Aðferðir til að bregðast við eða fyrirbyggja ofbeldi á neti Þóra Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 10:01 Eftirfarandi fyrirsagnir hafa birst í fjölmiðlum á undanförnum vikum og mánuðum: „Barnaníð á netinu vaxandi vandamál í Covid“, „Börn með sjálfsvígshugsanir vegna nektarmynda“ og „Rannsakar peningagreiðslur netníðinga til barna“. Það er því miður ekki nýr sannleikur að börn séu áreitt eða verði fyrir ofbeldi á netinu. Börn sem lenda í slíku upplifa varnarleysi og foreldrar þeirra örvæntingu og ótta við skelfilegar afleiðingar þess, sem er skiljanlegt og ekki að ástæðulausu. En hvað er til ráða? Helst af öllu vilja Barnaheill og væntanlega allir, að komið sé í veg fyrir að börn verði fyrir því að nektarmynd af þeim fari á netið og sé dreift eða að þau verði fyrir annars konar áreiti eða ofbeldi á netinu. Vitanlega er engin töfralausn í boði frekar en við úrlausn annarra flókinna viðfangsefna. En það sem hægt er að gera þegar og ef myndefni sem sýnir ofbeldi gegn börnum fer á netið, svo sem ef nektarmynd af barni hefur farið í dreifingu, er að tilkynna það til Ábendingalínu Barnaheilla. Inni á vefsíðu Barnaheilla, er strokleður efst í hægra horninu. Með því að ýta á það opnast tilkynningarsíða sem er aldursskipt og hentar bæði börnum og fullorðnum. Tilkynningar er hægt að senda nafnlaust ef viðkomandi treystir sér ekki til að koma fram undir nafni. Það er þó alltaf betra að veita meiri upplýsingar en minni um það sem tilkynnt er um. Þannig aukast líkur á að hægt sé að finna ofbeldisefnið, hvort sem er í myndmáli eða texta, og mögulega láta fjarlægja af netinu. Til að draga úr líkum á því að barn verði fyrir ofbeldi eða áreiti á netinu er gott að hjálpa því og styðja í að öðlast færni í að segja frá vanlíðan og slæmri reynslu. Barnaheill hvetja foreldra til að bjóða börnum sínum reglulega til samtals um netöryggi og góð samskipti á netinu. Forvarnir gegn ofbeldi gegn börnum, á neti sem annars staðar, er samstarfsverkefni margra, en fyrst og fremst foreldra og skóla. Það er gott að gefa sér góðan tíma til að skapa rými fyrir samverustundir þar sem börn finna tækifæri til að tala um það sem á þeim brennur. Foreldrar nefna það stundum í samtölum við Barnaheill að þeim reynist erfitt að fá börnin sín til að tala og segja sér frá lífi sínu. Við hjá Barnaheillum hvetjum foreldra til að sýna forvitni, spyrja opinna og hvetjandi spurninga og hlusta vel á svör barna sinna. Það er ágæt aðferð að spyrja spurninga sem byrja á „hv..“, eins og „hvernig gengur hjá ykkur vinunum/vinkonunum?“, „hvaða leiki ertu að spila þessa dagana?“, „hverja ertu að spjalla við á netinu?“, „hvaða góðu hlutir hafa gerst í dag?, „hvaða erfiðu eða óþægilegir hlutir hafa gerst í dag?“ og álíka spurningar. Gott er að sýna virkan og styðjandi áhuga, hlusta og gera ekki væntingar um tiltekið svar eða ákveðnar upplýsingar, að sýna helst ekki vonbrigði eða gefa þau skilaboð að börnin hafi sagt eitthvað rangt. Vera frekar styðjandi og reiðubúið að aðstoða þau að tjá það sem þau langar að segja frá. Að skapa traust og hefð fyrir samtali í frjálsu flæði, hlusta og gefa tíma og rými fyrir barnið til að trúa foreldrum fyrir því sem skiptir það máli. Þannig aukast líkurnar á að barnið leiti til sinna nánustu þegar eitthvað erfitt kemur fyrir það. Það er alvarlegt mál og ólöglegt að deila nektarmyndum af barni eða öðru ofbeldisefni sem varðar barn á netið, hvort sem maður finnur þær eða fær sendar. Stöndum saman og vinnum gegn útbreiðslu ofbeldis gegn börnum á netinu. Ekki deila áfram. Tilkynntu til Ábendingalínu Barnaheilla. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Netöryggi Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Eftirfarandi fyrirsagnir hafa birst í fjölmiðlum á undanförnum vikum og mánuðum: „Barnaníð á netinu vaxandi vandamál í Covid“, „Börn með sjálfsvígshugsanir vegna nektarmynda“ og „Rannsakar peningagreiðslur netníðinga til barna“. Það er því miður ekki nýr sannleikur að börn séu áreitt eða verði fyrir ofbeldi á netinu. Börn sem lenda í slíku upplifa varnarleysi og foreldrar þeirra örvæntingu og ótta við skelfilegar afleiðingar þess, sem er skiljanlegt og ekki að ástæðulausu. En hvað er til ráða? Helst af öllu vilja Barnaheill og væntanlega allir, að komið sé í veg fyrir að börn verði fyrir því að nektarmynd af þeim fari á netið og sé dreift eða að þau verði fyrir annars konar áreiti eða ofbeldi á netinu. Vitanlega er engin töfralausn í boði frekar en við úrlausn annarra flókinna viðfangsefna. En það sem hægt er að gera þegar og ef myndefni sem sýnir ofbeldi gegn börnum fer á netið, svo sem ef nektarmynd af barni hefur farið í dreifingu, er að tilkynna það til Ábendingalínu Barnaheilla. Inni á vefsíðu Barnaheilla, er strokleður efst í hægra horninu. Með því að ýta á það opnast tilkynningarsíða sem er aldursskipt og hentar bæði börnum og fullorðnum. Tilkynningar er hægt að senda nafnlaust ef viðkomandi treystir sér ekki til að koma fram undir nafni. Það er þó alltaf betra að veita meiri upplýsingar en minni um það sem tilkynnt er um. Þannig aukast líkur á að hægt sé að finna ofbeldisefnið, hvort sem er í myndmáli eða texta, og mögulega láta fjarlægja af netinu. Til að draga úr líkum á því að barn verði fyrir ofbeldi eða áreiti á netinu er gott að hjálpa því og styðja í að öðlast færni í að segja frá vanlíðan og slæmri reynslu. Barnaheill hvetja foreldra til að bjóða börnum sínum reglulega til samtals um netöryggi og góð samskipti á netinu. Forvarnir gegn ofbeldi gegn börnum, á neti sem annars staðar, er samstarfsverkefni margra, en fyrst og fremst foreldra og skóla. Það er gott að gefa sér góðan tíma til að skapa rými fyrir samverustundir þar sem börn finna tækifæri til að tala um það sem á þeim brennur. Foreldrar nefna það stundum í samtölum við Barnaheill að þeim reynist erfitt að fá börnin sín til að tala og segja sér frá lífi sínu. Við hjá Barnaheillum hvetjum foreldra til að sýna forvitni, spyrja opinna og hvetjandi spurninga og hlusta vel á svör barna sinna. Það er ágæt aðferð að spyrja spurninga sem byrja á „hv..“, eins og „hvernig gengur hjá ykkur vinunum/vinkonunum?“, „hvaða leiki ertu að spila þessa dagana?“, „hverja ertu að spjalla við á netinu?“, „hvaða góðu hlutir hafa gerst í dag?, „hvaða erfiðu eða óþægilegir hlutir hafa gerst í dag?“ og álíka spurningar. Gott er að sýna virkan og styðjandi áhuga, hlusta og gera ekki væntingar um tiltekið svar eða ákveðnar upplýsingar, að sýna helst ekki vonbrigði eða gefa þau skilaboð að börnin hafi sagt eitthvað rangt. Vera frekar styðjandi og reiðubúið að aðstoða þau að tjá það sem þau langar að segja frá. Að skapa traust og hefð fyrir samtali í frjálsu flæði, hlusta og gefa tíma og rými fyrir barnið til að trúa foreldrum fyrir því sem skiptir það máli. Þannig aukast líkurnar á að barnið leiti til sinna nánustu þegar eitthvað erfitt kemur fyrir það. Það er alvarlegt mál og ólöglegt að deila nektarmyndum af barni eða öðru ofbeldisefni sem varðar barn á netið, hvort sem maður finnur þær eða fær sendar. Stöndum saman og vinnum gegn útbreiðslu ofbeldis gegn börnum á netinu. Ekki deila áfram. Tilkynntu til Ábendingalínu Barnaheilla. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun