Skinkuskákin í Kringlunni Erna Bjarnadóttir skrifar 2. febrúar 2021 10:30 Hinn óþreytandi baráttumaður fyrir hagsmunum innflytjenda og verslunar, Ólafur Stephensen, lætur hvergi deigan síga. Um helgina hélt hann því fram í hádegisfréttum RÚV að nýtt fyrirkomulag við útboð á tollkvótum hefði bæði hækkað verð til neytenda og myndi hamla samkeppni. Máli sínu til stuðnings benti hann á að útboðsgjald fyrir Serrano skinku hefði 29-faldast við breytt fyrirkomulag. Hér er greinilega vitnað til hækkunar á gjaldi fyrir kjöt í tollflokki fyrir reykt og saltað kjöt (0210) úr 5 kr/kg fyrir tímabilið júlí til desember 2020 í 147 kr/kg. Í því sambandi er ekki minnst á þá staðreynd að fyrir tímabilið janúar til júní árið 2020 var útboðsgjaldið 200 kr/kg. Hvernig skýrir framkvæmdastjóri FA þessa þróun? Að ekki sé minnst á svar við þeirri spurningu hvort að verð á Serrano skinkunni hafi ekki örugglega lækkað um samsvarandi prósentu og útboðsgjaldið á síðari hluta árs 2020, því af málflutningi hans má helst halda að það sé þetta hlutfall sem endurspeglist í hækkun á verði til neytenda en ekki innkaupsverð og annar kostnaður sem bætist ofan á vöruna í meðförum verslunarinnar. Þessarar spurningar hafa forsvarsmenn bænda margspurt en svörin hafa allavega yfirsést undirritaðri. Til glöggvunar sýnir meðfylgjandi tafla hvernig gjald sem greitt er fyrir tollkvóta fyrir innflutning frá ESB hefur þróast síðan 1. maí 2018. Að lífrænt vottuðu alifugla kjöti undanskildu er gjaldið lægra nú en í upphafi tímabilsins. En aftur að efni fréttarinnar. Þar hélt fréttastjóri FA því fram að hið nýja fyrirkomulag við útboð á tollkvótum myndi (i) hækka verð til neytenda og (ii) hamla samkeppni. Báðar þessar fullyrðingar eru að mínu mati rangar og færi ég eftirfarandi máli mínu til stuðnings. Hækkaði ekki verð og hamlaði ekki samkeppni Svo framalega sem tollkvótarnir ganga út að fullu verður ekki breyting á framboðnu magni í landinu. Þar með mun verð ekkert breytast (a.m.k. ekki af þessum ástæðum) og verð til neytenda mun ekki hækka. Að baki þessu liggja einföld lögmál framboðs og eftirspurnar. Með því að nú eru tollkvótar seldir á því verði sem hæstbjóðendur bjóða í stað meðalverðs, má segja að samkeppni um tollkvóta aukist. Samkeppni á neytendamarkaði breytist hins vegar ekki neitt því heildarframboð til neytenda er óbreytt. Eftir stendur að það sem framkvæmdastjóri FA kvartar yfir er að útboðsgjaldið hefur hækkað í einhverjum tilvikum. Þar með minnkar hagnaður innflutningsfyrirtækja, þ.e. einhverra fyrirtækja sem eru innan vébanda FA, en að sama skapi aukast tekjur ríkissjóðs. Nú getum við auðvitað öll deilt um það hvernig ríkið á að haga sinni tekjuöflun en nokkurn veginn svona má skýra þetta með lögmálum hagfræðinnar. Það sem fréttin skautar síðan algerlega fram hjá er hvort mögulega hafi eftirspurn eftir þessum tollkvótum aukist. Og af hverju þá? Jú, sýnt hefur verið fram á með veigamiklum rökum og raunar nokkurn veginn staðfest í tveimur minnisblöðum frá fjármálaráðuneytinu í október á síðasta ári, sjá hér og hér, að dæmi séu um að innfluttar landbúnaðarvörur hafi verið rangt skráðar við tollafgreiðslu. Í haust var eitt fyrirtæki ákært vegna rangrar upplýsingagjafar við innflutning á nautakjöti en ákæruatriðin lúta að brotum á tollalögum og reglum um peningaþvætti. Það má spyrja hvort þetta hafi mögulega áhrif á eftirspurn eftir tollkvótum. Allt að einu þá eru það fjölmargir þættir aðrir en útboðsfyrirkomulagið eitt sem hafa áhrif á það verð sem greitt er. