Skinkuskákin í Kringlunni Erna Bjarnadóttir skrifar 2. febrúar 2021 10:30 Hinn óþreytandi baráttumaður fyrir hagsmunum innflytjenda og verslunar, Ólafur Stephensen, lætur hvergi deigan síga. Um helgina hélt hann því fram í hádegisfréttum RÚV að nýtt fyrirkomulag við útboð á tollkvótum hefði bæði hækkað verð til neytenda og myndi hamla samkeppni. Máli sínu til stuðnings benti hann á að útboðsgjald fyrir Serrano skinku hefði 29-faldast við breytt fyrirkomulag. Hér er greinilega vitnað til hækkunar á gjaldi fyrir kjöt í tollflokki fyrir reykt og saltað kjöt (0210) úr 5 kr/kg fyrir tímabilið júlí til desember 2020 í 147 kr/kg. Í því sambandi er ekki minnst á þá staðreynd að fyrir tímabilið janúar til júní árið 2020 var útboðsgjaldið 200 kr/kg. Hvernig skýrir framkvæmdastjóri FA þessa þróun? Að ekki sé minnst á svar við þeirri spurningu hvort að verð á Serrano skinkunni hafi ekki örugglega lækkað um samsvarandi prósentu og útboðsgjaldið á síðari hluta árs 2020, því af málflutningi hans má helst halda að það sé þetta hlutfall sem endurspeglist í hækkun á verði til neytenda en ekki innkaupsverð og annar kostnaður sem bætist ofan á vöruna í meðförum verslunarinnar. Þessarar spurningar hafa forsvarsmenn bænda margspurt en svörin hafa allavega yfirsést undirritaðri. Til glöggvunar sýnir meðfylgjandi tafla hvernig gjald sem greitt er fyrir tollkvóta fyrir innflutning frá ESB hefur þróast síðan 1. maí 2018. Að lífrænt vottuðu alifugla kjöti undanskildu er gjaldið lægra nú en í upphafi tímabilsins. En aftur að efni fréttarinnar. Þar hélt fréttastjóri FA því fram að hið nýja fyrirkomulag við útboð á tollkvótum myndi (i) hækka verð til neytenda og (ii) hamla samkeppni. Báðar þessar fullyrðingar eru að mínu mati rangar og færi ég eftirfarandi máli mínu til stuðnings. Hækkaði ekki verð og hamlaði ekki samkeppni Svo framalega sem tollkvótarnir ganga út að fullu verður ekki breyting á framboðnu magni í landinu. Þar með mun verð ekkert breytast (a.m.k. ekki af þessum ástæðum) og verð til neytenda mun ekki hækka. Að baki þessu liggja einföld lögmál framboðs og eftirspurnar. Með því að nú eru tollkvótar seldir á því verði sem hæstbjóðendur bjóða í stað meðalverðs, má segja að samkeppni um tollkvóta aukist. Samkeppni á neytendamarkaði breytist hins vegar ekki neitt því heildarframboð til neytenda er óbreytt. Eftir stendur að það sem framkvæmdastjóri FA kvartar yfir er að útboðsgjaldið hefur hækkað í einhverjum tilvikum. Þar með minnkar hagnaður innflutningsfyrirtækja, þ.e. einhverra fyrirtækja sem eru innan vébanda FA, en að sama skapi aukast tekjur ríkissjóðs. Nú getum við auðvitað öll deilt um það hvernig ríkið á að haga sinni tekjuöflun en nokkurn veginn svona má skýra þetta með lögmálum hagfræðinnar. Það sem fréttin skautar síðan algerlega fram hjá er hvort mögulega hafi eftirspurn eftir þessum tollkvótum aukist. Og af hverju þá? Jú, sýnt hefur verið fram á með veigamiklum rökum og raunar nokkurn veginn staðfest í tveimur minnisblöðum frá fjármálaráðuneytinu í október á síðasta ári, sjá hér og hér, að dæmi séu um að innfluttar landbúnaðarvörur hafi verið rangt skráðar við tollafgreiðslu. Í haust var eitt fyrirtæki ákært vegna rangrar upplýsingagjafar við innflutning á nautakjöti en ákæruatriðin lúta að brotum á tollalögum og reglum um peningaþvætti. Það má spyrja hvort þetta hafi mögulega áhrif á eftirspurn eftir tollkvótum. Allt að einu þá eru það fjölmargir þættir aðrir en útboðsfyrirkomulagið eitt sem hafa áhrif á það verð sem greitt er. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Erna Bjarnadóttir Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hinn óþreytandi baráttumaður fyrir hagsmunum innflytjenda og verslunar, Ólafur Stephensen, lætur hvergi deigan síga. Um helgina hélt hann því fram í hádegisfréttum RÚV að nýtt fyrirkomulag við útboð á tollkvótum hefði bæði hækkað verð til neytenda og myndi hamla samkeppni. Máli sínu til stuðnings benti hann á að útboðsgjald fyrir Serrano skinku hefði 29-faldast við breytt fyrirkomulag. Hér er greinilega vitnað til hækkunar á gjaldi fyrir kjöt í tollflokki fyrir reykt og saltað kjöt (0210) úr 5 kr/kg fyrir tímabilið júlí til desember 2020 í 147 kr/kg. Í því sambandi er ekki minnst á þá staðreynd að fyrir tímabilið janúar til júní árið 2020 var útboðsgjaldið 200 kr/kg. Hvernig skýrir framkvæmdastjóri FA þessa þróun? Að ekki sé minnst á svar við þeirri spurningu hvort að verð á Serrano skinkunni hafi ekki örugglega lækkað um samsvarandi prósentu og útboðsgjaldið á síðari hluta árs 2020, því af málflutningi hans má helst halda að það sé þetta hlutfall sem endurspeglist í hækkun á verði til neytenda en ekki innkaupsverð og annar kostnaður sem bætist ofan á vöruna í meðförum verslunarinnar. Þessarar spurningar hafa forsvarsmenn bænda margspurt en svörin hafa allavega yfirsést undirritaðri. Til glöggvunar sýnir meðfylgjandi tafla hvernig gjald sem greitt er fyrir tollkvóta fyrir innflutning frá ESB hefur þróast síðan 1. maí 2018. Að lífrænt vottuðu alifugla kjöti undanskildu er gjaldið lægra nú en í upphafi tímabilsins. En aftur að efni fréttarinnar. Þar hélt fréttastjóri FA því fram að hið nýja fyrirkomulag við útboð á tollkvótum myndi (i) hækka verð til neytenda og (ii) hamla samkeppni. Báðar þessar fullyrðingar eru að mínu mati rangar og færi ég eftirfarandi máli mínu til stuðnings. Hækkaði ekki verð og hamlaði ekki samkeppni Svo framalega sem tollkvótarnir ganga út að fullu verður ekki breyting á framboðnu magni í landinu. Þar með mun verð ekkert breytast (a.m.k. ekki af þessum ástæðum) og verð til neytenda mun ekki hækka. Að baki þessu liggja einföld lögmál framboðs og eftirspurnar. Með því að nú eru tollkvótar seldir á því verði sem hæstbjóðendur bjóða í stað meðalverðs, má segja að samkeppni um tollkvóta aukist. Samkeppni á neytendamarkaði breytist hins vegar ekki neitt því heildarframboð til neytenda er óbreytt. Eftir stendur að það sem framkvæmdastjóri FA kvartar yfir er að útboðsgjaldið hefur hækkað í einhverjum tilvikum. Þar með minnkar hagnaður innflutningsfyrirtækja, þ.e. einhverra fyrirtækja sem eru innan vébanda FA, en að sama skapi aukast tekjur ríkissjóðs. Nú getum við auðvitað öll deilt um það hvernig ríkið á að haga sinni tekjuöflun en nokkurn veginn svona má skýra þetta með lögmálum hagfræðinnar. Það sem fréttin skautar síðan algerlega fram hjá er hvort mögulega hafi eftirspurn eftir þessum tollkvótum aukist. Og af hverju þá? Jú, sýnt hefur verið fram á með veigamiklum rökum og raunar nokkurn veginn staðfest í tveimur minnisblöðum frá fjármálaráðuneytinu í október á síðasta ári, sjá hér og hér, að dæmi séu um að innfluttar landbúnaðarvörur hafi verið rangt skráðar við tollafgreiðslu. Í haust var eitt fyrirtæki ákært vegna rangrar upplýsingagjafar við innflutning á nautakjöti en ákæruatriðin lúta að brotum á tollalögum og reglum um peningaþvætti. Það má spyrja hvort þetta hafi mögulega áhrif á eftirspurn eftir tollkvótum. Allt að einu þá eru það fjölmargir þættir aðrir en útboðsfyrirkomulagið eitt sem hafa áhrif á það verð sem greitt er. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun