Darri Freyr: Í Vesturbænum veit fólk hvenær leikirnir byrja að skipta máli Atli Freyr Arason skrifar 8. febrúar 2021 23:08 Darri Freyr tók við stjórnartaumunum hjá KR í sumar. vísir/vilhelm Darri Freyr Atlason var himinlifandi með sigur lærisveina sinna í KR á Grindavík í Dominos deild karla í kvöld. KR vann góðan útisigur eftir tap á heimavelli gegn Keflavík í síðustu umferð en Darri segir jafn framt að KR-ingar viti hvenær mikilvægustu leikirnir byrja; í úrslitakeppninni. „Ég er ánægður með að hafa klárað þetta. Við byrjuðum sérstaklega vel sóknarlega þar sem það var mikið flæði og það var það sem við þurftum að laga eftir seinni hálfleikinn gegn Keflavík. Við brugðumst vel við því. Svo kom kafli í seinni hálfleik í kvöld þar sem mér fannst við vera full slappir undir körfunni í frákasta baráttunni en við náðum alltaf að skora á móti sem svona hélt okkur á floti en síðan hertum við á fráköstunum undir rest og sigldum þessu heim,“ sagði glaður þjálfari KR-inga í leikslok. Jóhann Árni, leikmaður Grindavíkur, fór meiddur af velli í kvöld með skurð í andlitinu og baráttan undir körfunni var hörð á tímabili. Leikmenn beggja liða létu dómarana nokkru sinnum heyra það í leiknum en Darra fannst leikurinn í kvöld ekkert óvenju grófur. „Mér fannst þetta heilt yfir þokkalega vel dæmt. átökin voru einhver en ekkert eitthvað of nasty. Bara svona venjuleg slagsmál, allavega frá mínu sjónarhorni.“ Það gerðist ansi skondið atvik í fyrsta leikhluta þegar leikurinn var stöðvaður eftir að Darri hafði sparkað tússpenna inn á leikvöllinn þegar hans menn voru í ákjósanlegu færi. „Ég held að ég hafi tekið körfu af liðinu mínu með þessu,“ sagði Darri og hlær áður en hann bætir við: „Ég vissi ekki af pennanum á gólfinu og sparkaði honum óvart inn á völlinn þegar Matti var þarna í opnum leik á móti Joonas meira að segja, það match-up var frekar skrítið en þeir ná að laga það því leikurinn er eðlilega stöðvaður þegar einhver sparkar penna inn á völlinn. Ég þarf bara að taka þau tvö stig á kassann,“ svaraði Darri með stóru glotti. Það er þétt spilað eins og áður og KR-ingum býður erfitt verkefni í næsta leik þegar þeir fá Stjörnuna í heimsókn. „Stemningin fyrir þeim leik er góð. Við erum búnir að tala um það síðan í sumar að við séum á ákveðinni vegferð, við erum að breyta fullt af hlutum og í Vesturbænum veit fólk hvenær leikirnir byrja að skipta máli og það er ekki alveg strax. Við ætlum bara að reyna að halda áfram með það sem við erum að gera vel og að laga kannski þessi augljósu atriði, hvort sem það verður með einhverju innfluttu vinnuafli eða taktískum meistaraverkum þá þurfum við allavegana að stoppa upp í það og þá erum við í ágætis málum,“ sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla KR Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira
„Ég er ánægður með að hafa klárað þetta. Við byrjuðum sérstaklega vel sóknarlega þar sem það var mikið flæði og það var það sem við þurftum að laga eftir seinni hálfleikinn gegn Keflavík. Við brugðumst vel við því. Svo kom kafli í seinni hálfleik í kvöld þar sem mér fannst við vera full slappir undir körfunni í frákasta baráttunni en við náðum alltaf að skora á móti sem svona hélt okkur á floti en síðan hertum við á fráköstunum undir rest og sigldum þessu heim,“ sagði glaður þjálfari KR-inga í leikslok. Jóhann Árni, leikmaður Grindavíkur, fór meiddur af velli í kvöld með skurð í andlitinu og baráttan undir körfunni var hörð á tímabili. Leikmenn beggja liða létu dómarana nokkru sinnum heyra það í leiknum en Darra fannst leikurinn í kvöld ekkert óvenju grófur. „Mér fannst þetta heilt yfir þokkalega vel dæmt. átökin voru einhver en ekkert eitthvað of nasty. Bara svona venjuleg slagsmál, allavega frá mínu sjónarhorni.“ Það gerðist ansi skondið atvik í fyrsta leikhluta þegar leikurinn var stöðvaður eftir að Darri hafði sparkað tússpenna inn á leikvöllinn þegar hans menn voru í ákjósanlegu færi. „Ég held að ég hafi tekið körfu af liðinu mínu með þessu,“ sagði Darri og hlær áður en hann bætir við: „Ég vissi ekki af pennanum á gólfinu og sparkaði honum óvart inn á völlinn þegar Matti var þarna í opnum leik á móti Joonas meira að segja, það match-up var frekar skrítið en þeir ná að laga það því leikurinn er eðlilega stöðvaður þegar einhver sparkar penna inn á völlinn. Ég þarf bara að taka þau tvö stig á kassann,“ svaraði Darri með stóru glotti. Það er þétt spilað eins og áður og KR-ingum býður erfitt verkefni í næsta leik þegar þeir fá Stjörnuna í heimsókn. „Stemningin fyrir þeim leik er góð. Við erum búnir að tala um það síðan í sumar að við séum á ákveðinni vegferð, við erum að breyta fullt af hlutum og í Vesturbænum veit fólk hvenær leikirnir byrja að skipta máli og það er ekki alveg strax. Við ætlum bara að reyna að halda áfram með það sem við erum að gera vel og að laga kannski þessi augljósu atriði, hvort sem það verður með einhverju innfluttu vinnuafli eða taktískum meistaraverkum þá þurfum við allavegana að stoppa upp í það og þá erum við í ágætis málum,“ sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla KR Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira