Bein útsending: Fyrsta framkvæmdalota Borgarlínu kynnt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2021 09:30 Hér má sjá Borgarlínuna á kunnuglegum slóðum, við Hamraborg og í Lækjargötu. Frumdrög að fyrstu framkvæmdalotu Borgarlínunnar eru komin út þar sem kynntar eru fyrstu heildstæðu tillögur að útfærslu borgarlínuframkvæmda, frá Ártúnshöfða að Hamraborg, sem er fyrsta framkvæmdalota Borgarlínunnar. „Fyrsta framkvæmdalota er um 14 km löng og mun hún annars vegar liggja frá Ártúnshöfða í Reykjavík, yfir nýja brú yfir Elliðaárvog, eftir Suðurlandsbraut að Hlemmi og að Miðborginni og hins vegar frá HÍ, HR og yfir nýja Fossvogsbrú að Hamraborg,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, forsvarsmaður Verkefnastofu Borgarlínunnar. Streymi frá fundinum má sjá hér að neðan. Talsverðar breytingar verða á göturými og samgönguskipulagi þar sem umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur verða sett í forgang. Samhliða uppbyggingu á Borgarlínunni er sem dæmi gert ráð fyrir 18 km af nýjum hjólastígum og 9 km af göngustígum. Með breytingu á göturýminu gefst tækifæri til að auka gæði rýmisins, með góðu aðgengi og aðlaðandi umhverfi að leiðarljósi,“ segir Hrafnkell og bætir við að aukin notkun almenningssamgangna og hjólreiða dragi úr bílaumferð og stuðli að minni hljóðmengun, loftmengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Í hverri viku fjölgar íbúum höfuðborgarsvæðisins um 90 og spáð er að þeir verði orðnir yfir 300.000 innan tveggja áratuga. Þessari aukningu fylgir meiri umferð. „Til að leysa umferðarhnúta framtíðarinnar þarf að styrkja innviði fyrir fjölbreytta ferðamáta, m.a. að byggja upp hágæða almenningssamgöngur sem verða raunhæfur valkostur við einkabílinn,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf., en það er félag sem hefur yfirumsjón með Borgarlínunni og með almennri uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við Samgöngusáttmálann. Þegar framkvæmdum við fyrstu framkvæmdalotu lýkur hefst akstur á tveimur Borgarlínuleiðum: Frá Vatnsenda að HÍ annars vegar og frá miðborg að Egilshöll hins vegar. Í skýrslunni er að finna ítarlegar tillögur sem leggja grunn að frekari hönnunarvinnu og því formlega ferli sem er nauðsynlegur undanfari endanlegrar ákvörðunar um framkvæmdirnar. Fossvogsbrú Borgarlína Reykjavík Kópavogur Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Sjá meira
„Fyrsta framkvæmdalota er um 14 km löng og mun hún annars vegar liggja frá Ártúnshöfða í Reykjavík, yfir nýja brú yfir Elliðaárvog, eftir Suðurlandsbraut að Hlemmi og að Miðborginni og hins vegar frá HÍ, HR og yfir nýja Fossvogsbrú að Hamraborg,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, forsvarsmaður Verkefnastofu Borgarlínunnar. Streymi frá fundinum má sjá hér að neðan. Talsverðar breytingar verða á göturými og samgönguskipulagi þar sem umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur verða sett í forgang. Samhliða uppbyggingu á Borgarlínunni er sem dæmi gert ráð fyrir 18 km af nýjum hjólastígum og 9 km af göngustígum. Með breytingu á göturýminu gefst tækifæri til að auka gæði rýmisins, með góðu aðgengi og aðlaðandi umhverfi að leiðarljósi,“ segir Hrafnkell og bætir við að aukin notkun almenningssamgangna og hjólreiða dragi úr bílaumferð og stuðli að minni hljóðmengun, loftmengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Í hverri viku fjölgar íbúum höfuðborgarsvæðisins um 90 og spáð er að þeir verði orðnir yfir 300.000 innan tveggja áratuga. Þessari aukningu fylgir meiri umferð. „Til að leysa umferðarhnúta framtíðarinnar þarf að styrkja innviði fyrir fjölbreytta ferðamáta, m.a. að byggja upp hágæða almenningssamgöngur sem verða raunhæfur valkostur við einkabílinn,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf., en það er félag sem hefur yfirumsjón með Borgarlínunni og með almennri uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við Samgöngusáttmálann. Þegar framkvæmdum við fyrstu framkvæmdalotu lýkur hefst akstur á tveimur Borgarlínuleiðum: Frá Vatnsenda að HÍ annars vegar og frá miðborg að Egilshöll hins vegar. Í skýrslunni er að finna ítarlegar tillögur sem leggja grunn að frekari hönnunarvinnu og því formlega ferli sem er nauðsynlegur undanfari endanlegrar ákvörðunar um framkvæmdirnar.
Fossvogsbrú Borgarlína Reykjavík Kópavogur Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Sjá meira