Vonbrigði að afgreiðsla á styrkjum hafi tafist Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 15:11 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/Vilhelm „Ég ætla bara að segja að það eru vonbrigði að það skyldi hafa tafist jafn lengi og raun ber vitni að geta tekið við og afgreitt þessi mál,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag aðspurður um seinagang við greiðslu tekjufalls- og viðspyrnustyrkja. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði seinagang, tæknileg vandamál og undirmönnun einkenna framkvæmd við bæði umsóknir og afhendingu styrkja. Lög um tekjufallsstyrki voru samþykkt í nóvember en samkvæmt þeim eiga fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið fyrir 40-70% tekjufalli í faraldrinum rétt á styrk úr ríkissjóði fyrir hvert stöðugildi upp að tilteknu marki. Greint var frá því í lok janúar að um 3,7 milljarðar króna hafi þegar verið greiddir til 540 rekstraraðila. Björn Leví sagði meirihluta rekstraraðila ekkert hafa fengið greitt. Eins sé fátt um svör frá Skattinum um greiðslu viðspyrnustyrkja. Lög um viðspyrnustyrki voru samþykkt í desember en þeim er ætlað að gera fyrirtækjum kleift að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Til stóð að umsóknarkerfi fyrir styrkina yrði kynnt í janúar. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Þegar spurt er hjá Skattinum hvenær verður hægt að sækja um viðspyrnustyrkina er fátt um svör,“ sagði Björn Leví. „Seinagangur er að stórskaða rekstur og fyrirtæki sem þá þegar eru löskuð vegna ástandsins og hafa jafnvel enga aðstoð fengið frá því í mars.“ Bjarni vísaði til þess að undir lok síðasta árs hafi þingið afgreitt mörg stór mál sem hafi kallað á mikinn undirbúning hjá stofnunum sem hafi verið gert að sjá um afgreiðslu styrkjanna. Það væru vonbrigði að afgreiðslan hafi tafist svo lengi. Undirbúningsvinna sé þó í gangi til þess að unnt verði að taka við og afgreiða viðspyrnustyrki. „En það eina sem ég get sagt í raun og veru um þetta er að allur kraftur sem hægt er að setja í að klára forritun og undirbúning umsókna og afgreiðslu þeirra hefur verið settur í málið.“ Ganga hafi þurft úr skugga um að tæknilegar lausnir væru fullhannaðar áður en opnað væri fyrir umsóknir. „Það reynir á þolinmæði marga og þess vegna er unnið dag og nótt við að leysa úr þessu.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði seinagang, tæknileg vandamál og undirmönnun einkenna framkvæmd við bæði umsóknir og afhendingu styrkja. Lög um tekjufallsstyrki voru samþykkt í nóvember en samkvæmt þeim eiga fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið fyrir 40-70% tekjufalli í faraldrinum rétt á styrk úr ríkissjóði fyrir hvert stöðugildi upp að tilteknu marki. Greint var frá því í lok janúar að um 3,7 milljarðar króna hafi þegar verið greiddir til 540 rekstraraðila. Björn Leví sagði meirihluta rekstraraðila ekkert hafa fengið greitt. Eins sé fátt um svör frá Skattinum um greiðslu viðspyrnustyrkja. Lög um viðspyrnustyrki voru samþykkt í desember en þeim er ætlað að gera fyrirtækjum kleift að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Til stóð að umsóknarkerfi fyrir styrkina yrði kynnt í janúar. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Þegar spurt er hjá Skattinum hvenær verður hægt að sækja um viðspyrnustyrkina er fátt um svör,“ sagði Björn Leví. „Seinagangur er að stórskaða rekstur og fyrirtæki sem þá þegar eru löskuð vegna ástandsins og hafa jafnvel enga aðstoð fengið frá því í mars.“ Bjarni vísaði til þess að undir lok síðasta árs hafi þingið afgreitt mörg stór mál sem hafi kallað á mikinn undirbúning hjá stofnunum sem hafi verið gert að sjá um afgreiðslu styrkjanna. Það væru vonbrigði að afgreiðslan hafi tafist svo lengi. Undirbúningsvinna sé þó í gangi til þess að unnt verði að taka við og afgreiða viðspyrnustyrki. „En það eina sem ég get sagt í raun og veru um þetta er að allur kraftur sem hægt er að setja í að klára forritun og undirbúning umsókna og afgreiðslu þeirra hefur verið settur í málið.“ Ganga hafi þurft úr skugga um að tæknilegar lausnir væru fullhannaðar áður en opnað væri fyrir umsóknir. „Það reynir á þolinmæði marga og þess vegna er unnið dag og nótt við að leysa úr þessu.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira