Fögnum saman framförum í krabbameinslækningum Gunnar Bjarni Ragnarsson, Ólöf Kristjana Bjarnadóttir og Vaka Ýr Sævarsdóttir skrifa 4. febrúar 2021 07:30 Í dag 4. febrúar er Alþjóðlegi Krabbameinsdagurinn (e. World Cancer Day). Honum er ætlað að vekja athygli á og fræða um málefni krabbameinsgreindra. Í ár er áherslan á samtakamáttinn í baráttunni við krabbamein. Íslendingar hafa einmitt verið þeirra gæfu aðnjótandi að hér ríkir sátt um að krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist, heldur mál samfélagsins alls. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur leitt af sér að hér er þjónusta við krabbameingreinda í fremstu röð í heiminum. Við höfum fylgt þeirri hröðu þróun sem er í krabbameinslækningum og er að skila sífellt bættum árangri. Í sameiningu hefur okkur líka tekist að byggja upp öflugan og vel menntaðan mannauð sem sinnir krabbameinsgreindum. Þetta hefur leitt til þess að meðferðarárangur hérlendis er með því besta sem þekkist í heiminum. Um 1700 Íslendingar greinast nú árlega með krabbamein og mun þriðjungur okkar fá krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Krabbameinstíðni eykst með aldri og hefur hækkandi meðalaldur þjóðarinnar valdið því að sífellt fleiri greinast með krabbamein. Krabbameinsrannsóknir og tækniframfarir hafa leitt af sér ný krabbameinslyf, framþróun í geislameðferð og enn öflugri stuðningsmeðferð. Viðlíka þróun er í öllum greinum sem koma að greiningu og meðferð krabbameina. Sem afleiðing hafa lífsgæði og lífslíkur krabbameinsgreindra aukist talsvert á undanförnum áratugum. Samanlagt mun þetta leiða til þess að Íslendingum, sem lifa með krabbameini, mun fjölga hratt á næstu áratugum. Í árslok 2019 voru þeir tæplega 16 þúsund sem höfðu greinst með krabbamein og munu á næstu áratugum fara að telja í tugum þúsunda. Margir þeirra munu geta haldið áfram að lifa sínu venjubundna lífi jafnvel samfara krabbameinsmeðferð. Í flestum tilvikum valda þó krabbameinsgreining og meðferð töluverðu raski á lífi fólks og því er mikilvægt að við stöndum saman að myndarlegri uppbyggingu endurhæfingar krabbameinsgreindra á Íslandi. Íslendingar hafa notið framþróunar í krabbameinsmeðferð og endurhæfingu sem hefur birst í bættum lífslíkum og lífsgæðum krabbameinsgreindra. Þetta hefur tekist með samtakamætti þjóðarinnar. Ljóst er að við þurfum áfram að standa saman gagnvart þeim framtíðaráskorunum sem blasa við okkur. Þessari samstöðu ber að fagna og er hún í anda Alþjóðlega krabbameinsdagsins sem við höldum upp á í dag. Stjórn Félags íslenskra krabbameinslækna Gunnar Bjarni Ragnarsson (formaður), Vaka Ýr Sævarsdóttir (gjaldkeri), Ólöf Kristjana Bjarnadóttir (ritari). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag 4. febrúar er Alþjóðlegi Krabbameinsdagurinn (e. World Cancer Day). Honum er ætlað að vekja athygli á og fræða um málefni krabbameinsgreindra. Í ár er áherslan á samtakamáttinn í baráttunni við krabbamein. Íslendingar hafa einmitt verið þeirra gæfu aðnjótandi að hér ríkir sátt um að krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist, heldur mál samfélagsins alls. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur leitt af sér að hér er þjónusta við krabbameingreinda í fremstu röð í heiminum. Við höfum fylgt þeirri hröðu þróun sem er í krabbameinslækningum og er að skila sífellt bættum árangri. Í sameiningu hefur okkur líka tekist að byggja upp öflugan og vel menntaðan mannauð sem sinnir krabbameinsgreindum. Þetta hefur leitt til þess að meðferðarárangur hérlendis er með því besta sem þekkist í heiminum. Um 1700 Íslendingar greinast nú árlega með krabbamein og mun þriðjungur okkar fá krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Krabbameinstíðni eykst með aldri og hefur hækkandi meðalaldur þjóðarinnar valdið því að sífellt fleiri greinast með krabbamein. Krabbameinsrannsóknir og tækniframfarir hafa leitt af sér ný krabbameinslyf, framþróun í geislameðferð og enn öflugri stuðningsmeðferð. Viðlíka þróun er í öllum greinum sem koma að greiningu og meðferð krabbameina. Sem afleiðing hafa lífsgæði og lífslíkur krabbameinsgreindra aukist talsvert á undanförnum áratugum. Samanlagt mun þetta leiða til þess að Íslendingum, sem lifa með krabbameini, mun fjölga hratt á næstu áratugum. Í árslok 2019 voru þeir tæplega 16 þúsund sem höfðu greinst með krabbamein og munu á næstu áratugum fara að telja í tugum þúsunda. Margir þeirra munu geta haldið áfram að lifa sínu venjubundna lífi jafnvel samfara krabbameinsmeðferð. Í flestum tilvikum valda þó krabbameinsgreining og meðferð töluverðu raski á lífi fólks og því er mikilvægt að við stöndum saman að myndarlegri uppbyggingu endurhæfingar krabbameinsgreindra á Íslandi. Íslendingar hafa notið framþróunar í krabbameinsmeðferð og endurhæfingu sem hefur birst í bættum lífslíkum og lífsgæðum krabbameinsgreindra. Þetta hefur tekist með samtakamætti þjóðarinnar. Ljóst er að við þurfum áfram að standa saman gagnvart þeim framtíðaráskorunum sem blasa við okkur. Þessari samstöðu ber að fagna og er hún í anda Alþjóðlega krabbameinsdagsins sem við höldum upp á í dag. Stjórn Félags íslenskra krabbameinslækna Gunnar Bjarni Ragnarsson (formaður), Vaka Ýr Sævarsdóttir (gjaldkeri), Ólöf Kristjana Bjarnadóttir (ritari).
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar