Býst ekki við blaðamannafundi eftir fundinn með Pfizer Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 08:51 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að íslenskir vísindamenn muni funda með Pfizer í dag um mögulega fjórða fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. Hún kveðst ekki eiga von á því að boðað verði til blaðamannafundar í kvöld í kjölfar fundarins með lyfjafyrirtækinu. Þetta kom fram í viðtali við Katrínu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ýmsar sögusagnir hafa verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer um rannsóknina sé í höfn. Því séu mörg hundruð þúsund skammtar af bóluefni á leiðinni til landsins. Þá hefur einnig verið orðrómur um að eitt af skilyrðum Pfizer fyrir rannsókninni sé að hér verði landamærin opnuð. Katrín sagði að opnun landamæranna hefði ekki verið rædd ennþá í þessu samtali en lagði áherslu á að það hefð ekki ennþá komið til tals. „En það er þannig að eftir því sem bólusetningum vindur fram þá munum við sjá tilslakanir hér á Íslandi. Þær verða alltaf gerðar með hagsmuni almennings að leiðarljósi, þannig verður það bara áfram,“ sagði Katrín. Hún sagði ekkert annað að segja um málið en það sem hefur nú þegar komið fram. Aðspurð hvort íslensku vísindamennirnir hefðu umboð frá henni til að ganga frá samningum sagði hún: „Við fylgjumst bara grannt með en það er ekkert meira sem hefur komið út úr þessu en sem komið hefur fram. En ég veit það að það er mikið… þetta er orðið verst geymda leyndarmál Íslandssögunnar getum við sagt en ég get auðvitað ekkert sagt til um það hvað mun koma út úr þessu nákvæmlega.“ Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Hún kveðst ekki eiga von á því að boðað verði til blaðamannafundar í kvöld í kjölfar fundarins með lyfjafyrirtækinu. Þetta kom fram í viðtali við Katrínu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ýmsar sögusagnir hafa verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer um rannsóknina sé í höfn. Því séu mörg hundruð þúsund skammtar af bóluefni á leiðinni til landsins. Þá hefur einnig verið orðrómur um að eitt af skilyrðum Pfizer fyrir rannsókninni sé að hér verði landamærin opnuð. Katrín sagði að opnun landamæranna hefði ekki verið rædd ennþá í þessu samtali en lagði áherslu á að það hefð ekki ennþá komið til tals. „En það er þannig að eftir því sem bólusetningum vindur fram þá munum við sjá tilslakanir hér á Íslandi. Þær verða alltaf gerðar með hagsmuni almennings að leiðarljósi, þannig verður það bara áfram,“ sagði Katrín. Hún sagði ekkert annað að segja um málið en það sem hefur nú þegar komið fram. Aðspurð hvort íslensku vísindamennirnir hefðu umboð frá henni til að ganga frá samningum sagði hún: „Við fylgjumst bara grannt með en það er ekkert meira sem hefur komið út úr þessu en sem komið hefur fram. En ég veit það að það er mikið… þetta er orðið verst geymda leyndarmál Íslandssögunnar getum við sagt en ég get auðvitað ekkert sagt til um það hvað mun koma út úr þessu nákvæmlega.“ Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira