Darri Freyr: Í Vesturbænum veit fólk hvenær leikirnir byrja að skipta máli Atli Freyr Arason skrifar 8. febrúar 2021 23:08 Darri Freyr tók við stjórnartaumunum hjá KR í sumar. vísir/vilhelm Darri Freyr Atlason var himinlifandi með sigur lærisveina sinna í KR á Grindavík í Dominos deild karla í kvöld. KR vann góðan útisigur eftir tap á heimavelli gegn Keflavík í síðustu umferð en Darri segir jafn framt að KR-ingar viti hvenær mikilvægustu leikirnir byrja; í úrslitakeppninni. „Ég er ánægður með að hafa klárað þetta. Við byrjuðum sérstaklega vel sóknarlega þar sem það var mikið flæði og það var það sem við þurftum að laga eftir seinni hálfleikinn gegn Keflavík. Við brugðumst vel við því. Svo kom kafli í seinni hálfleik í kvöld þar sem mér fannst við vera full slappir undir körfunni í frákasta baráttunni en við náðum alltaf að skora á móti sem svona hélt okkur á floti en síðan hertum við á fráköstunum undir rest og sigldum þessu heim,“ sagði glaður þjálfari KR-inga í leikslok. Jóhann Árni, leikmaður Grindavíkur, fór meiddur af velli í kvöld með skurð í andlitinu og baráttan undir körfunni var hörð á tímabili. Leikmenn beggja liða létu dómarana nokkru sinnum heyra það í leiknum en Darra fannst leikurinn í kvöld ekkert óvenju grófur. „Mér fannst þetta heilt yfir þokkalega vel dæmt. átökin voru einhver en ekkert eitthvað of nasty. Bara svona venjuleg slagsmál, allavega frá mínu sjónarhorni.“ Það gerðist ansi skondið atvik í fyrsta leikhluta þegar leikurinn var stöðvaður eftir að Darri hafði sparkað tússpenna inn á leikvöllinn þegar hans menn voru í ákjósanlegu færi. „Ég held að ég hafi tekið körfu af liðinu mínu með þessu,“ sagði Darri og hlær áður en hann bætir við: „Ég vissi ekki af pennanum á gólfinu og sparkaði honum óvart inn á völlinn þegar Matti var þarna í opnum leik á móti Joonas meira að segja, það match-up var frekar skrítið en þeir ná að laga það því leikurinn er eðlilega stöðvaður þegar einhver sparkar penna inn á völlinn. Ég þarf bara að taka þau tvö stig á kassann,“ svaraði Darri með stóru glotti. Það er þétt spilað eins og áður og KR-ingum býður erfitt verkefni í næsta leik þegar þeir fá Stjörnuna í heimsókn. „Stemningin fyrir þeim leik er góð. Við erum búnir að tala um það síðan í sumar að við séum á ákveðinni vegferð, við erum að breyta fullt af hlutum og í Vesturbænum veit fólk hvenær leikirnir byrja að skipta máli og það er ekki alveg strax. Við ætlum bara að reyna að halda áfram með það sem við erum að gera vel og að laga kannski þessi augljósu atriði, hvort sem það verður með einhverju innfluttu vinnuafli eða taktískum meistaraverkum þá þurfum við allavegana að stoppa upp í það og þá erum við í ágætis málum,“ sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla KR Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
„Ég er ánægður með að hafa klárað þetta. Við byrjuðum sérstaklega vel sóknarlega þar sem það var mikið flæði og það var það sem við þurftum að laga eftir seinni hálfleikinn gegn Keflavík. Við brugðumst vel við því. Svo kom kafli í seinni hálfleik í kvöld þar sem mér fannst við vera full slappir undir körfunni í frákasta baráttunni en við náðum alltaf að skora á móti sem svona hélt okkur á floti en síðan hertum við á fráköstunum undir rest og sigldum þessu heim,“ sagði glaður þjálfari KR-inga í leikslok. Jóhann Árni, leikmaður Grindavíkur, fór meiddur af velli í kvöld með skurð í andlitinu og baráttan undir körfunni var hörð á tímabili. Leikmenn beggja liða létu dómarana nokkru sinnum heyra það í leiknum en Darra fannst leikurinn í kvöld ekkert óvenju grófur. „Mér fannst þetta heilt yfir þokkalega vel dæmt. átökin voru einhver en ekkert eitthvað of nasty. Bara svona venjuleg slagsmál, allavega frá mínu sjónarhorni.“ Það gerðist ansi skondið atvik í fyrsta leikhluta þegar leikurinn var stöðvaður eftir að Darri hafði sparkað tússpenna inn á leikvöllinn þegar hans menn voru í ákjósanlegu færi. „Ég held að ég hafi tekið körfu af liðinu mínu með þessu,“ sagði Darri og hlær áður en hann bætir við: „Ég vissi ekki af pennanum á gólfinu og sparkaði honum óvart inn á völlinn þegar Matti var þarna í opnum leik á móti Joonas meira að segja, það match-up var frekar skrítið en þeir ná að laga það því leikurinn er eðlilega stöðvaður þegar einhver sparkar penna inn á völlinn. Ég þarf bara að taka þau tvö stig á kassann,“ svaraði Darri með stóru glotti. Það er þétt spilað eins og áður og KR-ingum býður erfitt verkefni í næsta leik þegar þeir fá Stjörnuna í heimsókn. „Stemningin fyrir þeim leik er góð. Við erum búnir að tala um það síðan í sumar að við séum á ákveðinni vegferð, við erum að breyta fullt af hlutum og í Vesturbænum veit fólk hvenær leikirnir byrja að skipta máli og það er ekki alveg strax. Við ætlum bara að reyna að halda áfram með það sem við erum að gera vel og að laga kannski þessi augljósu atriði, hvort sem það verður með einhverju innfluttu vinnuafli eða taktískum meistaraverkum þá þurfum við allavegana að stoppa upp í það og þá erum við í ágætis málum,“ sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla KR Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira