Vísir hefur heimildir fyrir því að stórri garðkönnu hafi verið kastað í rúðu á heimili Ólafs í Grafarvogi, með þeim afleiðingum að hún brotnaði.
Lögregla var kölluð til og handtók hún mann í tengslum við málið.
Það er freistandi að draga þá ályktun að skemmdarverkin tengist umræðu um önnur spellvirki á skrifstofum stjórnmálaflokka og skotárás á bifreið borgarstjóra. Hins vegar voru spjöll einnig unnin á að minnsta kosti þremur öðrum heimilium í sömu götu.
Var grilli meðal annars kastað í útihurð og girðing skemmd.
Ólafur blandaðist sjálfur inn í fyrrnefnda umræðu þegar hann tjáði sig um reynslu borgarstjóra á Facebook og sagði: „Byrjaðu á sjálfum þér.... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokallaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“
Ólafur baðst seinna afsökunar á færslunni og sagðist myndu setja sig í samband við borgarstjóra til að ræða við hann persónulega.