„Hefur örugglega setið í leikmönnum sem hafa verið hérna lengi og mér sömuleiðis“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. febrúar 2021 22:30 Daníel Guðni messar yfir sínum mönnum vísir/daníel Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var auðvitað mjög sáttur með sitt lið í kvöld en Grindvíkingar lönduðu sigri gegn Stjörnunni á heimavelli í HS-Orku höllinni. „Við voru þægilega inni í leiknum allan fyrri hálfleikinn en þeir enda hann á að skora þrist og komast yfir fyrir hálfleikinn. Við ræðum saman í hálfleik, yfirvegað og á rólegu nótunum, um að gera hlutina bara almennilega,“ sagði Daníel Guðni í samtali við Vísi eftir leik. Grindvíkingar leiddu með 8 stigum eftir fyrsta leikhluta en Stjörnumenn sóttu á og komust yfir með síðasta skoti fyrri hálfleiksins. „Við vildum sækja betur á þá inn í teig, við vorum að flýta okkur of mikið því við vildum halda þessu þokkalega hægu og á okkar tempói. Við vorum að gera varnarmistök með samskiptaleysi en það ætti að vera auðvelt að laga það því við erum allir með munn og eyru og getum talað saman. Það gekk betur í seinni hálfleik.“ Grindavík og Stjarnan hafa ýmsar baráttur háð síðustu tímabilin og það er alltaf hasar og læti þegar þau mætast. „Það er alltaf þessi rígur á milli þessara liða og það hefur örugglega setið í leikmönnum sem hafa verið hérna lengi og mér sömuleiðis. Mér finnst mjög gaman að vinna leiki og sérstaklega Stjörnuna þegar maður er hér í Grindavík. Það eru ýmsar sögur í gegnum tíðina eftir leiki í úrslitum.“ Grindvíkingar mættu með hálf vængbrotið lið til leiks í kvöld en Dagur Kár Jónsson er frá vegna meiðsla og Eric Wise á við meiðsli að stríða í baki. „Mér fannst Eric ná að klára þetta ágætlega hér í kvöld, skoraði einhver 12-14 stig og ná nokkrum góðum fráköstum í endann. Það er bara vel og svo þurfum við að sjá hvenær Dagur kemur inn í þetta aftur og taka stöðuna þá,“ en Daníel átti von á því að Grindvíkingar fengju nánari upplýsingar um meiðsli Dags Kár á morgun. Dominos-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. 1. febrúar 2021 21:54 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Sjá meira
„Við voru þægilega inni í leiknum allan fyrri hálfleikinn en þeir enda hann á að skora þrist og komast yfir fyrir hálfleikinn. Við ræðum saman í hálfleik, yfirvegað og á rólegu nótunum, um að gera hlutina bara almennilega,“ sagði Daníel Guðni í samtali við Vísi eftir leik. Grindvíkingar leiddu með 8 stigum eftir fyrsta leikhluta en Stjörnumenn sóttu á og komust yfir með síðasta skoti fyrri hálfleiksins. „Við vildum sækja betur á þá inn í teig, við vorum að flýta okkur of mikið því við vildum halda þessu þokkalega hægu og á okkar tempói. Við vorum að gera varnarmistök með samskiptaleysi en það ætti að vera auðvelt að laga það því við erum allir með munn og eyru og getum talað saman. Það gekk betur í seinni hálfleik.“ Grindavík og Stjarnan hafa ýmsar baráttur háð síðustu tímabilin og það er alltaf hasar og læti þegar þau mætast. „Það er alltaf þessi rígur á milli þessara liða og það hefur örugglega setið í leikmönnum sem hafa verið hérna lengi og mér sömuleiðis. Mér finnst mjög gaman að vinna leiki og sérstaklega Stjörnuna þegar maður er hér í Grindavík. Það eru ýmsar sögur í gegnum tíðina eftir leiki í úrslitum.“ Grindvíkingar mættu með hálf vængbrotið lið til leiks í kvöld en Dagur Kár Jónsson er frá vegna meiðsla og Eric Wise á við meiðsli að stríða í baki. „Mér fannst Eric ná að klára þetta ágætlega hér í kvöld, skoraði einhver 12-14 stig og ná nokkrum góðum fráköstum í endann. Það er bara vel og svo þurfum við að sjá hvenær Dagur kemur inn í þetta aftur og taka stöðuna þá,“ en Daníel átti von á því að Grindvíkingar fengju nánari upplýsingar um meiðsli Dags Kár á morgun.
Dominos-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. 1. febrúar 2021 21:54 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. 1. febrúar 2021 21:54