Lokaskotið: „Ekki veikan blett að finna á þessu Selfoss-liði“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2021 23:05 Bjarni Fritzson og Einar Andri Einarsson fóru yfir málin í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni tóku fyrir þrjú umræðuefni í Lokaskotinu í gærkvöld. Þar veltu þeir fyrir sér fallbaráttunni, hvort Selfyssingar væru meistaraefni og hvort að dómararnir höndluðu leikjaálagið. Grótta hefur þegar náð fimm stigum í Olís-deild karla í handbolta og virðist á góðu róli á meðan að Þór Akureyri er með tvö stig og ÍR ekkert. Henry Birgir Gunnarsson spurði þá Einar Andra Einarsson og Bjarna Fritzson hvort ÍR og Þór hefðu burði til að gera fallbaráttuna spennandi: „Grótta er skrefi fyrir framan bæði þessi lið núna,“ sagði Bjarni, og bætti við: „Lið eins og Fram, sem maður hélt að gæti dottið ofan í þetta, virkar traust. Mér leist ágætlega á bæði Þór og ÍR, og við ættum alls ekki að afskrifa neina, en ef ég tala um ÍR þá finnst mér þeir þurfa að sækja meira til að vinna. Mér finnst þeir stundum stressaðir. Þeir hafa engu að tapa. Af hverju „gönna“ þeir ekki á þetta?“ „Það er ekkert sem bendir til annars en að þessi tvö lið falli. Eins og staðan er núna mun Grótta halda áfram að taka stig, og Þórsararnir eru bara með menn í meiðslum og veseni,“ sagði Einar Andri. Hvaða byrjunarlið er betra? Selfoss er nú komið með Ragnar Jóhannsson heim úr atvinnumennsku í stöðu hægri skyttu. Getur liðið orðið Íslandsmeistari? „Engin spurning, ásamt nokkrum öðrum liðum. Auðvitað fór Haukur eftir síðasta tímabil og Árni Steinn hætti, en þeir eru búnir að taka frábæran markvörð inn, Guðmund Hólmar, Svein Aron og nú Ragga, inn í mjög sterkan og flottan hóp. Það er ekki veikan blett að finna á þessu Selfoss-liði. Þeir hafa hundrað prósent gæðin [til að landa titlinum] en það eru fleiri lið sem ætla sér titilinn,“ sagði Einar Andri, og spurði: „Hvaða byrjunarlið er betra en Selfoss?“ Bjarni tók undir að Selfyssingar litu vel út: „Þeir eru með frábært lið og líta vel út. Þeir eru líka í góðu standi. Það er góður bragur á þeim.“ Dómarar deildarinnar voru einnig til umræðu en hægt að er horfa á Lokaskotið úr Seinni bylgjunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan UMF Selfoss Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
Grótta hefur þegar náð fimm stigum í Olís-deild karla í handbolta og virðist á góðu róli á meðan að Þór Akureyri er með tvö stig og ÍR ekkert. Henry Birgir Gunnarsson spurði þá Einar Andra Einarsson og Bjarna Fritzson hvort ÍR og Þór hefðu burði til að gera fallbaráttuna spennandi: „Grótta er skrefi fyrir framan bæði þessi lið núna,“ sagði Bjarni, og bætti við: „Lið eins og Fram, sem maður hélt að gæti dottið ofan í þetta, virkar traust. Mér leist ágætlega á bæði Þór og ÍR, og við ættum alls ekki að afskrifa neina, en ef ég tala um ÍR þá finnst mér þeir þurfa að sækja meira til að vinna. Mér finnst þeir stundum stressaðir. Þeir hafa engu að tapa. Af hverju „gönna“ þeir ekki á þetta?“ „Það er ekkert sem bendir til annars en að þessi tvö lið falli. Eins og staðan er núna mun Grótta halda áfram að taka stig, og Þórsararnir eru bara með menn í meiðslum og veseni,“ sagði Einar Andri. Hvaða byrjunarlið er betra? Selfoss er nú komið með Ragnar Jóhannsson heim úr atvinnumennsku í stöðu hægri skyttu. Getur liðið orðið Íslandsmeistari? „Engin spurning, ásamt nokkrum öðrum liðum. Auðvitað fór Haukur eftir síðasta tímabil og Árni Steinn hætti, en þeir eru búnir að taka frábæran markvörð inn, Guðmund Hólmar, Svein Aron og nú Ragga, inn í mjög sterkan og flottan hóp. Það er ekki veikan blett að finna á þessu Selfoss-liði. Þeir hafa hundrað prósent gæðin [til að landa titlinum] en það eru fleiri lið sem ætla sér titilinn,“ sagði Einar Andri, og spurði: „Hvaða byrjunarlið er betra en Selfoss?“ Bjarni tók undir að Selfyssingar litu vel út: „Þeir eru með frábært lið og líta vel út. Þeir eru líka í góðu standi. Það er góður bragur á þeim.“ Dómarar deildarinnar voru einnig til umræðu en hægt að er horfa á Lokaskotið úr Seinni bylgjunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan UMF Selfoss Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti