Ekkert „Hakuna Matata“ með verndun íslenskunnar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 15:31 Nokkur umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum síðustu daga um skort á talsettu efni á efnisveitunni Disney+, sem varð aðgengilegt Íslendingum í fyrra. Undanfarið hafa íslenskusérfræðingar og ráðamenn vakið athygli á þessu og sent áminningu til Disney um málið. Þar má benda á formlegt bréf mennta- og menningarmálaráðherra til stjórnenda fjölmiðlaveitunnar Vissulega er þetta jákvætt þar sem vilji flestra landsmanna er að vernda skuli íslenska tungu, en tungumálið er í hættu ef við stöndum ekki vörð um það. Sú hætta er margumtöluð og staðfest í hugum sérfræðinga. Þó getum við ekki einungis horft erlendis varðandi textun á sjónvarps- og kvikmyndaefni. Íslendingar bera meginábyrgð á verndun íslenskunar, þ.e. að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Textun á innlendu sjónvarpsefni hér á landi heyrir nánast til undantekninga, og það getur verið mörgum einstaklingum til vandræða. Textun innlends efnis myndi gagnast tugþúsundum landsmanna, og þá sérstaklega heyrnaskertum einstaklingum. Heyrnaskertir kunna málið en eiga oft erfitt með að heyra allt talmál í sjónvarpi. Jafnvel erlent barnaefni vantar stundum textun og við það eiga heyrnaskert börn erfitt með að fylgjast með talmáli og missa því af barnaefni. Það eru um 200 börn og unglingar sem þurfa heyrnatæki hér á landi. Einnig eru kringum 15% þjóðarinnar heyrnarskert að einhverju leiti. Það hefur lengi verið baráttumál heyrnaskertra að íslenskur texti fylgir því myndefni sem innlendar fjölmiðlaveitur miðla, og þá texti sem endurspeglar texta hljóðrásar myndefnisins eins nákvæmlega og kostur er. Frumvarp þess efnis hefur nokkrum sinnum verið lagt fram á Alþingi en ekki náð fram að ganga, sem er miður. Þá er einnig vert að benda á umræðu um læsi barna í þessu samhengi. Töluleg gögn um læsi barna á Íslandi hafa bent til þess að læsi hefur farið hnígandi. Við þurfum að leita alla leiða til að bæta úr þeirri stöðu, sem er vissulega mjög alvarleg í stóru myndinni og til framtíðarinnar litið. Það er ekki ásættanlegt að læsi t.d. leiðtoga, frumkvöðla og kennara framtíðarinnar sé ábótavant. Textun efnis getur eflt læsi barna, eðli máls samkvæmt. Það er samt ekki aðeins textun á barnaefni sem kemur þar til greinar heldur einnig textun á öðru íslensku efni svo sem kvikmyndum og þjóðfélagslegri umræðu í sjónvarpi. Í byrjun Covid-19 faraldursins var meiri áhersla lögð á gæðaefni í sjónvarpi til afþreyingar landsmanna. Þá var ánægjulegt að sjá meiri textun og meiri áherslu á táknmál þannig að allir gætu notið þess efnis sem birtist á skjáum landsmanna. En betur má ef duga skal og er því mikilvægt að nýta þá reynslu sem fékkst af þessu og halda áfram á sömu braut. Sjónarmið um erfiði og kostnað við textun eru vísað á bug. Hér erum við að tala um hagsmuni fólks og þá sérstaklega barna. Í dag eru meira að segja komnar ýmsar gerðir hugbúnaðar sem textar og jafnvel þýðir talmál jafnóðum og verður sífellt fullkomnari með hverju árinu. Óskastaðan væri sú að við stjórnmálamenn gætum sagt „Hakuna Matata“ í þessu málum, en þangað til er það okkar að þrýsta á þetta réttlætismál. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Skoðun: Kosningar 2021 Táknmál Íslenska á tækniöld Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Nokkur umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum síðustu daga um skort á talsettu efni á efnisveitunni Disney+, sem varð aðgengilegt Íslendingum í fyrra. Undanfarið hafa íslenskusérfræðingar og ráðamenn vakið athygli á þessu og sent áminningu til Disney um málið. Þar má benda á formlegt bréf mennta- og menningarmálaráðherra til stjórnenda fjölmiðlaveitunnar Vissulega er þetta jákvætt þar sem vilji flestra landsmanna er að vernda skuli íslenska tungu, en tungumálið er í hættu ef við stöndum ekki vörð um það. Sú hætta er margumtöluð og staðfest í hugum sérfræðinga. Þó getum við ekki einungis horft erlendis varðandi textun á sjónvarps- og kvikmyndaefni. Íslendingar bera meginábyrgð á verndun íslenskunar, þ.e. að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Textun á innlendu sjónvarpsefni hér á landi heyrir nánast til undantekninga, og það getur verið mörgum einstaklingum til vandræða. Textun innlends efnis myndi gagnast tugþúsundum landsmanna, og þá sérstaklega heyrnaskertum einstaklingum. Heyrnaskertir kunna málið en eiga oft erfitt með að heyra allt talmál í sjónvarpi. Jafnvel erlent barnaefni vantar stundum textun og við það eiga heyrnaskert börn erfitt með að fylgjast með talmáli og missa því af barnaefni. Það eru um 200 börn og unglingar sem þurfa heyrnatæki hér á landi. Einnig eru kringum 15% þjóðarinnar heyrnarskert að einhverju leiti. Það hefur lengi verið baráttumál heyrnaskertra að íslenskur texti fylgir því myndefni sem innlendar fjölmiðlaveitur miðla, og þá texti sem endurspeglar texta hljóðrásar myndefnisins eins nákvæmlega og kostur er. Frumvarp þess efnis hefur nokkrum sinnum verið lagt fram á Alþingi en ekki náð fram að ganga, sem er miður. Þá er einnig vert að benda á umræðu um læsi barna í þessu samhengi. Töluleg gögn um læsi barna á Íslandi hafa bent til þess að læsi hefur farið hnígandi. Við þurfum að leita alla leiða til að bæta úr þeirri stöðu, sem er vissulega mjög alvarleg í stóru myndinni og til framtíðarinnar litið. Það er ekki ásættanlegt að læsi t.d. leiðtoga, frumkvöðla og kennara framtíðarinnar sé ábótavant. Textun efnis getur eflt læsi barna, eðli máls samkvæmt. Það er samt ekki aðeins textun á barnaefni sem kemur þar til greinar heldur einnig textun á öðru íslensku efni svo sem kvikmyndum og þjóðfélagslegri umræðu í sjónvarpi. Í byrjun Covid-19 faraldursins var meiri áhersla lögð á gæðaefni í sjónvarpi til afþreyingar landsmanna. Þá var ánægjulegt að sjá meiri textun og meiri áherslu á táknmál þannig að allir gætu notið þess efnis sem birtist á skjáum landsmanna. En betur má ef duga skal og er því mikilvægt að nýta þá reynslu sem fékkst af þessu og halda áfram á sömu braut. Sjónarmið um erfiði og kostnað við textun eru vísað á bug. Hér erum við að tala um hagsmuni fólks og þá sérstaklega barna. Í dag eru meira að segja komnar ýmsar gerðir hugbúnaðar sem textar og jafnvel þýðir talmál jafnóðum og verður sífellt fullkomnari með hverju árinu. Óskastaðan væri sú að við stjórnmálamenn gætum sagt „Hakuna Matata“ í þessu málum, en þangað til er það okkar að þrýsta á þetta réttlætismál. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun