Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2021 15:55 Alexei Navalní fylgdist með úr fangelsinu sem honum er haldið í. AP/Alexander Zemlianichenko Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. Úrskurður áfrýjunardómstólsins felur í sér að Navalní verður áfram í fangelsi þar til í næstu viku þegar réttað verður yfir honum aftur vegna ásakana um að hann hafi brotið gegn gömlum skilorðsdómi sínum. Verði hann fundinn sekur þar gæti hann verið sendur til fanganýlendu í Síberíu í allt að þrjú og hálft ár. Navalní, sem hefur verið fyrirferðarmikill í stjórnarandstöðu Rússlands undanfarin ár, var handtekinn við komuna til landsins frá Þýskalandi í síðustu viku og dæmdur í mánaðarlangt gæsluvarðhald. Rannsaka einnig meintan fjárdrátt Navalnís Yfirvöld í Rússlandi opnuðu einnig í síðasta mánuði rannsókn gegn Navalní sem snýr að ásökunum um að hann hafi dregið sér fé úr andspillingarsamtökum sínum. Hámarksrefsing í því máli eru tíu ár í fangelsi, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann var fluttur í dái til Þýskalands síðasta sumar eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok. Í lok desember var honum svo skipað að snúa aftur til Rússlands og var hann sakaður um að hafa brotið gegn skilorðsdómi, sem rann út um áramótin, með því að fara til Þýskalands. Sá dómur á rætur sínar að rekja til ársins 2014 þegar hann var dæmdur fyrir þjófnað. Navalní segist saklaus af þessum ásökunum og Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Dómstólinn komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2017 að dómsmálið gegn Navalní væri ólögmætt og gerræðislegt. Bróðir og bandamenn handteknir Guardian segir að bróðir Navalnís, lögmaður hans og nokkrir af öðrum bandamönnum hans og aðstoðarmönnum hafi verið handteknir í gær og ákærðir vegna mótmælanna á þeim grundvelli að þau hafi brotið gegn sóttvarnarreglum. Hámarksrefsing fyrir þessi meintu brot þeirra eru þrjú ár í fangelsi. Olex Navalní hefur áður verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna sama máls og Navalní frá 2014 en þann dóm gegn bróður sínum kallaði Navalní á sínum tíma „gíslatöku“ Sjá einnig: Bandamenn Navalnís boða til frekari mótmæla og lögreglan framkvæmir húsleit Navalní fékk að fylgjast með því þegar niðurstaða áfrýjunardómstólsins var kveðin upp í dag í gegnum netið. Hann sagðist ekki hafa átt von á því að verða sleppt úr haldi. Það virtist þó koma honum mjög á óvart þegar hann komst að því að bróðir sinn og aðrir hefðu verið handteknir. Lýsti hann handtökunum og málinu gegn sér sem lögleysu. Í stuttu ávarpi í dag lofaði Navalní þá sem tóku þátt í mótmælunum um síðustu helgi og sagði þá aðila síðustu varnarlínuna gegn spillingu í Rússlandi. Þá hvatti hann fólk til að horfa á myndband sem andspillingarsamtök hans birtu skömmu eftir að hann var handtekinn. Navalny s fiery final words before judge leaves for deliberation. Calls people who come out to protests true patriots of Russia and the barrier holding Russia from slipping into complete degradation. pic.twitter.com/8NQ28K2Ww5— Mary Ilyushina (@maryilyushina) January 28, 2021 Í því myndbandi sakar hann Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og bandamenn hans um umfangsmikla spillingu og þjófnað. Hann segir sömuleiðis að Pútín hafi látið byggja höll fyrir sig við strendur Svartahafs en því neitar Pútín. Myndbandið hefur fengið mikla athygli og nálgast hundrað milljón áhorf á Youtube. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Úrskurður áfrýjunardómstólsins felur í sér að Navalní verður áfram í fangelsi þar til í næstu viku þegar réttað verður yfir honum aftur vegna ásakana um að hann hafi brotið gegn gömlum skilorðsdómi sínum. Verði hann fundinn sekur þar gæti hann verið sendur til fanganýlendu í Síberíu í allt að þrjú og hálft ár. Navalní, sem hefur verið fyrirferðarmikill í stjórnarandstöðu Rússlands undanfarin ár, var handtekinn við komuna til landsins frá Þýskalandi í síðustu viku og dæmdur í mánaðarlangt gæsluvarðhald. Rannsaka einnig meintan fjárdrátt Navalnís Yfirvöld í Rússlandi opnuðu einnig í síðasta mánuði rannsókn gegn Navalní sem snýr að ásökunum um að hann hafi dregið sér fé úr andspillingarsamtökum sínum. Hámarksrefsing í því máli eru tíu ár í fangelsi, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann var fluttur í dái til Þýskalands síðasta sumar eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok. Í lok desember var honum svo skipað að snúa aftur til Rússlands og var hann sakaður um að hafa brotið gegn skilorðsdómi, sem rann út um áramótin, með því að fara til Þýskalands. Sá dómur á rætur sínar að rekja til ársins 2014 þegar hann var dæmdur fyrir þjófnað. Navalní segist saklaus af þessum ásökunum og Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Dómstólinn komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2017 að dómsmálið gegn Navalní væri ólögmætt og gerræðislegt. Bróðir og bandamenn handteknir Guardian segir að bróðir Navalnís, lögmaður hans og nokkrir af öðrum bandamönnum hans og aðstoðarmönnum hafi verið handteknir í gær og ákærðir vegna mótmælanna á þeim grundvelli að þau hafi brotið gegn sóttvarnarreglum. Hámarksrefsing fyrir þessi meintu brot þeirra eru þrjú ár í fangelsi. Olex Navalní hefur áður verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna sama máls og Navalní frá 2014 en þann dóm gegn bróður sínum kallaði Navalní á sínum tíma „gíslatöku“ Sjá einnig: Bandamenn Navalnís boða til frekari mótmæla og lögreglan framkvæmir húsleit Navalní fékk að fylgjast með því þegar niðurstaða áfrýjunardómstólsins var kveðin upp í dag í gegnum netið. Hann sagðist ekki hafa átt von á því að verða sleppt úr haldi. Það virtist þó koma honum mjög á óvart þegar hann komst að því að bróðir sinn og aðrir hefðu verið handteknir. Lýsti hann handtökunum og málinu gegn sér sem lögleysu. Í stuttu ávarpi í dag lofaði Navalní þá sem tóku þátt í mótmælunum um síðustu helgi og sagði þá aðila síðustu varnarlínuna gegn spillingu í Rússlandi. Þá hvatti hann fólk til að horfa á myndband sem andspillingarsamtök hans birtu skömmu eftir að hann var handtekinn. Navalny s fiery final words before judge leaves for deliberation. Calls people who come out to protests true patriots of Russia and the barrier holding Russia from slipping into complete degradation. pic.twitter.com/8NQ28K2Ww5— Mary Ilyushina (@maryilyushina) January 28, 2021 Í því myndbandi sakar hann Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og bandamenn hans um umfangsmikla spillingu og þjófnað. Hann segir sömuleiðis að Pútín hafi látið byggja höll fyrir sig við strendur Svartahafs en því neitar Pútín. Myndbandið hefur fengið mikla athygli og nálgast hundrað milljón áhorf á Youtube.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira