Fordæmir dóminn yfir Navalní Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2021 20:02 Guðlaugur kallar eftir því að Navalní verði sleppt. Getty/Samsett Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst vonsvikinn með fangelsisdóm sem rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hlaut í dag. Navalní var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa rofið skilorð. Í tísti sem Guðlaugur sendi frá sér eftir að dómur yfir Navalní féll síðdegis í dag segir hann rangt að þagga niður í pólitískum andstæðingum og koma þeim fyrir bak við lás og slá. Navalní er einhver háværasti og áhrifamesti andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Segir Guðlaugur að dómurinn yfir Navalní minni á „ógnvekjandi fortíð.“ „Ég biðla til Rússlands að sleppa [Navalní] undir eins, sem og þeim sem ranglega eru í varðhaldi fyrir að mótmæla,“ skrifar Guðlaugur Þór. Talið er að um tvö hundruð mótmælendur hafi verið handteknir fyrir utan dómshúsið í Moskvu í morgun. Deeply disappointed over the verdict against Alexei Navalny @navalny. Silencing political opponents by putting them behind bars is never acceptable & is reminiscent of a grim past. Calling on #Russia to release him immediately as well as those wrongfully detained for protesting.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) February 2, 2021 Sá fjöldi er þó ekki nema brot af því sem var á sunnudaginn þegar stærstu mótmæli í áratugaraðir áttu sér stað víðs vegar um landið vegna meðferðar stjórnarandstæðingsins. 5.750 voru handtekin, þar af rúmlega 1.900 í Moskvu. Rauf skilorð meðvitundarlaus Á meðan mótmælendur voru handteknir fyrir utan stóð Navalní inni í dómsalnum í eins konar glerbúri. Hann var handtekinn við komuna til Moskvu á dögunum og gefið að sök að hafa rofið skilorð vegna umdeilds dóms sem hann fékk fyrir fjárdrátt árið 2014. Navalní átti að gefa sig fram við lögreglu með reglulegu millibili. Það gerði hann ekki undir lok síðasta árs enda var hann á sjúkrahúsi í Berlín eftir að eitrað hafði verið fyrir honum í borginni Tomsk og hann verið fluttur meðvitundarlaus til Þýskalands. Rússnesk yfirvöld hafa verið sökuð um eitrunina, en segjast saklaus. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Utanríkismál Tengdar fréttir Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11 Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Skrifstofa Ríkissaksóknara Rússlands segir það að krafa fangelsismálayfirvalda landsins um að stjórnarandstæðingnum Alexi Navalní verði gert að afplána þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm frá 2014 sé samkvæmt lögum og sanngjörn. 1. febrúar 2021 14:50 Fjögur þúsund handteknir í Rússlandi Meira en fjögur þúsund Rússar hafa verið handteknir í tengslum við fjöldamótmæli sem fara nú fram víða um Rússland. Verið er að mótmæla handtöku stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní og kalla mótmælendur eftir því að honum verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31. janúar 2021 16:40 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Í tísti sem Guðlaugur sendi frá sér eftir að dómur yfir Navalní féll síðdegis í dag segir hann rangt að þagga niður í pólitískum andstæðingum og koma þeim fyrir bak við lás og slá. Navalní er einhver háværasti og áhrifamesti andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Segir Guðlaugur að dómurinn yfir Navalní minni á „ógnvekjandi fortíð.“ „Ég biðla til Rússlands að sleppa [Navalní] undir eins, sem og þeim sem ranglega eru í varðhaldi fyrir að mótmæla,“ skrifar Guðlaugur Þór. Talið er að um tvö hundruð mótmælendur hafi verið handteknir fyrir utan dómshúsið í Moskvu í morgun. Deeply disappointed over the verdict against Alexei Navalny @navalny. Silencing political opponents by putting them behind bars is never acceptable & is reminiscent of a grim past. Calling on #Russia to release him immediately as well as those wrongfully detained for protesting.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) February 2, 2021 Sá fjöldi er þó ekki nema brot af því sem var á sunnudaginn þegar stærstu mótmæli í áratugaraðir áttu sér stað víðs vegar um landið vegna meðferðar stjórnarandstæðingsins. 5.750 voru handtekin, þar af rúmlega 1.900 í Moskvu. Rauf skilorð meðvitundarlaus Á meðan mótmælendur voru handteknir fyrir utan stóð Navalní inni í dómsalnum í eins konar glerbúri. Hann var handtekinn við komuna til Moskvu á dögunum og gefið að sök að hafa rofið skilorð vegna umdeilds dóms sem hann fékk fyrir fjárdrátt árið 2014. Navalní átti að gefa sig fram við lögreglu með reglulegu millibili. Það gerði hann ekki undir lok síðasta árs enda var hann á sjúkrahúsi í Berlín eftir að eitrað hafði verið fyrir honum í borginni Tomsk og hann verið fluttur meðvitundarlaus til Þýskalands. Rússnesk yfirvöld hafa verið sökuð um eitrunina, en segjast saklaus.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Utanríkismál Tengdar fréttir Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11 Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Skrifstofa Ríkissaksóknara Rússlands segir það að krafa fangelsismálayfirvalda landsins um að stjórnarandstæðingnum Alexi Navalní verði gert að afplána þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm frá 2014 sé samkvæmt lögum og sanngjörn. 1. febrúar 2021 14:50 Fjögur þúsund handteknir í Rússlandi Meira en fjögur þúsund Rússar hafa verið handteknir í tengslum við fjöldamótmæli sem fara nú fram víða um Rússland. Verið er að mótmæla handtöku stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní og kalla mótmælendur eftir því að honum verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31. janúar 2021 16:40 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11
Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Skrifstofa Ríkissaksóknara Rússlands segir það að krafa fangelsismálayfirvalda landsins um að stjórnarandstæðingnum Alexi Navalní verði gert að afplána þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm frá 2014 sé samkvæmt lögum og sanngjörn. 1. febrúar 2021 14:50
Fjögur þúsund handteknir í Rússlandi Meira en fjögur þúsund Rússar hafa verið handteknir í tengslum við fjöldamótmæli sem fara nú fram víða um Rússland. Verið er að mótmæla handtöku stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní og kalla mótmælendur eftir því að honum verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31. janúar 2021 16:40