BBC fjallar um örar breytingar á Skaftafellsjökli Eiður Þór Árnason skrifar 1. febrúar 2021 11:49 Þrívíddarlíkan sýnir hvernig Skálafellsjökull, sem er austan við Skaftafellsjökul, hefur breyst milli áranna 1989 og 2019. Háskólinn í Dundee/Kieran Baxter Árið 1989 heimsótti breski ljósmyndarinn Colin Baxter Ísland heim ásamt fjölskyldu sinni og tók ljósmynd af Skaftafellsjökli í öllu sínu veldi. Um þrjátíu árum síðar var sonur hans mættur aftur fyrir framan skriðjökulinn til að feta í fótspor föður síns en við blasti heldur breytt landslag. Fjallað er um raunir feðganna á vef breska ríkisútvarpsins en samanburður BBC á ljósmyndunum sem feðgarnir tóku sýna hvaða áhrif hlýnun hefur haft á jökulinn. „Það er mikið reiðarslag fyrir mig að sjá þetta landslag breytast svona mikið á einungis fáum áratugum,“ segir Kieran Baxter, sem starfar við Háskólann í Dundee, í samtali við BBC. Hann hefur á síðustu árum skoðað þróun nokkurra íslenskra jökla sem hluta af verkefni sem hann vann í samvinnu við Háskóla Íslands og Veðurstofuna. Þá lét hann útbúa þrívíddarmódel til að sýna breytingarnar með myndrænum hætti. Fram kom árið 2019 að Skaftafellsjökull hopi um 50 til 100 metra á ári og hafi hopað um 850 metra frá árinu 1995. Um er að ræða skriðjökull sem fellur frá suðurhluta Vatnajökuls. Loftmyndir sýna hvernig Skálafellsjökull hefur breyst milli áranna 1989 og 2019. Þrívíddarsamanburðarmyndin var útbúin af Kieran Baxter sem hluti af tveggja ára verkefni hans sem hann vann í samvinnu við Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.Landmælingar Íslands/Dr. Kieran Baxter - Háskólinn í Dundee Umfjöllun BBC er hluti af mánaðarlegri greinaröð sem skoðar hvernig jörðin er að breytast með hlýnandi loftslagi. „Oft er umfang loftslagskrísunnar að miklu leyti ógreinilegt með berum augum en hér sjáum við greinilega alvarleika stöðunnar sem hefur áhrif á alla plánetuna,“ segir Baxter í samtali við BBC en jöklar heimsins eru taldir vera ein skýrasta birtingarmynd þess að loftslagið sé að taka breytingum. Ein mesta rýrnun jökla frá upphafi mælinga Veðurstofa Íslands greindi frá því í maí síðastliðnum að rýrnun jökla árið 2019 hafi verið ein sú mesta frá því mælingar hófust. „Jöklar á Íslandi hafa hopað hratt í um aldarfjórðung og er rýrnun þeirra einhver helsta afleiðing og skýrasti vitnisburður hlýnandi loftslags hérlendis,“ sagði í samantekt Veðurstofunnar. Hefur flatarmál íslenskra jökla minnkað um það bil 800 ferkílómetra frá árinu 2000 og tæplega 2.200 ferkílómetra frá lokum 19. aldar þegar jöklarnir náðu mestu útbreiðslu síðan land byggðist. Síðustu árin hefur heildarflatarmál jökla minnkað um í kringum 40 ferkílómetra árlega að meðaltali, samkvæmt mælingum Veðurstofunnar, Jarðvísindastofnunar Íslands og Landsvirkjunar. Hraðast hörfar Breiðamerkurjökull eða milli 150 og 400 metra árið 2019. Þar hefur áhrif að jökulinn gengur fram í Jökulsárlón þar sem brotnar síðan af honum og ísstykkin fljóta upp. Fréttin hefur verið uppfærð: Í fyrri útgáfu kom fram að talið væri að Skaftafellsjökull hafi rýrnað um 400 ferkílómetra frá árinu 1989 og vísað til fréttar BBC . Sú tala er röng að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings og Snævars Guðmundssonar, sviðsstjóra Náttúrustofu Suðausturlands, og hefur sú staðhæfing því verið fjarlægð. Þar að auki var aðalmynd fréttarinnar ekki af Skaftafellsjökli heldur Skálafellsjökli en þar var byggt á röngum merkingum Háskólans í Dundee. Loftslagsmál Vísindi Skaftárhreppur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Fjallað er um raunir feðganna á vef breska ríkisútvarpsins en samanburður BBC á ljósmyndunum sem feðgarnir tóku sýna hvaða áhrif hlýnun hefur haft á jökulinn. „Það er mikið reiðarslag fyrir mig að sjá þetta landslag breytast svona mikið á einungis fáum áratugum,“ segir Kieran Baxter, sem starfar við Háskólann í Dundee, í samtali við BBC. Hann hefur á síðustu árum skoðað þróun nokkurra íslenskra jökla sem hluta af verkefni sem hann vann í samvinnu við Háskóla Íslands og Veðurstofuna. Þá lét hann útbúa þrívíddarmódel til að sýna breytingarnar með myndrænum hætti. Fram kom árið 2019 að Skaftafellsjökull hopi um 50 til 100 metra á ári og hafi hopað um 850 metra frá árinu 1995. Um er að ræða skriðjökull sem fellur frá suðurhluta Vatnajökuls. Loftmyndir sýna hvernig Skálafellsjökull hefur breyst milli áranna 1989 og 2019. Þrívíddarsamanburðarmyndin var útbúin af Kieran Baxter sem hluti af tveggja ára verkefni hans sem hann vann í samvinnu við Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.Landmælingar Íslands/Dr. Kieran Baxter - Háskólinn í Dundee Umfjöllun BBC er hluti af mánaðarlegri greinaröð sem skoðar hvernig jörðin er að breytast með hlýnandi loftslagi. „Oft er umfang loftslagskrísunnar að miklu leyti ógreinilegt með berum augum en hér sjáum við greinilega alvarleika stöðunnar sem hefur áhrif á alla plánetuna,“ segir Baxter í samtali við BBC en jöklar heimsins eru taldir vera ein skýrasta birtingarmynd þess að loftslagið sé að taka breytingum. Ein mesta rýrnun jökla frá upphafi mælinga Veðurstofa Íslands greindi frá því í maí síðastliðnum að rýrnun jökla árið 2019 hafi verið ein sú mesta frá því mælingar hófust. „Jöklar á Íslandi hafa hopað hratt í um aldarfjórðung og er rýrnun þeirra einhver helsta afleiðing og skýrasti vitnisburður hlýnandi loftslags hérlendis,“ sagði í samantekt Veðurstofunnar. Hefur flatarmál íslenskra jökla minnkað um það bil 800 ferkílómetra frá árinu 2000 og tæplega 2.200 ferkílómetra frá lokum 19. aldar þegar jöklarnir náðu mestu útbreiðslu síðan land byggðist. Síðustu árin hefur heildarflatarmál jökla minnkað um í kringum 40 ferkílómetra árlega að meðaltali, samkvæmt mælingum Veðurstofunnar, Jarðvísindastofnunar Íslands og Landsvirkjunar. Hraðast hörfar Breiðamerkurjökull eða milli 150 og 400 metra árið 2019. Þar hefur áhrif að jökulinn gengur fram í Jökulsárlón þar sem brotnar síðan af honum og ísstykkin fljóta upp. Fréttin hefur verið uppfærð: Í fyrri útgáfu kom fram að talið væri að Skaftafellsjökull hafi rýrnað um 400 ferkílómetra frá árinu 1989 og vísað til fréttar BBC . Sú tala er röng að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings og Snævars Guðmundssonar, sviðsstjóra Náttúrustofu Suðausturlands, og hefur sú staðhæfing því verið fjarlægð. Þar að auki var aðalmynd fréttarinnar ekki af Skaftafellsjökli heldur Skálafellsjökli en þar var byggt á röngum merkingum Háskólans í Dundee.
Loftslagsmál Vísindi Skaftárhreppur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira