Leiðtogi öfgahóps uppljóstrari lögreglu um árabil Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. janúar 2021 17:23 Enrique Tarrio, leiðtogi hægriöfgahópsins Proud Boys, hjálpaði alríkislögreglu Bandaríkjanna að handtaka og sakfella 13 manns á árunum 2012-2014. Getty/Stephanie Keith Enrique Tarrio, leiðtogi bandaríska öfgahópsins Proud Boys, hefur um árabil verið uppljóstrari fyrir lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum. Hann tók eftir að hann var handtekinn árið 2012 ítrekað þátt í rannsóknum með því að veita lögreglu upplýsingar á laun. Samkvæmt dómsskjölum frá árinu 2014, sem fréttastofa Reuters hefur undir höndum, báru alríkissaksóknari, lögreglufulltrúi Alríkislögreglunnar (FBI) og lögmaður Tarrios vitni um það að Tarrio hafi í meira en tug rannsókna hjálpað lögregluyfirvöldum við það að koma fólki á bak við lás og slá. Um er að ræða mansalsmál, fíkniefnamál og veðmál. Tarrio sagði í viðtali við Reuters í vikunni að hann myndi ekki eftir því að hafa starfað með lögregluyfirvöldum. „Ég veit ekkert um þetta,“ sagði hann þegar hann var spurður út í dómsskjölin sem Reuters hefur undir höndum. Tarrio hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið vegna aðgerða Proud Boys, sem hann leiðir. Hópurinn tók meðal annars þátt í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Tarrio var sjálfur ekki staddur við þinghúsið þann daginn en minnst fimm meðlimir hópsins hafa verið kærðir vegna þátttöku þeirra í árásinni. Hann var sjálfur handtekinn þann 4. janúar, tveimur dögum fyrir árásina, þegar hann kom til Washington DC. Hann var kærður fyrir að hafa í fórum sínum tvö riffilskothylki og fyrir það að hafa brennt Black Lives Matter fána í desember á fjöldafundi stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Dómstóll í Washington DC gerði honum að yfirgefa borgina þar til mál hans verður tekið fyrir dóm í júní. Árið 2012 var Tarrio handtekinn og kærður, ásamt tveimur öðrum, fyrir að hafa selt sykursýkispróf, sem þeir höfðu stolið og sett nýjar merkingar á. Næstu tvö árin hjálpaði Tarrio lögreglunni að handtaka og kæra 13 manns fyrir alríkisglæpi, þar á meðal sölu á sterum og öðrum fíkniefnum og mansal. Vegna þessa var dómur hans mildaður úr 30 mánaða fangelsisvist niður í 16 mánaða fangelsi. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Leiðtogi Proud Boys handtekinn fyrir að kveikja í Black Lives Matter fána Lögregla í bandarísku höfuðborginni Washington DC handtók í gær leiðtoga hægriöfgahópsins Proud Boys fyrir að hafa borið eld að Black Lives Matter fána í síðasta mánuði. 5. janúar 2021 07:41 Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. 13. nóvember 2020 23:51 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Samkvæmt dómsskjölum frá árinu 2014, sem fréttastofa Reuters hefur undir höndum, báru alríkissaksóknari, lögreglufulltrúi Alríkislögreglunnar (FBI) og lögmaður Tarrios vitni um það að Tarrio hafi í meira en tug rannsókna hjálpað lögregluyfirvöldum við það að koma fólki á bak við lás og slá. Um er að ræða mansalsmál, fíkniefnamál og veðmál. Tarrio sagði í viðtali við Reuters í vikunni að hann myndi ekki eftir því að hafa starfað með lögregluyfirvöldum. „Ég veit ekkert um þetta,“ sagði hann þegar hann var spurður út í dómsskjölin sem Reuters hefur undir höndum. Tarrio hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið vegna aðgerða Proud Boys, sem hann leiðir. Hópurinn tók meðal annars þátt í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Tarrio var sjálfur ekki staddur við þinghúsið þann daginn en minnst fimm meðlimir hópsins hafa verið kærðir vegna þátttöku þeirra í árásinni. Hann var sjálfur handtekinn þann 4. janúar, tveimur dögum fyrir árásina, þegar hann kom til Washington DC. Hann var kærður fyrir að hafa í fórum sínum tvö riffilskothylki og fyrir það að hafa brennt Black Lives Matter fána í desember á fjöldafundi stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Dómstóll í Washington DC gerði honum að yfirgefa borgina þar til mál hans verður tekið fyrir dóm í júní. Árið 2012 var Tarrio handtekinn og kærður, ásamt tveimur öðrum, fyrir að hafa selt sykursýkispróf, sem þeir höfðu stolið og sett nýjar merkingar á. Næstu tvö árin hjálpaði Tarrio lögreglunni að handtaka og kæra 13 manns fyrir alríkisglæpi, þar á meðal sölu á sterum og öðrum fíkniefnum og mansal. Vegna þessa var dómur hans mildaður úr 30 mánaða fangelsisvist niður í 16 mánaða fangelsi.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Leiðtogi Proud Boys handtekinn fyrir að kveikja í Black Lives Matter fána Lögregla í bandarísku höfuðborginni Washington DC handtók í gær leiðtoga hægriöfgahópsins Proud Boys fyrir að hafa borið eld að Black Lives Matter fána í síðasta mánuði. 5. janúar 2021 07:41 Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. 13. nóvember 2020 23:51 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Leiðtogi Proud Boys handtekinn fyrir að kveikja í Black Lives Matter fána Lögregla í bandarísku höfuðborginni Washington DC handtók í gær leiðtoga hægriöfgahópsins Proud Boys fyrir að hafa borið eld að Black Lives Matter fána í síðasta mánuði. 5. janúar 2021 07:41
Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. 13. nóvember 2020 23:51