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Erna Bjarnadóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn óþreytandi baráttumaður fyrir hagsmunum innflytjenda og verslunar, Ólafur Stephensen, lætur hvergi deigan síga. Um helgina hélt hann því fram í hádegisfréttum RÚV að nýtt fyrirkomulag við útboð á tollkvótum hefði bæði hækkað verð til neytenda og myndi hamla samkeppni. Máli sínu til stuðnings benti hann á að útboðsgjald fyrir Serrano skinku hefði 29-faldast við breytt fyrirkomulag. Hér er greinilega vitnað til hækkunar á gjaldi fyrir kjöt í tollflokki fyrir reykt og saltað kjöt (0210) úr 5 kr/kg fyrir tímabilið júlí til desember 2020 í 147 kr/kg. Í því sambandi er ekki minnst á þá staðreynd að fyrir tímabilið janúar til júní árið 2020 var útboðsgjaldið 200 kr/kg. Hvernig skýrir framkvæmdastjóri FA þessa þróun? Að ekki sé minnst á svar við þeirri spurningu hvort að verð á Serrano skinkunni hafi ekki örugglega lækkað um samsvarandi prósentu og útboðsgjaldið á síðari hluta árs 2020, því af málflutningi hans má helst halda að það sé þetta hlutfall sem endurspeglist í hækkun á verði til neytenda en ekki innkaupsverð og annar kostnaður sem bætist ofan á vöruna í meðförum verslunarinnar. Þessarar spurningar hafa forsvarsmenn bænda margspurt en svörin hafa allavega yfirsést undirritaðri. Til glöggvunar sýnir meðfylgjandi tafla hvernig gjald sem greitt er fyrir tollkvóta fyrir innflutning frá ESB hefur þróast síðan 1. maí 2018. Að lífrænt vottuðu alifugla kjöti undanskildu er gjaldið lægra nú en í upphafi tímabilsins. En aftur að efni fréttarinnar. Þar hélt fréttastjóri FA því fram að hið nýja fyrirkomulag við útboð á tollkvótum myndi (i) hækka verð til neytenda og (ii) hamla samkeppni. Báðar þessar fullyrðingar eru að mínu mati rangar og færi ég eftirfarandi máli mínu til stuðnings. Hækkaði ekki verð og hamlaði ekki samkeppni Svo framalega sem tollkvótarnir ganga út að fullu verður ekki breyting á framboðnu magni í landinu. Þar með mun verð ekkert breytast (a.m.k. ekki af þessum ástæðum) og verð til neytenda mun ekki hækka. Að baki þessu liggja einföld lögmál framboðs og eftirspurnar. Með því að nú eru tollkvótar seldir á því verði sem hæstbjóðendur bjóða í stað meðalverðs, má segja að samkeppni um tollkvóta aukist. Samkeppni á neytendamarkaði breytist hins vegar ekki neitt því heildarframboð til neytenda er óbreytt. Eftir stendur að það sem framkvæmdastjóri FA kvartar yfir er að útboðsgjaldið hefur hækkað í einhverjum tilvikum. Þar með minnkar hagnaður innflutningsfyrirtækja, þ.e. einhverra fyrirtækja sem eru innan vébanda FA, en að sama skapi aukast tekjur ríkissjóðs. Nú getum við auðvitað öll deilt um það hvernig ríkið á að haga sinni tekjuöflun en nokkurn veginn svona má skýra þetta með lögmálum hagfræðinnar. Það sem fréttin skautar síðan algerlega fram hjá er hvort mögulega hafi eftirspurn eftir þessum tollkvótum aukist. Og af hverju þá? Jú, sýnt hefur verið fram á með veigamiklum rökum og raunar nokkurn veginn staðfest í tveimur minnisblöðum frá fjármálaráðuneytinu í október á síðasta ári, sjá hér og hér, að dæmi séu um að innfluttar landbúnaðarvörur hafi verið rangt skráðar við tollafgreiðslu. Í haust var eitt fyrirtæki ákært vegna rangrar upplýsingagjafar við innflutning á nautakjöti en ákæruatriðin lúta að brotum á tollalögum og reglum um peningaþvætti. Það má spyrja hvort þetta hafi mögulega áhrif á eftirspurn eftir tollkvótum. Allt að einu þá eru það fjölmargir þættir aðrir en útboðsfyrirkomulagið eitt sem hafa áhrif á það verð sem greitt er. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar