Já-fólkið eftir Gísla Darra í forvalinu til Óskarsverðlaunanna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 12:44 Já-fólkið er gamansöm, hálf-þögul teiknimynd um fjötra vanans. Já-fólkið Stuttmyndin Já-fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson er á meðal tíu stuttmynda sem eru í forvalinu fyrir tilnefningu til Óskarsverðlauna í ár. Já-fólkið á möguleika á að hljóta tilnefningu sem besta stutta teiknimyndin eða „Animated Short Film.“ Tilnefningarnar verða tilkynntar opinberlega þann 15. mars næstkomandi. Myndin var sýnd hér á landi á RIFF Heima kvikmyndahátíðinni á síðasta ári. Gísli Darri Halldórsson leikstjóri myndarinnar skrifaði einnig handritið og sá um klippingu. Myndin er á íslensku en með enskum texta. Inn á myndina tala meðal annars Helga Braga Jónsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Kristján Franklín Magnús, Sigurður Sigurjónsson og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. „Já-fólkið er teiknimynd sem fjallar um íbúa í ónefndri blokk sem vakna einn vetrarmorgun og rútína hversdagsleikans tekur við - hvort sem það er vinnan, skólinn eða heimilislífið. Við fylgjum fólkinu í einn sólahring en þegar líða tekur á daginn fer lífsmunstur hvers og eins að kristalla persónurnar (dugnaður, leti, fíkn og ástríða). Um kvöldið eru allir komnir heim og um blokkina ómar ýmist ástaratlot eða æpandi þögn sambandsleysis. Að lokum þarf hver og einn að horfast í augu við gjörðir dagsins. Þetta er gamansöm, hálf-þögul teiknimynd um fjötra vanans,“ segir um myndina á vef Kvikmyndamiðstöðvar. Teiknimyndin er átta mínútur og 35 sekúndur og var frumsýnd á Minimalen Short Film Festival þann 24. janúar á síðasta ári. Framleiðendur eru Arnar Gunnarsson og Gísli Darri fyrir framleiðslufyrirtækið Caoz. Alls hafa níu Íslendingar verið tilnefndir til Óskarsverðlaunanna en á síðasta ári braut tónskáldið Hildur Guðnadóttir blað í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar með því að vinna Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í myndinni Joker. Þar með varð hún fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn. Bíó og sjónvarp Óskarinn Tengdar fréttir Husavik mögulega tilnefnt til Óskarsverðlauna Lagið Husavik úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga á möguleika á því að verða tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta lagið. 10. febrúar 2021 07:43 Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Já-fólkið á möguleika á að hljóta tilnefningu sem besta stutta teiknimyndin eða „Animated Short Film.“ Tilnefningarnar verða tilkynntar opinberlega þann 15. mars næstkomandi. Myndin var sýnd hér á landi á RIFF Heima kvikmyndahátíðinni á síðasta ári. Gísli Darri Halldórsson leikstjóri myndarinnar skrifaði einnig handritið og sá um klippingu. Myndin er á íslensku en með enskum texta. Inn á myndina tala meðal annars Helga Braga Jónsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Kristján Franklín Magnús, Sigurður Sigurjónsson og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. „Já-fólkið er teiknimynd sem fjallar um íbúa í ónefndri blokk sem vakna einn vetrarmorgun og rútína hversdagsleikans tekur við - hvort sem það er vinnan, skólinn eða heimilislífið. Við fylgjum fólkinu í einn sólahring en þegar líða tekur á daginn fer lífsmunstur hvers og eins að kristalla persónurnar (dugnaður, leti, fíkn og ástríða). Um kvöldið eru allir komnir heim og um blokkina ómar ýmist ástaratlot eða æpandi þögn sambandsleysis. Að lokum þarf hver og einn að horfast í augu við gjörðir dagsins. Þetta er gamansöm, hálf-þögul teiknimynd um fjötra vanans,“ segir um myndina á vef Kvikmyndamiðstöðvar. Teiknimyndin er átta mínútur og 35 sekúndur og var frumsýnd á Minimalen Short Film Festival þann 24. janúar á síðasta ári. Framleiðendur eru Arnar Gunnarsson og Gísli Darri fyrir framleiðslufyrirtækið Caoz. Alls hafa níu Íslendingar verið tilnefndir til Óskarsverðlaunanna en á síðasta ári braut tónskáldið Hildur Guðnadóttir blað í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar með því að vinna Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í myndinni Joker. Þar með varð hún fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn.
Bíó og sjónvarp Óskarinn Tengdar fréttir Husavik mögulega tilnefnt til Óskarsverðlauna Lagið Husavik úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga á möguleika á því að verða tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta lagið. 10. febrúar 2021 07:43 Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Husavik mögulega tilnefnt til Óskarsverðlauna Lagið Husavik úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga á möguleika á því að verða tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta lagið. 10. febrúar 2021 07:43