Bein útsending: Fyrsta framkvæmdalota Borgarlínu kynnt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2021 09:30 Hér má sjá Borgarlínuna á kunnuglegum slóðum, við Hamraborg og í Lækjargötu. Frumdrög að fyrstu framkvæmdalotu Borgarlínunnar eru komin út þar sem kynntar eru fyrstu heildstæðu tillögur að útfærslu borgarlínuframkvæmda, frá Ártúnshöfða að Hamraborg, sem er fyrsta framkvæmdalota Borgarlínunnar. „Fyrsta framkvæmdalota er um 14 km löng og mun hún annars vegar liggja frá Ártúnshöfða í Reykjavík, yfir nýja brú yfir Elliðaárvog, eftir Suðurlandsbraut að Hlemmi og að Miðborginni og hins vegar frá HÍ, HR og yfir nýja Fossvogsbrú að Hamraborg,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, forsvarsmaður Verkefnastofu Borgarlínunnar. Streymi frá fundinum má sjá hér að neðan. Talsverðar breytingar verða á göturými og samgönguskipulagi þar sem umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur verða sett í forgang. Samhliða uppbyggingu á Borgarlínunni er sem dæmi gert ráð fyrir 18 km af nýjum hjólastígum og 9 km af göngustígum. Með breytingu á göturýminu gefst tækifæri til að auka gæði rýmisins, með góðu aðgengi og aðlaðandi umhverfi að leiðarljósi,“ segir Hrafnkell og bætir við að aukin notkun almenningssamgangna og hjólreiða dragi úr bílaumferð og stuðli að minni hljóðmengun, loftmengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Í hverri viku fjölgar íbúum höfuðborgarsvæðisins um 90 og spáð er að þeir verði orðnir yfir 300.000 innan tveggja áratuga. Þessari aukningu fylgir meiri umferð. „Til að leysa umferðarhnúta framtíðarinnar þarf að styrkja innviði fyrir fjölbreytta ferðamáta, m.a. að byggja upp hágæða almenningssamgöngur sem verða raunhæfur valkostur við einkabílinn,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf., en það er félag sem hefur yfirumsjón með Borgarlínunni og með almennri uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við Samgöngusáttmálann. Þegar framkvæmdum við fyrstu framkvæmdalotu lýkur hefst akstur á tveimur Borgarlínuleiðum: Frá Vatnsenda að HÍ annars vegar og frá miðborg að Egilshöll hins vegar. Í skýrslunni er að finna ítarlegar tillögur sem leggja grunn að frekari hönnunarvinnu og því formlega ferli sem er nauðsynlegur undanfari endanlegrar ákvörðunar um framkvæmdirnar. Fossvogsbrú Borgarlína Reykjavík Kópavogur Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Fyrsta framkvæmdalota er um 14 km löng og mun hún annars vegar liggja frá Ártúnshöfða í Reykjavík, yfir nýja brú yfir Elliðaárvog, eftir Suðurlandsbraut að Hlemmi og að Miðborginni og hins vegar frá HÍ, HR og yfir nýja Fossvogsbrú að Hamraborg,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, forsvarsmaður Verkefnastofu Borgarlínunnar. Streymi frá fundinum má sjá hér að neðan. Talsverðar breytingar verða á göturými og samgönguskipulagi þar sem umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur verða sett í forgang. Samhliða uppbyggingu á Borgarlínunni er sem dæmi gert ráð fyrir 18 km af nýjum hjólastígum og 9 km af göngustígum. Með breytingu á göturýminu gefst tækifæri til að auka gæði rýmisins, með góðu aðgengi og aðlaðandi umhverfi að leiðarljósi,“ segir Hrafnkell og bætir við að aukin notkun almenningssamgangna og hjólreiða dragi úr bílaumferð og stuðli að minni hljóðmengun, loftmengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Í hverri viku fjölgar íbúum höfuðborgarsvæðisins um 90 og spáð er að þeir verði orðnir yfir 300.000 innan tveggja áratuga. Þessari aukningu fylgir meiri umferð. „Til að leysa umferðarhnúta framtíðarinnar þarf að styrkja innviði fyrir fjölbreytta ferðamáta, m.a. að byggja upp hágæða almenningssamgöngur sem verða raunhæfur valkostur við einkabílinn,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf., en það er félag sem hefur yfirumsjón með Borgarlínunni og með almennri uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við Samgöngusáttmálann. Þegar framkvæmdum við fyrstu framkvæmdalotu lýkur hefst akstur á tveimur Borgarlínuleiðum: Frá Vatnsenda að HÍ annars vegar og frá miðborg að Egilshöll hins vegar. Í skýrslunni er að finna ítarlegar tillögur sem leggja grunn að frekari hönnunarvinnu og því formlega ferli sem er nauðsynlegur undanfari endanlegrar ákvörðunar um framkvæmdirnar.
Fossvogsbrú Borgarlína Reykjavík Kópavogur Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira