Dagur íslenska táknmálsins! Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 11. febrúar 2021 08:01 Brátt eru tíu ár síðan Alþingi samþykkti lög nr. 61/2011, lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál og því ber að fagna og áfram höldum við baráttunni til að íslenska táknmálið njóti jafnræðis við íslenska tungu. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi og ber okkur að hlúa að því og vernda enda dýrmætt tungumál eins og íslenskan. Hve fáir tala íslenska táknmálið reiprennandi stendur það undir meiri ógn en íslenskan. Við íslendingar eru nú samt þekkt fyrir baráttugleði okkar og látum ekki deigan síga. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur unnið hörðum höndum síðustu tíu ár að minna þjóðina og stjórnvöld á mikilvægi íslenska táknmálsins, eins hafa fleiri hagsmunaaðilar íslenska táknmálsins staðið í stríðum straumi við að standa vörð um íslenska táknmálið. Það er alþekkt skoðun að margir telja íslenska táknmálið vera tungumál þeirra sem hafa ekki heyrn en það er ekki rétt. Margir einstaklingar sem hafa fulla heyrn eiga íslenskt táknmál sem móðurmál eða fyrsta mál og það ber að hafa í huga. Réttur þeirra sem tala íslenskt táknmál og reiða sig á það til tjáningar og samskipta er ekki virtur víða í þjóðfélaginu og tungumálanám í leik- og grunnskóla er enn víða takmarkaður eða enginn. Börn sem eiga íslenska táknmálið að móðurmáli fá ekki nám í því eins og íslensku og er það ósk þeirra og foreldra að það verði hægt að bæta úr því. Þau bera jú líka kyndilinn að halda íslenska táknmálinu lifandi á Íslandi. Margir detta í þá gildru að segja að það séu fáir sem tala íslenskt táknmál en sú gildra ætti ekki að vera til, hún ætti frekar að vera valdeflandi og gefa okkur þjóðinni enn meiri ástæðu til að gefa því tungumáli stuðning og vernd til að standa af sér ógnina sem steðjar að því. Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipaði starfshóp til að vinna að málstefnu íslenska táknmálsins og lítur það dagsins ljós með vorinu og vonir standa til að það fái góðan meðbyr hjá Alþingi og stjórnvöldum. Málstefnan gefur fólki leiðarljós hvert stefna eigi með íslenska táknmálið og verkfæri til að efla tungumálið. Saman erum við sterkari og því er við hæfi að segja til hamingju með dag íslenska táknmálsins! Höfundur er formaður málnefndar um íslenskt táknmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Táknmál Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Brátt eru tíu ár síðan Alþingi samþykkti lög nr. 61/2011, lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál og því ber að fagna og áfram höldum við baráttunni til að íslenska táknmálið njóti jafnræðis við íslenska tungu. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi og ber okkur að hlúa að því og vernda enda dýrmætt tungumál eins og íslenskan. Hve fáir tala íslenska táknmálið reiprennandi stendur það undir meiri ógn en íslenskan. Við íslendingar eru nú samt þekkt fyrir baráttugleði okkar og látum ekki deigan síga. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur unnið hörðum höndum síðustu tíu ár að minna þjóðina og stjórnvöld á mikilvægi íslenska táknmálsins, eins hafa fleiri hagsmunaaðilar íslenska táknmálsins staðið í stríðum straumi við að standa vörð um íslenska táknmálið. Það er alþekkt skoðun að margir telja íslenska táknmálið vera tungumál þeirra sem hafa ekki heyrn en það er ekki rétt. Margir einstaklingar sem hafa fulla heyrn eiga íslenskt táknmál sem móðurmál eða fyrsta mál og það ber að hafa í huga. Réttur þeirra sem tala íslenskt táknmál og reiða sig á það til tjáningar og samskipta er ekki virtur víða í þjóðfélaginu og tungumálanám í leik- og grunnskóla er enn víða takmarkaður eða enginn. Börn sem eiga íslenska táknmálið að móðurmáli fá ekki nám í því eins og íslensku og er það ósk þeirra og foreldra að það verði hægt að bæta úr því. Þau bera jú líka kyndilinn að halda íslenska táknmálinu lifandi á Íslandi. Margir detta í þá gildru að segja að það séu fáir sem tala íslenskt táknmál en sú gildra ætti ekki að vera til, hún ætti frekar að vera valdeflandi og gefa okkur þjóðinni enn meiri ástæðu til að gefa því tungumáli stuðning og vernd til að standa af sér ógnina sem steðjar að því. Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipaði starfshóp til að vinna að málstefnu íslenska táknmálsins og lítur það dagsins ljós með vorinu og vonir standa til að það fái góðan meðbyr hjá Alþingi og stjórnvöldum. Málstefnan gefur fólki leiðarljós hvert stefna eigi með íslenska táknmálið og verkfæri til að efla tungumálið. Saman erum við sterkari og því er við hæfi að segja til hamingju með dag íslenska táknmálsins! Höfundur er formaður málnefndar um íslenskt táknmál.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar