Vill að Stólarnir láti Nikolas Tomsick fara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 09:30 Nikolas Tomsick var flottur með Stjörnunni í fyrra en hefur ekki fundið taktinn með Tindastól á þessu tímabili. Samsett/Bára Nikolas Tomsick og félagar í liði Tindastóls fengu slæman skell á móti toppliði Keflavíkur í Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Sérfræðingur Domino´s Körfuboltakvölds vill að Stólarnir sendi eina stjörnu liðsins til sín heima. Nikolas Tomsick átti ekki góðan leik með Tindastól í 26 stiga tapi í Keflavík í gær en hann klikkaði á tólf af fimmtán skotum sínum í leiknum. Stólarnir töpuðu þeim 33 mínútum sem hann spilaði með 25 stigum. Tomsick var hetja Tindastólsliðsins í sigri á Þór í Þorlákshöfn á dögunum en hefur aðeins hitt úr 6 af 31 þriggja stiga akoti sínum í síðustu þremur leikjum. Það gerir bara nítján prósent nýtingu hjá þessari miklu skyttu. Jón Halldór Eðvaldsson var með Kjartan Atla Kjartanssyni í Domino´s Tilþrifunum í gærkvöldi þar sem var farið yfir leikina í deildinni í gær. Jón Halldór hafði sterka skoðun á því hvort að Nikolas Tomsick væri í raun rétti maðurinn fyrir Tindastólsliðið. Klippa: Dominos Tilþrifin: Jonni um framtíð Tomsick „Ég held að Stólarnir fari ekki neitt ef þeir ætla að vera með Tomsick. Ég er bara þar,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Mér finnst Stólarnir vera með fínasta lið en þeir eru ekki með neitt æðislegt lið að mínu mati. Hann er alls ekki leikmaðurinn sem þeir þurfa á að halda. Þeir eru með svona leikmann þarna sem heitir Pétur Rúnar,“ sagði Jón Halldór. „Ég myndi fara í það að fá mér öðruvísi leikmann heldur en Tomsick. Ég myndi reyna að fá mér leikmann sem er nálægt tveimur metrum, er ekki leikstjórnandi, heldur meira þristur kannski, en getur komið upp með boltann. Eins og Brenton var eða Damon Johnson var. Svoleiðis týpu,“ sagði Jón Halldór. „Tomsick ‚dripplar' alltof alltof mikið og það er enginn taktur í þessu Tindastólsliði,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, Það fylgir málinu að Kjartan Atli Kjartansson var ekki sammála Jonna í því að það væri best fyrir Tindastólsliðið að reka Nikolas Tomsick. Það má sjá Jonna tala um Nikolas Tomsick í myndbandinu hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Nikolas Tomsick átti ekki góðan leik með Tindastól í 26 stiga tapi í Keflavík í gær en hann klikkaði á tólf af fimmtán skotum sínum í leiknum. Stólarnir töpuðu þeim 33 mínútum sem hann spilaði með 25 stigum. Tomsick var hetja Tindastólsliðsins í sigri á Þór í Þorlákshöfn á dögunum en hefur aðeins hitt úr 6 af 31 þriggja stiga akoti sínum í síðustu þremur leikjum. Það gerir bara nítján prósent nýtingu hjá þessari miklu skyttu. Jón Halldór Eðvaldsson var með Kjartan Atla Kjartanssyni í Domino´s Tilþrifunum í gærkvöldi þar sem var farið yfir leikina í deildinni í gær. Jón Halldór hafði sterka skoðun á því hvort að Nikolas Tomsick væri í raun rétti maðurinn fyrir Tindastólsliðið. Klippa: Dominos Tilþrifin: Jonni um framtíð Tomsick „Ég held að Stólarnir fari ekki neitt ef þeir ætla að vera með Tomsick. Ég er bara þar,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Mér finnst Stólarnir vera með fínasta lið en þeir eru ekki með neitt æðislegt lið að mínu mati. Hann er alls ekki leikmaðurinn sem þeir þurfa á að halda. Þeir eru með svona leikmann þarna sem heitir Pétur Rúnar,“ sagði Jón Halldór. „Ég myndi fara í það að fá mér öðruvísi leikmann heldur en Tomsick. Ég myndi reyna að fá mér leikmann sem er nálægt tveimur metrum, er ekki leikstjórnandi, heldur meira þristur kannski, en getur komið upp með boltann. Eins og Brenton var eða Damon Johnson var. Svoleiðis týpu,“ sagði Jón Halldór. „Tomsick ‚dripplar' alltof alltof mikið og það er enginn taktur í þessu Tindastólsliði,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, Það fylgir málinu að Kjartan Atli Kjartansson var ekki sammála Jonna í því að það væri best fyrir Tindastólsliðið að reka Nikolas Tomsick. Það má sjá Jonna tala um Nikolas Tomsick í myndbandinu hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum