Ótengda Ísland Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2021 09:01 Ísland á skilið að eignast framúrskarandi stefnu um upplýsingatækni. Stefnu sem er svo framúrskarandi að við verðum leiðandi í því hvernig samfélög nálgast öruggt aðgengi allra að þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Ísland er í kjöraðstöðu til þess að verða fyrirmynd í netöryggi og þjóðaröryggismálum almennt. Það hvernig við söfnum og notum gögn um borgarana og byggjum upp innviði verður að vera gert á sanngjarnan hátt, með öryggi og réttindi einstaklingsins að leiðarljósi. Vannýtt tækifæri Árið 2020 kenndi okkur ótal hluti er varða aðgengis- og öryggismál í upplýsingatækni. Þegar skilin á milli heimilis og vinnustaðar verða eins óljós og við upplifðum síðastliðna árið er auðvelt brjóta niður þá varnarveggi sem við getum sett upp í vinnunni en ekki heima við. Við höfum á ófyrirséðan hátt tekist á við og leyst þær áskoranir sem við stóðum frammi fyrir með, að því er virðist, endalausri viðveru á fjarfundum. Nám, vinna, tómstundir - og allt annað í okkar lífi hefur farið fram í tölvunni! Á sama tíma og þetta er áskorun fyrir þau sem vinna að öryggi okkar allra á netinu, þá er þetta einnig mikilvægt tækifæri fyrir okkur sem samfélag til að byggja upp stafrænar lausnir til framtíðar. Við eigum nú tækifæri á því að stækka þann hóp sem getur sótt bæði vinnu og þjónustu hvar svo sem hún er veitt og þar með frelsi til að búa hvar sem er á landinu og njóta beggja þessara kosta. Til þess að byggja upp stafræna innviði þurfum við raunverulegar aðgerðir og fjármagn til þess að gera þær að veruleika. Við getum ekki lengur hlustað á það innantóma hjóm sem háleitar stefnur án fjármagns eru. Við þurfum stefnu til framtíðar, fyrir allt landið og á forsendum allra íbúa þessarar eyju. Ábyrgð í eftirfylgni Hringrás gagna innan stjórnsýslunnar, ferlar og aðgengi, vistun og eyðing þeirra eru allt mikilvægir innviðir þegar við sem borgarar auðkennum okkur á rafrænan hátt. Með nýjum persónuverndarlögum (2018) komumst við skrefi nær því að tryggja stafræn réttindi okkar, en eins og með flest í stjórnsýslunni er ekki nóg að samþykkja frumvörp til laga, ef um er að ræða fjársveltan málaflokk. Mig langar að sjá framúrskarandi stefnu í upplýsingatækni, sem er fylgt eftir með fjármagni og eftirliti sem tryggir að alþjóðleg og íslensk fyrirtæki brjóti ekki á m.a. réttinum til friðhelgi einkalífs með söfnun gagna og mig langar að sjá stjórnsýsluna ganga fremst í þeirri baráttu. Stafrænar samgöngur og innviðir Við þurfum að stíga skref inn í nútímann og átta okkur á því að öryggi á vegum landsins, val um starf og búsetu og sterkir stafrænir innviðir haldast hönd í hönd. Við þurfum á heildrænni og djarfri stefnu að halda fyrir uppbyggingu samgangna sem tengja allt landið saman fyrir íbúa þess. Stefnu sem tryggir að ungt fólk geti sest aftur að í heimabyggð eftir nám erlendis eða í höfuðborginni. Stefnu sem veitir okku frelsi til búsetu,aðgengi að internetinu til starfs, náms, skemmtunar og gleði og frelsi til ferðalags á veganeti sem er treystandi. En til þess þarf gríðarlega fjárfestingu, fjárfestingu sem við mælum ekki einungis í krónum heldur í lífsgæðum, í aðgengi, í þjóðarsálinni. Hér getum við ekki beðið lengur, við getum ekki samþykkt stefnu án fjármagns eða sett á svið enn eina Hungurleikana þar sem kjördæmi landsins slást um sömu aurana til þess að bæta lífshættulegar aðstæður á vegum landsins , fjármagn sem er varla upp í nös á ketti. Sú ríkisstjórn sem er við völd á Íslandi í dag hefur sett fram fallegar stefnur, allar af vilja gerðar til að bæta ýmis mál- það verður ekki af þeim tekið. En stefna sem ekki fylgir fjármagn er innantómt hjóm sem er virkilega erfitt að horfa upp á. Þessari ríksstjórn, sem frá upphafi hefur átt í erfiðleikum með að ná saman, hefur ekki tekist að fylgja eftir sínum eigin stjórnarsáttmála, hvað þá að koma góðum stefnum í framkvæmd. Eitt hefur þessari ríkisstjórn þó tekist vel og það er að hafa sameinast um orðræðu sem gerir þeim sjálfum hátt undir höfði. Þegar betur er að gáð sést að ekki er mikið að marka þessa orðræðu. Ríkisstjórninni hefur tekist að tvöfalda vinnuna við hvert frumvarp með því að kjósa ,,nei” við góðum tillögum stjórnarandstöðunnar og svo endurflytja sama frumvarp með örfáum breytingum til þess að gera góða stefnu að sinni. Hér er verið að eyða dýrmætum tíma í, satt best að segja,algjöran óþarfa. Það að láta afsérhagsmunum og því að slá sjálf sig til riddara með því að eigna sér góðar stefnur og í stað þess samþykkja góðar tillögur, sama hvaðan þær koma, og þannig hlúa að almannahagsmunum myndi veita okkur nauðsynlegt forskot til þess að koma í sameiningu löggjöf í gengum stjórnsýsluna á tímum heimsfaraldurs, loftlagsváar og ólgandi fasisma um allan heim. Sterkar og góðar stefnur, uppbyggilegt samtal og samvinna er það sem þörf er á. Landið er nú þegar ekki að fara eftir þeim stefnum sem eru til staðar og tími er komin til að í sameiningu uppfæra *OG* innleiða þá þætti sem skipta okkur máli. Höfundur er mögulega bugaður en með von um betri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Upplýsingatækni Fjarskipti Netöryggi Skoðun: Kosningar 2021 Oktavía Hrund Jónsdóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland á skilið að eignast framúrskarandi stefnu um upplýsingatækni. Stefnu sem er svo framúrskarandi að við verðum leiðandi í því hvernig samfélög nálgast öruggt aðgengi allra að þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Ísland er í kjöraðstöðu til þess að verða fyrirmynd í netöryggi og þjóðaröryggismálum almennt. Það hvernig við söfnum og notum gögn um borgarana og byggjum upp innviði verður að vera gert á sanngjarnan hátt, með öryggi og réttindi einstaklingsins að leiðarljósi. Vannýtt tækifæri Árið 2020 kenndi okkur ótal hluti er varða aðgengis- og öryggismál í upplýsingatækni. Þegar skilin á milli heimilis og vinnustaðar verða eins óljós og við upplifðum síðastliðna árið er auðvelt brjóta niður þá varnarveggi sem við getum sett upp í vinnunni en ekki heima við. Við höfum á ófyrirséðan hátt tekist á við og leyst þær áskoranir sem við stóðum frammi fyrir með, að því er virðist, endalausri viðveru á fjarfundum. Nám, vinna, tómstundir - og allt annað í okkar lífi hefur farið fram í tölvunni! Á sama tíma og þetta er áskorun fyrir þau sem vinna að öryggi okkar allra á netinu, þá er þetta einnig mikilvægt tækifæri fyrir okkur sem samfélag til að byggja upp stafrænar lausnir til framtíðar. Við eigum nú tækifæri á því að stækka þann hóp sem getur sótt bæði vinnu og þjónustu hvar svo sem hún er veitt og þar með frelsi til að búa hvar sem er á landinu og njóta beggja þessara kosta. Til þess að byggja upp stafræna innviði þurfum við raunverulegar aðgerðir og fjármagn til þess að gera þær að veruleika. Við getum ekki lengur hlustað á það innantóma hjóm sem háleitar stefnur án fjármagns eru. Við þurfum stefnu til framtíðar, fyrir allt landið og á forsendum allra íbúa þessarar eyju. Ábyrgð í eftirfylgni Hringrás gagna innan stjórnsýslunnar, ferlar og aðgengi, vistun og eyðing þeirra eru allt mikilvægir innviðir þegar við sem borgarar auðkennum okkur á rafrænan hátt. Með nýjum persónuverndarlögum (2018) komumst við skrefi nær því að tryggja stafræn réttindi okkar, en eins og með flest í stjórnsýslunni er ekki nóg að samþykkja frumvörp til laga, ef um er að ræða fjársveltan málaflokk. Mig langar að sjá framúrskarandi stefnu í upplýsingatækni, sem er fylgt eftir með fjármagni og eftirliti sem tryggir að alþjóðleg og íslensk fyrirtæki brjóti ekki á m.a. réttinum til friðhelgi einkalífs með söfnun gagna og mig langar að sjá stjórnsýsluna ganga fremst í þeirri baráttu. Stafrænar samgöngur og innviðir Við þurfum að stíga skref inn í nútímann og átta okkur á því að öryggi á vegum landsins, val um starf og búsetu og sterkir stafrænir innviðir haldast hönd í hönd. Við þurfum á heildrænni og djarfri stefnu að halda fyrir uppbyggingu samgangna sem tengja allt landið saman fyrir íbúa þess. Stefnu sem tryggir að ungt fólk geti sest aftur að í heimabyggð eftir nám erlendis eða í höfuðborginni. Stefnu sem veitir okku frelsi til búsetu,aðgengi að internetinu til starfs, náms, skemmtunar og gleði og frelsi til ferðalags á veganeti sem er treystandi. En til þess þarf gríðarlega fjárfestingu, fjárfestingu sem við mælum ekki einungis í krónum heldur í lífsgæðum, í aðgengi, í þjóðarsálinni. Hér getum við ekki beðið lengur, við getum ekki samþykkt stefnu án fjármagns eða sett á svið enn eina Hungurleikana þar sem kjördæmi landsins slást um sömu aurana til þess að bæta lífshættulegar aðstæður á vegum landsins , fjármagn sem er varla upp í nös á ketti. Sú ríkisstjórn sem er við völd á Íslandi í dag hefur sett fram fallegar stefnur, allar af vilja gerðar til að bæta ýmis mál- það verður ekki af þeim tekið. En stefna sem ekki fylgir fjármagn er innantómt hjóm sem er virkilega erfitt að horfa upp á. Þessari ríksstjórn, sem frá upphafi hefur átt í erfiðleikum með að ná saman, hefur ekki tekist að fylgja eftir sínum eigin stjórnarsáttmála, hvað þá að koma góðum stefnum í framkvæmd. Eitt hefur þessari ríkisstjórn þó tekist vel og það er að hafa sameinast um orðræðu sem gerir þeim sjálfum hátt undir höfði. Þegar betur er að gáð sést að ekki er mikið að marka þessa orðræðu. Ríkisstjórninni hefur tekist að tvöfalda vinnuna við hvert frumvarp með því að kjósa ,,nei” við góðum tillögum stjórnarandstöðunnar og svo endurflytja sama frumvarp með örfáum breytingum til þess að gera góða stefnu að sinni. Hér er verið að eyða dýrmætum tíma í, satt best að segja,algjöran óþarfa. Það að láta afsérhagsmunum og því að slá sjálf sig til riddara með því að eigna sér góðar stefnur og í stað þess samþykkja góðar tillögur, sama hvaðan þær koma, og þannig hlúa að almannahagsmunum myndi veita okkur nauðsynlegt forskot til þess að koma í sameiningu löggjöf í gengum stjórnsýsluna á tímum heimsfaraldurs, loftlagsváar og ólgandi fasisma um allan heim. Sterkar og góðar stefnur, uppbyggilegt samtal og samvinna er það sem þörf er á. Landið er nú þegar ekki að fara eftir þeim stefnum sem eru til staðar og tími er komin til að í sameiningu uppfæra *OG* innleiða þá þætti sem skipta okkur máli. Höfundur er mögulega bugaður en með von um betri framtíð.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun