Telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 08:06 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vonast til að ríkið fái yfir 100 milljarða króna fyrir allan hlut sinn í Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda. Þetta kom fram á netfundi efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins með Bjarna í gær en fjallað er um málið í Morgunblaðið í dag. Bjarni segir í samtali við Morgunblaðið að Bankasýsla ríkisins skoði þessa hlið málsins. Lægri þröskuldur muni auka almenna þátttöku í hlutafjárútboði sem ráðist verður í til að selja hluta af eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur á hádegisnetfundi...Posted by Sjálfstæðisflokkurinn on Monday, February 1, 2021 Ríkið er eini eigandi Íslandsbanka og stefna stjórnvöld að því að selja allt að 35 prósenta hlut í bankanum á þessu ári. Bjarni segir við Morgunblaðið að horft sé til þess að framkvæma útboðið um mánaðamótin maí/júní. Júní sé þó líklegri en þetta skýrist á næstu vikum. „Við erum að leitast við að bankinn fari í dreifða eign við söluna. Svo er ég líka að vonast til að með lækkandi vöxtum og fleiri fjárfestingarkostum haldi sú þróun áfram að fleiri taki þátt á hlutabréfamarkaði og að hér sé kominn fram kostur sem geti stutt þá þróun,“ segir Bjarni. Þá kveðst hann vonast til þess að fá að minnsta kosti jafn mikið fyrir allan hlut ríkisins í bankanum og nemur 119 milljarða króna fjárfestingu til þess að örva efnahagslífið í kreppunni sem fylgt hefur kórónuveirufaraldrinum. „Ég held að það sé alveg óhætt að segja að þar sem bankinn er með tæplega 190 milljarða eigin fé í dag hljótum við að hafa væntingar til þess, þegar allur bankinn hefur verið seldur, að við fáum að minnsta kosti fjárhæð sem jafngildir þessu átaki. Þá dregur það úr lánsfjárþörf sem nemur slíkum fjárhæðum,“ segir Bjarni í Morgunblaðinu. Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Þetta kom fram á netfundi efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins með Bjarna í gær en fjallað er um málið í Morgunblaðið í dag. Bjarni segir í samtali við Morgunblaðið að Bankasýsla ríkisins skoði þessa hlið málsins. Lægri þröskuldur muni auka almenna þátttöku í hlutafjárútboði sem ráðist verður í til að selja hluta af eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur á hádegisnetfundi...Posted by Sjálfstæðisflokkurinn on Monday, February 1, 2021 Ríkið er eini eigandi Íslandsbanka og stefna stjórnvöld að því að selja allt að 35 prósenta hlut í bankanum á þessu ári. Bjarni segir við Morgunblaðið að horft sé til þess að framkvæma útboðið um mánaðamótin maí/júní. Júní sé þó líklegri en þetta skýrist á næstu vikum. „Við erum að leitast við að bankinn fari í dreifða eign við söluna. Svo er ég líka að vonast til að með lækkandi vöxtum og fleiri fjárfestingarkostum haldi sú þróun áfram að fleiri taki þátt á hlutabréfamarkaði og að hér sé kominn fram kostur sem geti stutt þá þróun,“ segir Bjarni. Þá kveðst hann vonast til þess að fá að minnsta kosti jafn mikið fyrir allan hlut ríkisins í bankanum og nemur 119 milljarða króna fjárfestingu til þess að örva efnahagslífið í kreppunni sem fylgt hefur kórónuveirufaraldrinum. „Ég held að það sé alveg óhætt að segja að þar sem bankinn er með tæplega 190 milljarða eigin fé í dag hljótum við að hafa væntingar til þess, þegar allur bankinn hefur verið seldur, að við fáum að minnsta kosti fjárhæð sem jafngildir þessu átaki. Þá dregur það úr lánsfjárþörf sem nemur slíkum fjárhæðum,“ segir Bjarni í Morgunblaðinu.
Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira