Dagur íslenska táknmálsins! Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 11. febrúar 2021 08:01 Brátt eru tíu ár síðan Alþingi samþykkti lög nr. 61/2011, lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál og því ber að fagna og áfram höldum við baráttunni til að íslenska táknmálið njóti jafnræðis við íslenska tungu. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi og ber okkur að hlúa að því og vernda enda dýrmætt tungumál eins og íslenskan. Hve fáir tala íslenska táknmálið reiprennandi stendur það undir meiri ógn en íslenskan. Við íslendingar eru nú samt þekkt fyrir baráttugleði okkar og látum ekki deigan síga. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur unnið hörðum höndum síðustu tíu ár að minna þjóðina og stjórnvöld á mikilvægi íslenska táknmálsins, eins hafa fleiri hagsmunaaðilar íslenska táknmálsins staðið í stríðum straumi við að standa vörð um íslenska táknmálið. Það er alþekkt skoðun að margir telja íslenska táknmálið vera tungumál þeirra sem hafa ekki heyrn en það er ekki rétt. Margir einstaklingar sem hafa fulla heyrn eiga íslenskt táknmál sem móðurmál eða fyrsta mál og það ber að hafa í huga. Réttur þeirra sem tala íslenskt táknmál og reiða sig á það til tjáningar og samskipta er ekki virtur víða í þjóðfélaginu og tungumálanám í leik- og grunnskóla er enn víða takmarkaður eða enginn. Börn sem eiga íslenska táknmálið að móðurmáli fá ekki nám í því eins og íslensku og er það ósk þeirra og foreldra að það verði hægt að bæta úr því. Þau bera jú líka kyndilinn að halda íslenska táknmálinu lifandi á Íslandi. Margir detta í þá gildru að segja að það séu fáir sem tala íslenskt táknmál en sú gildra ætti ekki að vera til, hún ætti frekar að vera valdeflandi og gefa okkur þjóðinni enn meiri ástæðu til að gefa því tungumáli stuðning og vernd til að standa af sér ógnina sem steðjar að því. Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipaði starfshóp til að vinna að málstefnu íslenska táknmálsins og lítur það dagsins ljós með vorinu og vonir standa til að það fái góðan meðbyr hjá Alþingi og stjórnvöldum. Málstefnan gefur fólki leiðarljós hvert stefna eigi með íslenska táknmálið og verkfæri til að efla tungumálið. Saman erum við sterkari og því er við hæfi að segja til hamingju með dag íslenska táknmálsins! Höfundur er formaður málnefndar um íslenskt táknmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Táknmál Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Brátt eru tíu ár síðan Alþingi samþykkti lög nr. 61/2011, lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál og því ber að fagna og áfram höldum við baráttunni til að íslenska táknmálið njóti jafnræðis við íslenska tungu. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi og ber okkur að hlúa að því og vernda enda dýrmætt tungumál eins og íslenskan. Hve fáir tala íslenska táknmálið reiprennandi stendur það undir meiri ógn en íslenskan. Við íslendingar eru nú samt þekkt fyrir baráttugleði okkar og látum ekki deigan síga. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur unnið hörðum höndum síðustu tíu ár að minna þjóðina og stjórnvöld á mikilvægi íslenska táknmálsins, eins hafa fleiri hagsmunaaðilar íslenska táknmálsins staðið í stríðum straumi við að standa vörð um íslenska táknmálið. Það er alþekkt skoðun að margir telja íslenska táknmálið vera tungumál þeirra sem hafa ekki heyrn en það er ekki rétt. Margir einstaklingar sem hafa fulla heyrn eiga íslenskt táknmál sem móðurmál eða fyrsta mál og það ber að hafa í huga. Réttur þeirra sem tala íslenskt táknmál og reiða sig á það til tjáningar og samskipta er ekki virtur víða í þjóðfélaginu og tungumálanám í leik- og grunnskóla er enn víða takmarkaður eða enginn. Börn sem eiga íslenska táknmálið að móðurmáli fá ekki nám í því eins og íslensku og er það ósk þeirra og foreldra að það verði hægt að bæta úr því. Þau bera jú líka kyndilinn að halda íslenska táknmálinu lifandi á Íslandi. Margir detta í þá gildru að segja að það séu fáir sem tala íslenskt táknmál en sú gildra ætti ekki að vera til, hún ætti frekar að vera valdeflandi og gefa okkur þjóðinni enn meiri ástæðu til að gefa því tungumáli stuðning og vernd til að standa af sér ógnina sem steðjar að því. Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipaði starfshóp til að vinna að málstefnu íslenska táknmálsins og lítur það dagsins ljós með vorinu og vonir standa til að það fái góðan meðbyr hjá Alþingi og stjórnvöldum. Málstefnan gefur fólki leiðarljós hvert stefna eigi með íslenska táknmálið og verkfæri til að efla tungumálið. Saman erum við sterkari og því er við hæfi að segja til hamingju með dag íslenska táknmálsins! Höfundur er formaður málnefndar um íslenskt táknmál.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar