Býst ekki við blaðamannafundi eftir fundinn með Pfizer Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 08:51 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að íslenskir vísindamenn muni funda með Pfizer í dag um mögulega fjórða fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. Hún kveðst ekki eiga von á því að boðað verði til blaðamannafundar í kvöld í kjölfar fundarins með lyfjafyrirtækinu. Þetta kom fram í viðtali við Katrínu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ýmsar sögusagnir hafa verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer um rannsóknina sé í höfn. Því séu mörg hundruð þúsund skammtar af bóluefni á leiðinni til landsins. Þá hefur einnig verið orðrómur um að eitt af skilyrðum Pfizer fyrir rannsókninni sé að hér verði landamærin opnuð. Katrín sagði að opnun landamæranna hefði ekki verið rædd ennþá í þessu samtali en lagði áherslu á að það hefð ekki ennþá komið til tals. „En það er þannig að eftir því sem bólusetningum vindur fram þá munum við sjá tilslakanir hér á Íslandi. Þær verða alltaf gerðar með hagsmuni almennings að leiðarljósi, þannig verður það bara áfram,“ sagði Katrín. Hún sagði ekkert annað að segja um málið en það sem hefur nú þegar komið fram. Aðspurð hvort íslensku vísindamennirnir hefðu umboð frá henni til að ganga frá samningum sagði hún: „Við fylgjumst bara grannt með en það er ekkert meira sem hefur komið út úr þessu en sem komið hefur fram. En ég veit það að það er mikið… þetta er orðið verst geymda leyndarmál Íslandssögunnar getum við sagt en ég get auðvitað ekkert sagt til um það hvað mun koma út úr þessu nákvæmlega.“ Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rannsókninni miðar vel áfram Innlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira
Hún kveðst ekki eiga von á því að boðað verði til blaðamannafundar í kvöld í kjölfar fundarins með lyfjafyrirtækinu. Þetta kom fram í viðtali við Katrínu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ýmsar sögusagnir hafa verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer um rannsóknina sé í höfn. Því séu mörg hundruð þúsund skammtar af bóluefni á leiðinni til landsins. Þá hefur einnig verið orðrómur um að eitt af skilyrðum Pfizer fyrir rannsókninni sé að hér verði landamærin opnuð. Katrín sagði að opnun landamæranna hefði ekki verið rædd ennþá í þessu samtali en lagði áherslu á að það hefð ekki ennþá komið til tals. „En það er þannig að eftir því sem bólusetningum vindur fram þá munum við sjá tilslakanir hér á Íslandi. Þær verða alltaf gerðar með hagsmuni almennings að leiðarljósi, þannig verður það bara áfram,“ sagði Katrín. Hún sagði ekkert annað að segja um málið en það sem hefur nú þegar komið fram. Aðspurð hvort íslensku vísindamennirnir hefðu umboð frá henni til að ganga frá samningum sagði hún: „Við fylgjumst bara grannt með en það er ekkert meira sem hefur komið út úr þessu en sem komið hefur fram. En ég veit það að það er mikið… þetta er orðið verst geymda leyndarmál Íslandssögunnar getum við sagt en ég get auðvitað ekkert sagt til um það hvað mun koma út úr þessu nákvæmlega.“ Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rannsókninni miðar vel áfram Innlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira