Hrós og hvatning til starfsfólks Ljóssins á alþjóðlegum degi krabbameins Erna Magnúsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 09:30 Það eru forréttindi að starfa með slíkum hópi fagfólks og mig langar til að nota daginn í dag til að senda þeim öllum hrós og hvatningu. Deila smá G-vítamíni eins og flottu vinir okkar hjá Geðhjálp minna okkur á þessa dagana. Ljósið er orðinn stór vinnustaður. Miðstöðin sem byrjaði með einum starfsmanni fyrir rúmum 15 árum státar nú af yfir 30 manna þverfaglegu teymi sem starfar saman sem öflug liðsheild. Starfsfólkið er sérhæft í að mæta fólki þar sem það er statt í lífinu í sínu veikindaferli. Það tekur á móti einstaklingum sem eru oft á tíðum á erfiðum stað þar sem tilveran er á hvolfi. Allt í einu er ekkert í dag eins og það var í gær. Hvernig verður þetta allt saman? Get ég hugsað um börnin mín? Heimilið? Hvað með vinnuna? Tómstundirnar? Vinina? Af hverju þurfti þetta að koma fyrir mig? Þetta eru dæmi um spurningar sem starfsfólkið okkar fær oft í viku. Þetta eru ekki bara nokkrir einstaklingar heldur yfir 500 manns á mánuði sem sækir endurhæfingu- og stuðning til miðstöðvarinnar. Kærleikur, fagmennska og natni Það getur tekið á að sitja hinum megin við borðið og vera sá sem hughreystir, styrkir og fær fólk til að huga að bjartari tímum. Það sem einkennir einstaklinga sem vinna slík störf er umhyggja fyrir þeim sem á þurfa að halda og trúin á að framlagið verði til þess að bæta heilsu og líðan. Við erum heppin að hafa í Ljósinu stóran hóp af vel menntuðu og reynslumiklu fagfólki á sviði endurhæfingar krabbameinsgreindra. Fagfólk sem lætur sér annt um að fylgjast með öllum þeim nýjungum sem verða á sviði endurhæfingar, hvort sem um er að ræða líkamlega getu eða andlega og félagslega þætti. Hrósum meira Með þessum pisti langar mig að ekki einungis að þakka starfsfólki Ljóssins heldur líka öllum þeim sem vinna að endurhæfingarmálum og stuðningi við krabbameinsgreinda á Íslandi. Takk fyrir að vinna að því að bæta heilsu og efla lífsgæði þessa hóps með kærleik, natni og fagmennsku. Íslenskt samfélag er heppið að eiga flottan hóp fagfólks sem lýsir upp myrkrið þegar það verður hvað mest. Með gleði, grósku, fagmennsku og áræðni höldum við saman inn í framtíðina. Höfundur er forstöðukona Ljóssins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru forréttindi að starfa með slíkum hópi fagfólks og mig langar til að nota daginn í dag til að senda þeim öllum hrós og hvatningu. Deila smá G-vítamíni eins og flottu vinir okkar hjá Geðhjálp minna okkur á þessa dagana. Ljósið er orðinn stór vinnustaður. Miðstöðin sem byrjaði með einum starfsmanni fyrir rúmum 15 árum státar nú af yfir 30 manna þverfaglegu teymi sem starfar saman sem öflug liðsheild. Starfsfólkið er sérhæft í að mæta fólki þar sem það er statt í lífinu í sínu veikindaferli. Það tekur á móti einstaklingum sem eru oft á tíðum á erfiðum stað þar sem tilveran er á hvolfi. Allt í einu er ekkert í dag eins og það var í gær. Hvernig verður þetta allt saman? Get ég hugsað um börnin mín? Heimilið? Hvað með vinnuna? Tómstundirnar? Vinina? Af hverju þurfti þetta að koma fyrir mig? Þetta eru dæmi um spurningar sem starfsfólkið okkar fær oft í viku. Þetta eru ekki bara nokkrir einstaklingar heldur yfir 500 manns á mánuði sem sækir endurhæfingu- og stuðning til miðstöðvarinnar. Kærleikur, fagmennska og natni Það getur tekið á að sitja hinum megin við borðið og vera sá sem hughreystir, styrkir og fær fólk til að huga að bjartari tímum. Það sem einkennir einstaklinga sem vinna slík störf er umhyggja fyrir þeim sem á þurfa að halda og trúin á að framlagið verði til þess að bæta heilsu og líðan. Við erum heppin að hafa í Ljósinu stóran hóp af vel menntuðu og reynslumiklu fagfólki á sviði endurhæfingar krabbameinsgreindra. Fagfólk sem lætur sér annt um að fylgjast með öllum þeim nýjungum sem verða á sviði endurhæfingar, hvort sem um er að ræða líkamlega getu eða andlega og félagslega þætti. Hrósum meira Með þessum pisti langar mig að ekki einungis að þakka starfsfólki Ljóssins heldur líka öllum þeim sem vinna að endurhæfingarmálum og stuðningi við krabbameinsgreinda á Íslandi. Takk fyrir að vinna að því að bæta heilsu og efla lífsgæði þessa hóps með kærleik, natni og fagmennsku. Íslenskt samfélag er heppið að eiga flottan hóp fagfólks sem lýsir upp myrkrið þegar það verður hvað mest. Með gleði, grósku, fagmennsku og áræðni höldum við saman inn í framtíðina. Höfundur er forstöðukona Ljóssins
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun