Viðunandi húsnæði snýst um mannréttindi ekki forréttindi Drífa Snædal skrifar 5. febrúar 2021 14:00 Enn ein skýrslan um bágt ástand á húsnæðismarkaði leit dagsins ljós í upphafi vikunnar. Í henni voru ekki að finna ný tíðindi heldur staðfestingu á því sem hefur verið til umfjöllunar áður: Það vantar íbúðir, við byggjum ekki nóg, margir búa í hræðilegu húsnæði, það er ólíðandi. Við vitum þetta og höfum vitað lengi og við vitum meira að segja hvernig á að leysa málið. Það þarf að skipuleggja fleiri byggingalóðir, m.a. Keldnaland og byggja þar hagkvæmar íbúðir og það þarf að styrkja stöðu leigjenda á leigumarkaðnum með samþykkt nýrra húsaleigulaga. Frumvarpið hefur verið tilbúið í meira en ár en einhverra hluta vegna hefur það ekki verið lagt fyrir þingið. Í því er meðal annars að finna svokallaða leigubremsu þannig að leigusalar geta ekki hækkað leigu eins og þeim sýnist. Leigusamningar verða skráningarskyldir þannig að við fáum yfirlit yfir leigumarkaðinn og í frumvarpinu er í raun viðurkennt að leigjendur og leigusalar standa ekki jafnfætis heldur eru leigjendur í veikari stöðu. Það er löngu kominn tími til að löggjöfin endurspegli þann veruleika. Látum skýrslu samráðshóps um óleyfisbúsetu ekki verða enn eina staðfestinguna á því sem við vitum án þess að nokkuð sé gert. Félagsleg og líkamleg heilsa fólks er í húfi. Kveikur fjallaði um styrki til fyrirtækja í þætti sínum á fimmtudagskvöld og hóf þar með nauðsynlegt uppgjör við það hvernig til hefur tekist í aðgerðum stjórnvalda. Það vakti óneitanlega athygli að ráðherrar voru ekki til viðtals um eigin ákvarðanir og afleiðingar þeirra. Og það engar smá ákvarðanir! Milljarðar hafa farið til fyrirtækja og það er deginum ljósara að nauðsynlegar kröfur fyrir styrkveitingum voru ekki reistar. Af því tilefni minni ég á kröfur ASÍ um skilyrði fyrir stuðning við fyrirtæki sem við birtum fyrir tæpu ári síðan í “Rétta leiðin - frá kreppu til lífsgæða”. Meðal skilyrða sem þar eru nefnd er að: Fyrirtæki sýni fram á að þau fylgi kjarasamningum, hafi ekki gerst sek um launaþjófnað og stundi ekki félagsleg undirboð. Eigendur hafi þegar nýtt eigin bjargir og stuðningur nýtist gagngert til að viðhalda störfum og skapa ný. Girt sé fyrir arðgreiðslur, óumsamda kaupauka og kaup í eigin hlutabréfum hjá fyrirtækjum sem njóta opinberrar aðstoðar og fyrirgreiðslu. Laun æðstu stjórnenda innan viðkomandi fyrirtækis séu ekki hærri en þreföld meðallaun, miðað við meðaltal heildarlauna fullvinnandi launafólks skv. mælingum Hagstofunnar. Þetta eru eðlilegar kröfur þegar ríkiskassinn er opnaður upp á gátt. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Enn ein skýrslan um bágt ástand á húsnæðismarkaði leit dagsins ljós í upphafi vikunnar. Í henni voru ekki að finna ný tíðindi heldur staðfestingu á því sem hefur verið til umfjöllunar áður: Það vantar íbúðir, við byggjum ekki nóg, margir búa í hræðilegu húsnæði, það er ólíðandi. Við vitum þetta og höfum vitað lengi og við vitum meira að segja hvernig á að leysa málið. Það þarf að skipuleggja fleiri byggingalóðir, m.a. Keldnaland og byggja þar hagkvæmar íbúðir og það þarf að styrkja stöðu leigjenda á leigumarkaðnum með samþykkt nýrra húsaleigulaga. Frumvarpið hefur verið tilbúið í meira en ár en einhverra hluta vegna hefur það ekki verið lagt fyrir þingið. Í því er meðal annars að finna svokallaða leigubremsu þannig að leigusalar geta ekki hækkað leigu eins og þeim sýnist. Leigusamningar verða skráningarskyldir þannig að við fáum yfirlit yfir leigumarkaðinn og í frumvarpinu er í raun viðurkennt að leigjendur og leigusalar standa ekki jafnfætis heldur eru leigjendur í veikari stöðu. Það er löngu kominn tími til að löggjöfin endurspegli þann veruleika. Látum skýrslu samráðshóps um óleyfisbúsetu ekki verða enn eina staðfestinguna á því sem við vitum án þess að nokkuð sé gert. Félagsleg og líkamleg heilsa fólks er í húfi. Kveikur fjallaði um styrki til fyrirtækja í þætti sínum á fimmtudagskvöld og hóf þar með nauðsynlegt uppgjör við það hvernig til hefur tekist í aðgerðum stjórnvalda. Það vakti óneitanlega athygli að ráðherrar voru ekki til viðtals um eigin ákvarðanir og afleiðingar þeirra. Og það engar smá ákvarðanir! Milljarðar hafa farið til fyrirtækja og það er deginum ljósara að nauðsynlegar kröfur fyrir styrkveitingum voru ekki reistar. Af því tilefni minni ég á kröfur ASÍ um skilyrði fyrir stuðning við fyrirtæki sem við birtum fyrir tæpu ári síðan í “Rétta leiðin - frá kreppu til lífsgæða”. Meðal skilyrða sem þar eru nefnd er að: Fyrirtæki sýni fram á að þau fylgi kjarasamningum, hafi ekki gerst sek um launaþjófnað og stundi ekki félagsleg undirboð. Eigendur hafi þegar nýtt eigin bjargir og stuðningur nýtist gagngert til að viðhalda störfum og skapa ný. Girt sé fyrir arðgreiðslur, óumsamda kaupauka og kaup í eigin hlutabréfum hjá fyrirtækjum sem njóta opinberrar aðstoðar og fyrirgreiðslu. Laun æðstu stjórnenda innan viðkomandi fyrirtækis séu ekki hærri en þreföld meðallaun, miðað við meðaltal heildarlauna fullvinnandi launafólks skv. mælingum Hagstofunnar. Þetta eru eðlilegar kröfur þegar ríkiskassinn er opnaður upp á gátt. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun