem rekja má til COVID-19, er svarið ekki að draga úr nýsköpun heldur hefur hún aldrei verið jafn nauðsynleg. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri GeoSilica.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun