„Eins og fangar í búri“ þegar brotist var inn í húsbílinn Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2021 17:00 Hér má sjá var ferðamaðurinn lagði húsbílnum og vettvang árásarinnar. Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað þýskan ferðamann af ákæru um stórfellda líkamsárás á mann sem reyndi að brjótast inn í Volkswagen Caddy húsbíl ferðamannsins og kærustu hans sem hafði verið lagt á bílastæði við hringtorg á mótum Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar febrúarnótt á síðasta ári. Ákærði stakk manninn í upphandlegg eftir að sá hafði brotið rúðu í húsbílnum og sett handlegginn þar inn. Hlaut hann sjö sentimetra djúpan skurð á hægri upphandlegg og taugaskaða, en dómarinn í málinu mat það sem svo að um neyðarvörn hafi verið að ræða og sýknaði því ferðamanninn. Í dómnum segir frá því að maðurinn sem reyndi að brjótast inn í húsbílinn hafi gefið sig á tal við parið í húsbílnum um klukkan 23 kvöldið fyrir árásina og hafi þau þótt hann koma skringilega fram og virst í annarlegu ástandi. Sagðist maðurinn vera að leita að snjóruðningstæki og stjórnanda þess sem hann vildi meina að hafi valdið skemmdum á bíl sínum. Maðurinn hafi síðar ekið á brott. Adrenalínsjokk og greip til hnífs Um klukkan þrjú hafi konan í húsbílnum vaknað við það að einhver væri fyrir utan húsbílinn og síðar hafi málmhlutur skollið á rúðuna farþegamegin og splundrast. Við það hafi ákærði fengið adrenalínsjokk, gripið í vasahníf af gerðinni Smith & Wesson, sem hafi verið í vaskinum, og stungið manninn í upphandlegg hans sem hann hafi stungið inn um brotna rúðuna. Við þetta hafi gerandinn hlaupið frá húsbílnum, sest inn í hvítan bíl hans sem beið í gangi og ekið á brott í átt að Keflavík. Hann var skömmu síðar handtekinn af lögreglu og reyndist vera undir áhrifum amfetamíns og kvíðastillandi lyfja. Ákærði sagði atburðarásina hafa verið mjög hraða og allt gerst á um fimmtán sekúndum. Sagðist hann á þeirri stundu sem árásin var gerð hafa óttast um líf sitt og kærustu sinnar. Engin verðmæti í bílnum Ákærði sagðist ekki hafa ætlað að meiða árásarmanninn og lagt til hans í blindni. Eina útgönguleiðin úr húsbílnum hafi verið gegnum dyrnar að framanverðu og þau því verið „eins og fangar í búri“ þegar ráðist var til atlögu að bílnum. Sagði hann engin verðmæti hafa verið í framsætum húsbílsins og því talið að einu ástæðuna fyrir innrásinni vera að meiða hann og kærustu hans. Brotaþolinn, það er maðurinn sem reyndi að brjótast inn í húsbílinn, útskýrði ferðir sínar að hann hafi séð hreyfingu í húsbílnum og því aftur ætlað að spyrja hvort fólki hefði séð téð snjóruðningstæki. Mjög svo sérstakar ástæður Dómari mat framburð bæði ákærða og kærustu hans trúverðuga, en að frásögn brotaþolans væri í öllum meginatriðum ótrúverðug og að engu hafandi við úrlausn málsins. Við rannsókn málsins var sömuleiðis rætt við fjóra pólska ríkisborgara sem voru í öðrum bíl við hringtorgið sömu nótt. Dómari segir að við mat á því hvort viðbrögð ákærða geti talist forsvaranleg bæri að líta til þess að atburðarásin hafi verið afar hröð og að ekki hafi liðið margar sekúndur frá því að ákærði vaknaði og þar til hann greip til varna gegn „ólögmætri árás brotaþola“ í húsbílinn. „Á þeirri stundu var alls óvíst hvað brotaþola gekk til með framferði sínu, hve mikil hætta stafaði af honum, hvort hann væri vopnaður og hvort fleiri væru með honum á ferð. Við þessar mjög svo sérstöku aðstæður, sem brotaþoli stofnaði til með ólögmætri árás á húsbílinn, verða það ekki talin óeðlileg viðbrögð að ákærði gripi til þess næsta sem hann fann og beitti gegn brotaþola, sjálfum sér og kærustu til varnar,“ segir í dómnum. Hafi því verið ákveðið að sýkna manninn. Vogar Dómsmál Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Ákærði stakk manninn í upphandlegg eftir að sá hafði brotið rúðu í húsbílnum og sett handlegginn þar inn. Hlaut hann sjö sentimetra djúpan skurð á hægri upphandlegg og taugaskaða, en dómarinn í málinu mat það sem svo að um neyðarvörn hafi verið að ræða og sýknaði því ferðamanninn. Í dómnum segir frá því að maðurinn sem reyndi að brjótast inn í húsbílinn hafi gefið sig á tal við parið í húsbílnum um klukkan 23 kvöldið fyrir árásina og hafi þau þótt hann koma skringilega fram og virst í annarlegu ástandi. Sagðist maðurinn vera að leita að snjóruðningstæki og stjórnanda þess sem hann vildi meina að hafi valdið skemmdum á bíl sínum. Maðurinn hafi síðar ekið á brott. Adrenalínsjokk og greip til hnífs Um klukkan þrjú hafi konan í húsbílnum vaknað við það að einhver væri fyrir utan húsbílinn og síðar hafi málmhlutur skollið á rúðuna farþegamegin og splundrast. Við það hafi ákærði fengið adrenalínsjokk, gripið í vasahníf af gerðinni Smith & Wesson, sem hafi verið í vaskinum, og stungið manninn í upphandlegg hans sem hann hafi stungið inn um brotna rúðuna. Við þetta hafi gerandinn hlaupið frá húsbílnum, sest inn í hvítan bíl hans sem beið í gangi og ekið á brott í átt að Keflavík. Hann var skömmu síðar handtekinn af lögreglu og reyndist vera undir áhrifum amfetamíns og kvíðastillandi lyfja. Ákærði sagði atburðarásina hafa verið mjög hraða og allt gerst á um fimmtán sekúndum. Sagðist hann á þeirri stundu sem árásin var gerð hafa óttast um líf sitt og kærustu sinnar. Engin verðmæti í bílnum Ákærði sagðist ekki hafa ætlað að meiða árásarmanninn og lagt til hans í blindni. Eina útgönguleiðin úr húsbílnum hafi verið gegnum dyrnar að framanverðu og þau því verið „eins og fangar í búri“ þegar ráðist var til atlögu að bílnum. Sagði hann engin verðmæti hafa verið í framsætum húsbílsins og því talið að einu ástæðuna fyrir innrásinni vera að meiða hann og kærustu hans. Brotaþolinn, það er maðurinn sem reyndi að brjótast inn í húsbílinn, útskýrði ferðir sínar að hann hafi séð hreyfingu í húsbílnum og því aftur ætlað að spyrja hvort fólki hefði séð téð snjóruðningstæki. Mjög svo sérstakar ástæður Dómari mat framburð bæði ákærða og kærustu hans trúverðuga, en að frásögn brotaþolans væri í öllum meginatriðum ótrúverðug og að engu hafandi við úrlausn málsins. Við rannsókn málsins var sömuleiðis rætt við fjóra pólska ríkisborgara sem voru í öðrum bíl við hringtorgið sömu nótt. Dómari segir að við mat á því hvort viðbrögð ákærða geti talist forsvaranleg bæri að líta til þess að atburðarásin hafi verið afar hröð og að ekki hafi liðið margar sekúndur frá því að ákærði vaknaði og þar til hann greip til varna gegn „ólögmætri árás brotaþola“ í húsbílinn. „Á þeirri stundu var alls óvíst hvað brotaþola gekk til með framferði sínu, hve mikil hætta stafaði af honum, hvort hann væri vopnaður og hvort fleiri væru með honum á ferð. Við þessar mjög svo sérstöku aðstæður, sem brotaþoli stofnaði til með ólögmætri árás á húsbílinn, verða það ekki talin óeðlileg viðbrögð að ákærði gripi til þess næsta sem hann fann og beitti gegn brotaþola, sjálfum sér og kærustu til varnar,“ segir í dómnum. Hafi því verið ákveðið að sýkna manninn.
Vogar Dómsmál Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira