Klár í framlínuna eftir seinni sprautuna Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 10. febrúar 2021 14:02 Lögreglumenn í framlínu, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að streyma í Laugardalshöll klukkan 13 í dag þar sem þeir fengu seinni Moderna sprautuna sína. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að planið hafi verið að bólusetja 400 manns fyrsta klukkutímann og stefndi í að það gengi eftir. Þrátt fyrir að ljóst varð í gær að ekkert yrði af rannsóknarverkefni Pfizer hér á landi, sem hefði kallað á bólusetningu þorra landsmanna með hraði, halda planaðar bólusetningar landsmanna áfram samkvæmt forgangsröðun heilbrigðisráðuneytisins. Að lokinni bólusetningu er mælst til þess að fólk bíði í korter til að sjá hvort alls sé ekki í lagi, hvort nokkurra ofnæmisviðbragða verði vart.Vísir/Vilhelm Byrjað var að bólusetja klukkan 13 var allt farið á fullt þegar fréttastofu bar að garði á öðrum tímanum. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum að skipuleggja þetta á miklum hraða. Þetta er keyrt hratt og gengur mjög vel,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækningar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 400 manns eru bólusettir á klukkutíma sem svarar til sex til sjö á hverri mínútu.Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir stefnt á að bólusetja 400 manns á klukkutíma. „Mér sýnist það svínvirka,“ segir Ragnheiður Ósk. Svipaður hraði verði í bólusetningum á næstunni. Þeir virðast í fínu formi lögreglu-, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmennirnir sem mættu í bólusetningu í dag enda krefst starfið þess að þeir séu í góðu líkamlegu ástandi.Vísir/Vilhelm „Við reiknum með því. Það er að koma meira bóluefni og stærri skammtar í einu næstu vikurnar. Það er gott að eiga svona gott skipulag.“ Bóluefni frá Pfizer og Moderna hafa verið notuð undanfarnar vikur til að bólusetja landsmenn. Átta þúsund manns hafa fengið fyrri sprautu og um helmingurinn eru fullkláraðir, bólusettir í bak og fyrir. Sigríður Dóra segir að á morgun verði svo byrjað að bólusetja starfsfólk hjúkrunarheimila með bóluefni frá AstraZeneca. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/vilhelm Allir verði bólusettir í Laugardalshöll en blöndun ólíkra bóluefna fari fram á ólíkum stöðum. Bólusetning níræðra og eldri er lokið og nú vinni heilsugæslan sig niður listann. Vonir standi til að búið verði að bólusetja alla eldri en sjötíu ára í lok mars. „Nema bóluefni komi hraðar. En svona lítur þetta út í dag,“ segir Sigríður Dóra. Þolinmóðir lögreglumenn að lokinni bólusetningu.vísir/vilhelm Þær segja eitt bráðatilvik hafa komið upp við bólusetningu en þau séu vel viðbúin. „Við erum undirbúin undir bráðaofnæmi,“ segir Sigríður Dóra. Fólk sem er með sögu af bráðaofnæmi fyrir stungum eða lyfjum í æð eigi ekki að þiggja boð um bólusetningu. „Þetta hefur allt gengið mjög vel og við erum undirbúin ef eitthvað fer úrskeiðis.“ Sigríður Dóra Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/egill Stemmningin sé góð á vettvangi bólusetninga fyrir Covid-19 að mati þeirra Ragnheiðar Óskar og Sigríðar Dóru. „Já, það er mikil gleði. Þetta eru skemmtilegir dagar, bólusetningardagarnir hjá okkur,“ segir Ragnheiður Ósk. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Þrátt fyrir að ljóst varð í gær að ekkert yrði af rannsóknarverkefni Pfizer hér á landi, sem hefði kallað á bólusetningu þorra landsmanna með hraði, halda planaðar bólusetningar landsmanna áfram samkvæmt forgangsröðun heilbrigðisráðuneytisins. Að lokinni bólusetningu er mælst til þess að fólk bíði í korter til að sjá hvort alls sé ekki í lagi, hvort nokkurra ofnæmisviðbragða verði vart.Vísir/Vilhelm Byrjað var að bólusetja klukkan 13 var allt farið á fullt þegar fréttastofu bar að garði á öðrum tímanum. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum að skipuleggja þetta á miklum hraða. Þetta er keyrt hratt og gengur mjög vel,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækningar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 400 manns eru bólusettir á klukkutíma sem svarar til sex til sjö á hverri mínútu.Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir stefnt á að bólusetja 400 manns á klukkutíma. „Mér sýnist það svínvirka,“ segir Ragnheiður Ósk. Svipaður hraði verði í bólusetningum á næstunni. Þeir virðast í fínu formi lögreglu-, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmennirnir sem mættu í bólusetningu í dag enda krefst starfið þess að þeir séu í góðu líkamlegu ástandi.Vísir/Vilhelm „Við reiknum með því. Það er að koma meira bóluefni og stærri skammtar í einu næstu vikurnar. Það er gott að eiga svona gott skipulag.“ Bóluefni frá Pfizer og Moderna hafa verið notuð undanfarnar vikur til að bólusetja landsmenn. Átta þúsund manns hafa fengið fyrri sprautu og um helmingurinn eru fullkláraðir, bólusettir í bak og fyrir. Sigríður Dóra segir að á morgun verði svo byrjað að bólusetja starfsfólk hjúkrunarheimila með bóluefni frá AstraZeneca. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/vilhelm Allir verði bólusettir í Laugardalshöll en blöndun ólíkra bóluefna fari fram á ólíkum stöðum. Bólusetning níræðra og eldri er lokið og nú vinni heilsugæslan sig niður listann. Vonir standi til að búið verði að bólusetja alla eldri en sjötíu ára í lok mars. „Nema bóluefni komi hraðar. En svona lítur þetta út í dag,“ segir Sigríður Dóra. Þolinmóðir lögreglumenn að lokinni bólusetningu.vísir/vilhelm Þær segja eitt bráðatilvik hafa komið upp við bólusetningu en þau séu vel viðbúin. „Við erum undirbúin undir bráðaofnæmi,“ segir Sigríður Dóra. Fólk sem er með sögu af bráðaofnæmi fyrir stungum eða lyfjum í æð eigi ekki að þiggja boð um bólusetningu. „Þetta hefur allt gengið mjög vel og við erum undirbúin ef eitthvað fer úrskeiðis.“ Sigríður Dóra Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/egill Stemmningin sé góð á vettvangi bólusetninga fyrir Covid-19 að mati þeirra Ragnheiðar Óskar og Sigríðar Dóru. „Já, það er mikil gleði. Þetta eru skemmtilegir dagar, bólusetningardagarnir hjá okkur,“ segir Ragnheiður Ósk.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira