Fyrsta lota Borgarlínu kosti 25 milljarða og þar muni mestu um byggingu brúa Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2021 21:00 Reiknað er með að fyrsti áfangi Borgarlínu verði tekinn í gagnið seinni hluta ársins 2025. Frumdrög þessa áfanga upp á tuttugu og fimm milljarða voru kynnt í dag og munar þar mestu um kostnað við brýr yfir Fossvog og Elliðaárvog. Fyrsta lota Borgarlínunnar mun ná frá Ártúnshöfða og niður í miðbæ. Þaðan fer hún um miðborgina, yfir í Vatnsmýrina, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan upp í Hamraborg. Áætlanir eru einnig uppi um að þessar leiðir muni einnig teygja sig frá Ártúnshöfða og í Grafarvog og frá Hamraborg upp í Vatnsenda. Vonir standa til að framkvæmdir hefjist í fyrsta lagi 2023 og fyrsti Borgarlínustrætóinn fari þessa leið seinni hluta ársins 2025. Í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir 50 milljörðum í borgarlínuna. Þessi fyrsta lota mun nema 25 milljörðum af þeirri upphæð. Mestu munar um byggingu brúa yfir Fossvog og Elliðaárvog sem verða aðeins fyrir vistvæna ferðamáta. Brúin yfir Fossvog mun liggja frá enda Reykjavíkurflugvallar og að Bakkabraut á Kársnesi. Brýr yfir Elliðárvog mun liggja frá Vogabyggöð, yfir Geirsnef og inn á Sævarhöfða þar sem Borgarlínan fer um nýjan veg að Stórhöfða. Um byltingu verður að ræða fyrir íbúa að sögn þeirra sem að Borgarlínunni standa. „Þetta eru nýir tímar í almenningssamgöngum því Borgarlínan mun ekki bara nýtast þeim sem nota hana. Heldur mun hún létta á umferð á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni. Þetta mun nýtast öllum, hvort sem þeir nota einkabíl eða ekki,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.Vísir/Egill „Fólk sem notar Borgarlínuna mun upplifa styttri ferðatíma. Á algengum leiðum getur ferðatími verið að styttast um allt að helming.“ Samgöngusáttmálinn snýr einnig að uppbyggingu stofnvega, virkra ferðamáta og umferðarflæðis. Davíð segir kostnaðinn við fyrstu lotu borgarlínunnar mega vera háan. „Þetta eru arðbærustu leiðirnar og eðlilega byrjar maður á þeim. Þetta má alveg kosta því það er gert ráð fyrir að arðsemin af þessu sé sjö prósent. Þetta mun nýtast mjög mörgum og verður mjög arðbært. Þetta eru háar fjárhæðir en þeim er mjög vel varið.“ Um er að ræða frumdrög en ekki endanlegar tillögur. Hægt er að kynna sér frumdrögin nánar á vef Borgarlínunnar þar sem er óskað eftir athugasemdum. Reykjavík Kópavogur Borgarlína Samgöngur Skipulag Fossvogsbrú Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Fyrsta lota Borgarlínunnar mun ná frá Ártúnshöfða og niður í miðbæ. Þaðan fer hún um miðborgina, yfir í Vatnsmýrina, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan upp í Hamraborg. Áætlanir eru einnig uppi um að þessar leiðir muni einnig teygja sig frá Ártúnshöfða og í Grafarvog og frá Hamraborg upp í Vatnsenda. Vonir standa til að framkvæmdir hefjist í fyrsta lagi 2023 og fyrsti Borgarlínustrætóinn fari þessa leið seinni hluta ársins 2025. Í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir 50 milljörðum í borgarlínuna. Þessi fyrsta lota mun nema 25 milljörðum af þeirri upphæð. Mestu munar um byggingu brúa yfir Fossvog og Elliðaárvog sem verða aðeins fyrir vistvæna ferðamáta. Brúin yfir Fossvog mun liggja frá enda Reykjavíkurflugvallar og að Bakkabraut á Kársnesi. Brýr yfir Elliðárvog mun liggja frá Vogabyggöð, yfir Geirsnef og inn á Sævarhöfða þar sem Borgarlínan fer um nýjan veg að Stórhöfða. Um byltingu verður að ræða fyrir íbúa að sögn þeirra sem að Borgarlínunni standa. „Þetta eru nýir tímar í almenningssamgöngum því Borgarlínan mun ekki bara nýtast þeim sem nota hana. Heldur mun hún létta á umferð á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni. Þetta mun nýtast öllum, hvort sem þeir nota einkabíl eða ekki,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.Vísir/Egill „Fólk sem notar Borgarlínuna mun upplifa styttri ferðatíma. Á algengum leiðum getur ferðatími verið að styttast um allt að helming.“ Samgöngusáttmálinn snýr einnig að uppbyggingu stofnvega, virkra ferðamáta og umferðarflæðis. Davíð segir kostnaðinn við fyrstu lotu borgarlínunnar mega vera háan. „Þetta eru arðbærustu leiðirnar og eðlilega byrjar maður á þeim. Þetta má alveg kosta því það er gert ráð fyrir að arðsemin af þessu sé sjö prósent. Þetta mun nýtast mjög mörgum og verður mjög arðbært. Þetta eru háar fjárhæðir en þeim er mjög vel varið.“ Um er að ræða frumdrög en ekki endanlegar tillögur. Hægt er að kynna sér frumdrögin nánar á vef Borgarlínunnar þar sem er óskað eftir athugasemdum.
Reykjavík Kópavogur Borgarlína Samgöngur Skipulag Fossvogsbrú Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira