Stórveldaslagur í Garðinum í Boston Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. janúar 2021 11:30 Jayson Tatum og LeBron James kljást í nótt þegar Boston Celtics tekur á móti Los Angeles Lakers. getty/Maddie Meyer Stórveldin og sigursælustu lið NBA-deildarinnar í körfubolta, Boston Celtics og Los Angeles Lakers, eigast við í Boston í nótt. Það er alltaf stór stund þegar þessi lið mætast enda þau sem hafa unnið langflesta titla í sögu NBA. Lakers vann sinn sautjánda meistaratitil í fyrra og jafnaði þar með við Boston. Saman hafa þessi lið unnið 34 af 74 meistaratitlum í sögu NBA-deildarinnar. Lakers hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum, gegn Detroit Pistons og Philadelphia 76ers, eftir að hafa unnið fyrstu tíu útileiki sína á tímabilinu. Lakers lýkur Austurstrandarferð sinni þegar liðið sækir Atlanta Hawks heim á þriðjudaginn. Boston hefur gengið vel á heimavelli það sem af er tímabili og unnið fimm af sjö leikjum sínum þar. Boston hefur endurheimt Jayson Tatum sem missti af nokkrum leikjum vegna kórónuveirunnar. Jaylen Brown bar þyngri byrðar í sóknarleik Boston í fjarveru Tatums. Hann er sjöundi stigahæsti leikmaður deildarinnar með 27,1 stig að meðaltali í leik. Brown hefur bætt sig mikið milli tímabila en í fyrra var hann með 20,3 stig að meðaltali í leik. Hjá Lakers er LeBron James sem fyrr í aðalhlutverki. Hann slær ekkert af þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára og er með 25,5 stig, 7,8 fráköst og 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hin stórstjarnan í Lakers, Anthony Davis, missti af leiknum gegn Detroit vegna meiðsla og óvíst er hvort hann verður með gegn Boston í nótt. Þjóðverjinn Dennis Schröder, sem kom frá Oklahoma City Thunder fyrir tímabilið, hefur svo verið þriðja hjólið undir Lakers-vagninum í vetur. Hann er með 13,6 stig, 3,7 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Leikur Boston og Lakers hefst klukkan 01:30 í nótt og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Það er alltaf stór stund þegar þessi lið mætast enda þau sem hafa unnið langflesta titla í sögu NBA. Lakers vann sinn sautjánda meistaratitil í fyrra og jafnaði þar með við Boston. Saman hafa þessi lið unnið 34 af 74 meistaratitlum í sögu NBA-deildarinnar. Lakers hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum, gegn Detroit Pistons og Philadelphia 76ers, eftir að hafa unnið fyrstu tíu útileiki sína á tímabilinu. Lakers lýkur Austurstrandarferð sinni þegar liðið sækir Atlanta Hawks heim á þriðjudaginn. Boston hefur gengið vel á heimavelli það sem af er tímabili og unnið fimm af sjö leikjum sínum þar. Boston hefur endurheimt Jayson Tatum sem missti af nokkrum leikjum vegna kórónuveirunnar. Jaylen Brown bar þyngri byrðar í sóknarleik Boston í fjarveru Tatums. Hann er sjöundi stigahæsti leikmaður deildarinnar með 27,1 stig að meðaltali í leik. Brown hefur bætt sig mikið milli tímabila en í fyrra var hann með 20,3 stig að meðaltali í leik. Hjá Lakers er LeBron James sem fyrr í aðalhlutverki. Hann slær ekkert af þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára og er með 25,5 stig, 7,8 fráköst og 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hin stórstjarnan í Lakers, Anthony Davis, missti af leiknum gegn Detroit vegna meiðsla og óvíst er hvort hann verður með gegn Boston í nótt. Þjóðverjinn Dennis Schröder, sem kom frá Oklahoma City Thunder fyrir tímabilið, hefur svo verið þriðja hjólið undir Lakers-vagninum í vetur. Hann er með 13,6 stig, 3,7 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Leikur Boston og Lakers hefst klukkan 01:30 í nótt og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira