Katrín Tanja: Þú á móti þér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir á verðlaunapallinum á síðustu heimsleikum. Instagram/@crossfitgames Það þarf rétta hugarfarið til að njóta þess að keppa þegar ljósin eru skærust. Ein af þeim sem er með það á hreinu er íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir. Katrín Tanja hefur lengi haft það markmið að gefa allt sitt í það sem hún tekur sér fyrir hendur. Jákvæðni og drífandi hugarfar hefur skilað Katrínu tveimur heimsmeistaratitlum og fjórum sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit. Orð Katrínar Tönju í nýjasta pistli hennar þurfa ekki að koma neinum á óvart sem þekkja til hennar en eru um leið gott innlegg fyrir íþróttafólk sem vill læra af CrossFit konunni sem fagnaði ein því þegar ein greinin á síðustu heimsleikum var tvöfölduð í miðjum klíðum. Katrín Tanja fagnaði áskoruninni og stakka alla hinar stelpurnar af á meðan þær sem héldu að þær væru búnar drógust aftur úr og áttu engin svör við karakter íslensku dótturinnar. „Það er ekkert eins og það að keppa undir skæru ljósunum ... að stilla þér upp við hlið þinna helstu keppinauta, heyra áhorfendurna öskra og finna alla orkuna renna um líkamann sem um leið færir þér tilfinninguna að þú gert allt,“ skrifaði Katrín Tanja í pistli sínum. „Vinnan sem skilar þér á þennan stað er sú vinna sem þú leggur á þig hina 360/365 daga ársins. Þú leggur grunninn að þessu á löngu dögunum, í erfiðu æfingunum og oftast þegar enginn er að horfa. Það gerist í dag. Það sem er svalast við það er að það snýst um þig á móti þér,“ skrifaði Katrín eða „YOU vs YOU“ eins og hún orðar það á ensku. „Ég verð alltaf minn aðalkeppinautur. Það er aðeins ég sem mun vita það hvort að ég sé í alvörunni að gera allt sem ég get á hverjum degi. Það eru bara björtu ljósin sem sýna fram á alla þessa vinnu,“ skrifaði Katrín. „Vertu besta útgáfan af sjálfum þér. Þín vinna mun þá skína á hárréttum tíma,“ skrifaði Katrín Tanja í pistli sínum sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sjá meira
Katrín Tanja hefur lengi haft það markmið að gefa allt sitt í það sem hún tekur sér fyrir hendur. Jákvæðni og drífandi hugarfar hefur skilað Katrínu tveimur heimsmeistaratitlum og fjórum sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit. Orð Katrínar Tönju í nýjasta pistli hennar þurfa ekki að koma neinum á óvart sem þekkja til hennar en eru um leið gott innlegg fyrir íþróttafólk sem vill læra af CrossFit konunni sem fagnaði ein því þegar ein greinin á síðustu heimsleikum var tvöfölduð í miðjum klíðum. Katrín Tanja fagnaði áskoruninni og stakka alla hinar stelpurnar af á meðan þær sem héldu að þær væru búnar drógust aftur úr og áttu engin svör við karakter íslensku dótturinnar. „Það er ekkert eins og það að keppa undir skæru ljósunum ... að stilla þér upp við hlið þinna helstu keppinauta, heyra áhorfendurna öskra og finna alla orkuna renna um líkamann sem um leið færir þér tilfinninguna að þú gert allt,“ skrifaði Katrín Tanja í pistli sínum. „Vinnan sem skilar þér á þennan stað er sú vinna sem þú leggur á þig hina 360/365 daga ársins. Þú leggur grunninn að þessu á löngu dögunum, í erfiðu æfingunum og oftast þegar enginn er að horfa. Það gerist í dag. Það sem er svalast við það er að það snýst um þig á móti þér,“ skrifaði Katrín eða „YOU vs YOU“ eins og hún orðar það á ensku. „Ég verð alltaf minn aðalkeppinautur. Það er aðeins ég sem mun vita það hvort að ég sé í alvörunni að gera allt sem ég get á hverjum degi. Það eru bara björtu ljósin sem sýna fram á alla þessa vinnu,“ skrifaði Katrín. „Vertu besta útgáfan af sjálfum þér. Þín vinna mun þá skína á hárréttum tíma,“ skrifaði Katrín Tanja í pistli sínum sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sjá meira