Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.
Þar segir að búast megi við norðlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu og lítilsháttar éljum á víð og dreif. Þó verði þurrt vestantil. Hægari austlæg eða breytileg átt á morgun og él þá sunnan- og vestanlands, annars bjart.
„Í björtu veðri kólnar og má búast við 10 til 15 stiga frosti austantil á landinu, jafnvel kaldara á stöku stað, en frost 2 til 7 stig vestanlands.“
Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands:
Á mánudag:
Hæg breytileg átt og víða bjartviðri, en austan 8-13 m/s með S-ströndinni, en suðvestan 8-13 á Vestfjörðum og stöku él á þeim slóðum. Frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum á N- og A-landi.
Á þriðjudag:
Austan 8-13 m/s syðst, dálítil él og hiti nærri frostmarki, en annars hægari vindur, bjart með köflum og frost 2 til 12 stig.
Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Suðaustlæg átt og snjókoma eða slydda með köflum S- og V-ands og hiti nærri frostmarki, en annars bjart með köflum og áfram talsvert frost.