Nánast ónýtt hús til sölu í Kópavogi og mögulegir kaupendur þurfa klæðast hlífðarfatnaði við skoðun Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2021 11:30 Í raun hefur ekkert verið gert fyrir húsið síðan 1964. Heldur sérstök eign er til sölu við Skólagerði 47 í Kópavogi en um er að ræða 204 fermetra parhús sem byggt var árið 1964. Líklega hefur lítið sem ekkert verið gert fyrir eignina frá byggingu hússins en ásett verð er 38,5 milljónir þrátt fyrir að fasteignamatið sé 51,3 milljónir. Húsið er 204 fermetrar og eru þar fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Einnig eru tvennar svalir í húsinu. Í fasteignaauglýsingu eignarinnar segir: „Áhugasömum er bent á að bóka skoðun á eigninni og gera það með fagaðilum í viðeigandi klæðnaði af heilsufarsástæðum.“ Þar kemur einnig fram að seljandinn sé dánarbú og því getur seljandi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína að fullu. Nauðsynlegt er að endurnýja eignina að fullu að utan og í raun að innan líka. Töluverð mygla og rakaskemmdir eru í húsinu. Mbl.is greinir frá því að húsið sé dánarbú Carls Johans Eiríkssonar sem var ein besta riffilskytta landsins á sínum tíma en hann lést síðastliðið sumar 91 árs að aldri. Hann tók til að mynda þátt á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992 í riffilskotfimi, nánar tiltekið í greininni 60 skot liggjandi. Fréttablaðið hefur rætt við nágrannanna í Skólagerði 49 og segir Andrej Holbicka þar að fjölskyldan hafi í raun fest óaðvitandi í niðurnýddu parhúsi. „Við höfum rætt þetta við lögfræðinga og erum mjög hrædd um að þetta muni lenda á okkur,“ segir Andrej í samtali við Fréttablaðið. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni. Í raun þarf að taka allt í gegn í eigninni. Nágrannarnir vissu ekki af ástandi hússins. Möguleikarnir eru samt sem áður til staðar. Hús og heimili Kópavogur Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Líklega hefur lítið sem ekkert verið gert fyrir eignina frá byggingu hússins en ásett verð er 38,5 milljónir þrátt fyrir að fasteignamatið sé 51,3 milljónir. Húsið er 204 fermetrar og eru þar fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Einnig eru tvennar svalir í húsinu. Í fasteignaauglýsingu eignarinnar segir: „Áhugasömum er bent á að bóka skoðun á eigninni og gera það með fagaðilum í viðeigandi klæðnaði af heilsufarsástæðum.“ Þar kemur einnig fram að seljandinn sé dánarbú og því getur seljandi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína að fullu. Nauðsynlegt er að endurnýja eignina að fullu að utan og í raun að innan líka. Töluverð mygla og rakaskemmdir eru í húsinu. Mbl.is greinir frá því að húsið sé dánarbú Carls Johans Eiríkssonar sem var ein besta riffilskytta landsins á sínum tíma en hann lést síðastliðið sumar 91 árs að aldri. Hann tók til að mynda þátt á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992 í riffilskotfimi, nánar tiltekið í greininni 60 skot liggjandi. Fréttablaðið hefur rætt við nágrannanna í Skólagerði 49 og segir Andrej Holbicka þar að fjölskyldan hafi í raun fest óaðvitandi í niðurnýddu parhúsi. „Við höfum rætt þetta við lögfræðinga og erum mjög hrædd um að þetta muni lenda á okkur,“ segir Andrej í samtali við Fréttablaðið. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni. Í raun þarf að taka allt í gegn í eigninni. Nágrannarnir vissu ekki af ástandi hússins. Möguleikarnir eru samt sem áður til staðar.
Hús og heimili Kópavogur Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist