Hálfu ári seinna er fátt um svör og rannsókn strand á skeri stjórnmála Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2021 15:57 Sprengingin varð í vöruskemmu þar sem tæp þrjú þúsund tonn ef eldfimum efnum voru geymt, auk flugelda. EPA-EFE/WAEL HAMZEH Yfirvöld Frakklands gagnrýna ráðamenn í Líbanon harðlega vegna þess að enn hafi enginn verið dreginn til ábyrgðar hálfu ári eftir að höfnin í Beirút sprakk í loft upp. Rúmlega tvö hundruð manns dóu, rúmlega sex þúsund slösuðust og þúsundir heimila skemmdust. Sprengingin var ein stærsta sprenging heimsins, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. Hún varð þegar 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni, sprungu í vöruskemmu á hafnarsvæði Beirút. Efnin höfðu þá verið í vöruskemmuni frá árinu 2014 og höfðu embættismenn ítrekað verið varaðir við hættunni frá þeim. Það var síðast gert í bréfi til Diab og Michel Aoun, forseta, rúmum tveimur vikum fyrir sprenginguna. Sjá einnig: Gríðarstór sprenging í Beirút Hér má sjá myndband Sky News þar sem fjölmörg myndbönd af sprengingunni eru sýnd. Rannsókn yfirvalda á sprengingunni hefur engum árangri skilað enn. AFP hafði eftir heimildarmönnum sínum í desember að til stæði að ákæra Hassan Diab, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, og þrjá aðra fyrrverandi ráðherra, en ekkert hefur orðið af því. Diab sagði af sér eftrir sprenginguna í ágúst. Saad Hariri sem hafði sagt af sér tæplega ári áður vegna umfangsmikilla mótmæla í Líbanon var þá gerður svo gerður að forsætisráðherra í þriðja sinn í október. Honum hefur þó ekki enn tekist að mynda ríkisstjórn. Sjá einnig: Forsætisráðherra í þriðja sinn og heitir umbótum Nú segir fréttaveitan að sjónir rannsakenda hafi beinst að rúmlega tuttugu mönnum sem hafi verið handteknir. Stjórnmálamenn í Líbanon hafi staðið í vegi rannsakenda. „Sex mánuðum eftir sprenginguna, er ósásættanlegt að íbúar Líbanon séu enn að bíða eftir svörum frá leiðtogum sínum.“ Þetta sagði Anne Grillo, sendiherra Frakklands í Líbanon, í yfirlýsingu í dag samkvæmt frétt AFP. Líbanon var frönsk nýlenda fyrir seinni heimsstyrjöldina og síðan þá hafa tengsl ríkjanna verið mjög náin. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ferðaðist tvisvar til Beirút í kjölfar sprenginarinnar og kallaði eftir umfangsmiklum umbótum á stjórnmálakerfi landsins. Þau áköll féllu ekki í kramið í Líbanon. Ráðandi fylkingar landsins hétu breytingum en hafa ekki staðið við það. Íbúar Líbanon hafa staðið frammi fyrir margskonar krísur á undanförnum árum. Þær má að miklu leiti rekja til spillingar og vanstjórnar. Skipið Orient Queen er enn á hliðinni við bryggju í Beirút. Sex mánuðum eftir að skipið sökk í sprengingunni.EPA-EFE/WAEL HAMZEH Efnin sem sprungu voru flutt til Beirút um borð í skipinu Rhosus árið 2013. Skipið var í eigu rússneskra aðila en skráð í Moldavíu. Til stóð að sigla því til Mósambík en skipstjórinn segist hafa fengið skipun um að fara til Beirút og taka þar aukafarm. Embættismenn í Beirút kyrrsettu þó skipið og skipuðu áhöfninni að vera áfram um borð. Að endingu var farmurinn tekinn í land og áhöfninni sleppt árið 2014. Eigendur skipsins yfirgáfu það. Skipið sjálft var að endanum fært um nokkur hundruð metra. Árið 2018 sökk það við bryggju í Beirút, þar sem það liggur enn. Skammt frá vöruskemmunni sem sprakk í loft upp. The ammonium nitrate that blew up in Beirut was left by M/V RHOSUS, an ailing ship whose fate was unclear. Until now. @ckoettl found out that it sank in early 2018, and has been submerged a mere 1,500 feet away from the warehouse that exploded. Read/watch: https://t.co/MiVRu3g32k pic.twitter.com/pvt6CWlovf— Christiaan Triebert (@trbrtc) August 7, 2020 Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Beirút: Mikið verk óunnið hálfu ári eftir sprenginguna Um 45 prósent íbúa Beirút lifa undir fátæktarmörkum. Rauði krossinn leitar leiða til að bjóða upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 4. febrúar 2021 14:29 Ríkisstjórnarmyndun í Líbanon farin út um þúfur Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa. 26. september 2020 13:58 Fjörutíu milljóna króna framlag vegna neyðarinnar í Lesbos og Líbanon Íslensk stjórnvöld veita tuttugu milljónum króna til neyðaraðstoðar vegna eldsvoða í búðum hælisleitenda á grísku eynni Lesbos. Tuttugu milljónum króna verður einnig varið til mannúðarstarfs í Líbanon vegna sprenginganna í Beirút. 15. september 2020 12:51 Konur í Beirút berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi Konur og stúlkur í Líbanon berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Beirút , COVID-19 og djúpstæð efnahagskreppa veikja stöðu kvenna og stúlkna. 4. september 2020 14:00 Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Sprengingin var ein stærsta sprenging heimsins, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. Hún varð þegar 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni, sprungu í vöruskemmu á hafnarsvæði Beirút. Efnin höfðu þá verið í vöruskemmuni frá árinu 2014 og höfðu embættismenn ítrekað verið varaðir við hættunni frá þeim. Það var síðast gert í bréfi til Diab og Michel Aoun, forseta, rúmum tveimur vikum fyrir sprenginguna. Sjá einnig: Gríðarstór sprenging í Beirút Hér má sjá myndband Sky News þar sem fjölmörg myndbönd af sprengingunni eru sýnd. Rannsókn yfirvalda á sprengingunni hefur engum árangri skilað enn. AFP hafði eftir heimildarmönnum sínum í desember að til stæði að ákæra Hassan Diab, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, og þrjá aðra fyrrverandi ráðherra, en ekkert hefur orðið af því. Diab sagði af sér eftrir sprenginguna í ágúst. Saad Hariri sem hafði sagt af sér tæplega ári áður vegna umfangsmikilla mótmæla í Líbanon var þá gerður svo gerður að forsætisráðherra í þriðja sinn í október. Honum hefur þó ekki enn tekist að mynda ríkisstjórn. Sjá einnig: Forsætisráðherra í þriðja sinn og heitir umbótum Nú segir fréttaveitan að sjónir rannsakenda hafi beinst að rúmlega tuttugu mönnum sem hafi verið handteknir. Stjórnmálamenn í Líbanon hafi staðið í vegi rannsakenda. „Sex mánuðum eftir sprenginguna, er ósásættanlegt að íbúar Líbanon séu enn að bíða eftir svörum frá leiðtogum sínum.“ Þetta sagði Anne Grillo, sendiherra Frakklands í Líbanon, í yfirlýsingu í dag samkvæmt frétt AFP. Líbanon var frönsk nýlenda fyrir seinni heimsstyrjöldina og síðan þá hafa tengsl ríkjanna verið mjög náin. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ferðaðist tvisvar til Beirút í kjölfar sprenginarinnar og kallaði eftir umfangsmiklum umbótum á stjórnmálakerfi landsins. Þau áköll féllu ekki í kramið í Líbanon. Ráðandi fylkingar landsins hétu breytingum en hafa ekki staðið við það. Íbúar Líbanon hafa staðið frammi fyrir margskonar krísur á undanförnum árum. Þær má að miklu leiti rekja til spillingar og vanstjórnar. Skipið Orient Queen er enn á hliðinni við bryggju í Beirút. Sex mánuðum eftir að skipið sökk í sprengingunni.EPA-EFE/WAEL HAMZEH Efnin sem sprungu voru flutt til Beirút um borð í skipinu Rhosus árið 2013. Skipið var í eigu rússneskra aðila en skráð í Moldavíu. Til stóð að sigla því til Mósambík en skipstjórinn segist hafa fengið skipun um að fara til Beirút og taka þar aukafarm. Embættismenn í Beirút kyrrsettu þó skipið og skipuðu áhöfninni að vera áfram um borð. Að endingu var farmurinn tekinn í land og áhöfninni sleppt árið 2014. Eigendur skipsins yfirgáfu það. Skipið sjálft var að endanum fært um nokkur hundruð metra. Árið 2018 sökk það við bryggju í Beirút, þar sem það liggur enn. Skammt frá vöruskemmunni sem sprakk í loft upp. The ammonium nitrate that blew up in Beirut was left by M/V RHOSUS, an ailing ship whose fate was unclear. Until now. @ckoettl found out that it sank in early 2018, and has been submerged a mere 1,500 feet away from the warehouse that exploded. Read/watch: https://t.co/MiVRu3g32k pic.twitter.com/pvt6CWlovf— Christiaan Triebert (@trbrtc) August 7, 2020
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Beirút: Mikið verk óunnið hálfu ári eftir sprenginguna Um 45 prósent íbúa Beirút lifa undir fátæktarmörkum. Rauði krossinn leitar leiða til að bjóða upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 4. febrúar 2021 14:29 Ríkisstjórnarmyndun í Líbanon farin út um þúfur Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa. 26. september 2020 13:58 Fjörutíu milljóna króna framlag vegna neyðarinnar í Lesbos og Líbanon Íslensk stjórnvöld veita tuttugu milljónum króna til neyðaraðstoðar vegna eldsvoða í búðum hælisleitenda á grísku eynni Lesbos. Tuttugu milljónum króna verður einnig varið til mannúðarstarfs í Líbanon vegna sprenginganna í Beirút. 15. september 2020 12:51 Konur í Beirút berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi Konur og stúlkur í Líbanon berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Beirút , COVID-19 og djúpstæð efnahagskreppa veikja stöðu kvenna og stúlkna. 4. september 2020 14:00 Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Beirút: Mikið verk óunnið hálfu ári eftir sprenginguna Um 45 prósent íbúa Beirút lifa undir fátæktarmörkum. Rauði krossinn leitar leiða til að bjóða upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 4. febrúar 2021 14:29
Ríkisstjórnarmyndun í Líbanon farin út um þúfur Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa. 26. september 2020 13:58
Fjörutíu milljóna króna framlag vegna neyðarinnar í Lesbos og Líbanon Íslensk stjórnvöld veita tuttugu milljónum króna til neyðaraðstoðar vegna eldsvoða í búðum hælisleitenda á grísku eynni Lesbos. Tuttugu milljónum króna verður einnig varið til mannúðarstarfs í Líbanon vegna sprenginganna í Beirút. 15. september 2020 12:51
Konur í Beirút berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi Konur og stúlkur í Líbanon berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Beirút , COVID-19 og djúpstæð efnahagskreppa veikja stöðu kvenna og stúlkna. 4. september 2020 14:00
Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15