Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. febrúar 2021 12:24 Húsnæði Háskóla Íslands þar sem íþróttafræðasetur var til húsa stendur meira og minna tómt og því hefur verið rætt um að það gæti hentað vel sem hjúkrunarheimili fyrir uppsveitir Árnessýslu enda á ríkið húsið. Það hefur þó ekkert verið ákveðið með það. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil þörf er að byggingu hjúkrunarheimilis í uppsveitum Árnessýslu og því hafa sveitarfélögin á svæðinu sett á laggirnar vinnuhóp til að koma málinu í gegn. Horft hefur verið til Laugarvatns hvað varðar staðsetningu heimilisins. Nokkur hjúkrunarheimili eru á Suðurlandi en ekkert í uppsveitum Árnessýslu, sem er vaxandi svæði með töluverðri íbúafjölgun. Dvalarheimili var á Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi en því hefur verið lokað. Sveitarfélögin hafa nú skipað í vinnuhóp, sem mun hittast í fyrsta sinn í vikunni og fara yfir hugmyndir um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í uppsveitunum. Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps á sæti í hópnum. „Málið snýst um það að það verði í einhverri framtíð komið upp hjúkrunarheimili í uppsveitunum og núna er búið að kanna áhugann og þátttökuna í því og nú eru sveitarfélögin, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes og Grafningshreppur búin að ákveða að skipa starfshóp til að skoða þetta áfram,“ segir Jón. En er málið brýnt að mati Jóns? „Já, það er það, sérstaklega því að þú þarft að hugsa langt fram í tímann varðandi svona mál, við viljum meina að það sé nauðsynlegt að geta boðið upp á þessa þjónustu.“ Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson Einhverjir eru á þeirri skoðun að nú þegar sé til húsnæði undir hjúkrunarheimili eða húsnæði gamla íþróttakennaraháskólans á Laugarvatni, sem stendur meira og minna tómt í dag en þar eru fullt af herbergjum og stór og góður matsalur. Það þurfi bara að semja við ríkið um að taka húsið yfir. „Það á bara eftir að koma í ljós og ræða staðsetningar og önnur mál, það er allt annað ferli að setjast yfir það. Stóra ákvörðunin er sú að ákveða að það verði byggt hjúkrunarheimili og svo er bara að sjá hvernig húsnæðismálin enda, það er önnur ella og í rauninni hvaða kröfur og hvaða þarfagreining liggur þar að baki“, segir Jón og bætir við að hann sé bjartsýnn á að málið fari vel en það sé langhlaup. Hrunamannahreppur Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Sjá meira
Nokkur hjúkrunarheimili eru á Suðurlandi en ekkert í uppsveitum Árnessýslu, sem er vaxandi svæði með töluverðri íbúafjölgun. Dvalarheimili var á Blesastöðum í Skeiða og Gnúpverjahreppi en því hefur verið lokað. Sveitarfélögin hafa nú skipað í vinnuhóp, sem mun hittast í fyrsta sinn í vikunni og fara yfir hugmyndir um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í uppsveitunum. Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps á sæti í hópnum. „Málið snýst um það að það verði í einhverri framtíð komið upp hjúkrunarheimili í uppsveitunum og núna er búið að kanna áhugann og þátttökuna í því og nú eru sveitarfélögin, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes og Grafningshreppur búin að ákveða að skipa starfshóp til að skoða þetta áfram,“ segir Jón. En er málið brýnt að mati Jóns? „Já, það er það, sérstaklega því að þú þarft að hugsa langt fram í tímann varðandi svona mál, við viljum meina að það sé nauðsynlegt að geta boðið upp á þessa þjónustu.“ Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson Einhverjir eru á þeirri skoðun að nú þegar sé til húsnæði undir hjúkrunarheimili eða húsnæði gamla íþróttakennaraháskólans á Laugarvatni, sem stendur meira og minna tómt í dag en þar eru fullt af herbergjum og stór og góður matsalur. Það þurfi bara að semja við ríkið um að taka húsið yfir. „Það á bara eftir að koma í ljós og ræða staðsetningar og önnur mál, það er allt annað ferli að setjast yfir það. Stóra ákvörðunin er sú að ákveða að það verði byggt hjúkrunarheimili og svo er bara að sjá hvernig húsnæðismálin enda, það er önnur ella og í rauninni hvaða kröfur og hvaða þarfagreining liggur þar að baki“, segir Jón og bætir við að hann sé bjartsýnn á að málið fari vel en það sé langhlaup.
Hrunamannahreppur Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Sjá meira