Fjölskyldudagatalið í eldhúsinu varð að nýrri vöru Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. janúar 2021 16:31 Þórunn hefur síðustu ár framleitt vinsæla stjörnumerkjaplatta. Hún framleiddi svo dagatal eftir hvatningu frá vinkonunum. Aðsent Hönnuðurinn Þórunn Hulda Vigfúsdóttir lenti í því í lok síðasta árs að hakkarar náðu að taka yfir Instagram síðuna fyrir hönnunina hennar, Multi by Multi Það var henni mjög óþægilegt enda margir búnir að senda pantanir og fyrirspurnir í gegnum skilaboðin þar og hafði hún enga möguleika á að svara. Hún lét það ekki hægja á sér og kynnti til leiks nýja vöru sem komin er í nokkrar hönnunarverslanir. Horfin af samfélagsmiðlinum Þórunn leitaði til Instagram eftir að síðan var hökkuð en fékk ekki viðbrögðin sem hún vonaðist eftir. „Þeir svöruðu mér og sögðu að þetta væri búið að vera brjálað í Covid, bara endalaust hakk og fólk búið að vera í miklu veseni. Ég er náttúrulega bara lítið fyrirtæki og er örugglega bara neðst í bunkanum.“ Til að byrja með gat Þórunn séð Instagram síðu fyrirtækisins en nú finnst hvergi reikningurinn. „Það er bara eins og það sé búið að eyða honum.“ Hakkarinn eða hakkararnir hafa því væntanlega lokað honum eða jafnvel sameinað annarri síðu til að ná í fylgjendurna hennar. Þórunn endaði því á að gefast upp og byrja með nýja Instagram síðu og byggja upp fylgjendafjöldann frá grunni. Hún hefur nú safnað mörg hundruð fylgjendum þar undir nafninu by_multi_ og vonar að sem flestir setji „follow“ á nýju síðuna. „Þeir sögðu að þetta gæti tekið hálft ár, þetta var rétt fyrir jólin sem er alltaf brjálaður tími hjá mér svo ég gat ekki hugsað mér að bíða eftir því og vona að þetta myndi leysast.“ View this post on Instagram A post shared by @by_multi_ Hvíti liturinn kemur sterkur inn Síðustu ár hefur Þórunn verið að gera veggplatta með stjörnumerkjum og hafa þeir notið mikilla vinsælda og má finna á mörgum heimilum hér á landi og erlendis. Nokkrir litir eru í boði og árið 2020 byrjaði hún að gera hvíta platta eftir sérpöntunum. „Það er rosalega mikið í dag að mála í gráum og sandlitum og hvítir eru náttúrulega ótrúlega flottir á þannig veggjum. Hvítur er ekki tískulitur og er alltaf fallegur.“ Þórunn hefur því hlustað á óskir viðskiptavina og ætlar að koma inn með hvíta litinn í vefverslun og sölustaði síðar á þessu ári. Það gæti komið mörgum á óvart að hún gerir hvern einasta platta sjálf í bílskúrnum við heimili fjölskyldunnar í Reykjavík þar sem hún býr ásamt eiginmanni og börnum. „Fyrst þegar ég byrjaði var ég að spreyja og gera allt sjálf og þá var ég að vinna yfir mig. Fyrst þegar ég setti þetta inn á Facebook árið 2014 þá varð sprengja og hefur það verið þannig síðan. Ótrúlegt hvað þetta heldur áfram.“ Verkefnið hefur undið svo mikið upp á sig að Þórunn íhugar nú að láta steypuvinnuna í aðrar hendur svo hún nái að einbeita sér enn meira að því að hanna og minni tíma í vinnugallanum að steypa í mótin úti í bílskúr. „Ég er búin að vera í þessum galla í meira en sex ár,“ segir Þórunn og hlær. Hún eyddi mörgum mánuðum í að finna bestu aðferðina til að steypa, púsa og gata plattana. Hver einasti platti er því búinn til af Þórunni sjálfri. View this post on Instagram A post shared by @by_multi_ Skemmtilegt að telja niður Í lok síðasta árs bætti Þórunn við nýrri vöru, skipulagsdagatali sem hægt er að skrifa inn á eða líma límmiða. „Ég var búin að gera svona dagatal fyrir eldhúsið heima þrjú ár í röð af því að mér fannst svo skemmtilegt, fyrir krakkana líka, að sjá hvað væri á döfinni.“ Þórunn segir að flestir séu með dagbækur, æfingatöflur og annað en á dagatalið vildi hún setja sérstaka daga, ferðalög, samverustundir fram undan, afmælisdaga fjölskyldumeðlima, hátíðisdaga og annað sem börnin eru gjörn á að telja niður í. „Öllum vinkonum mínum fannst þetta svo sniðugt að ég ákvað að láta verða að því núna að framleiða svona dagatal og setja í sölu.“ View this post on Instagram A post shared by @by_multi_ Tíminn flýgur áfram Með dagatölunum lætur Þórunn svo fylgja límmiða með skemmtilegum táknum og merkingum eins og „Sumarfrí,“ „Brúðkaupsafmæli,“ „Vetrarfrí,“ „Skipulagsdagur,“ „Afmæli,“ „Öskudagur“ og svo framvegis. „Yngri dóttir mín er til dæmis að fara á Reyki og er alltaf að spyrja hvað það eru margir dagar í það og ég segi henni að kíkja bara á dagatalið.“ Þórunn vildi að dagatalið væri stílhreint og gæti passað í hvaða rými heimilisins sem er, eftir því hvar einstaklingar, pör og fjölskyldur eyða mestum samverustundum. Fólk getur svo keypt sér ramma utan um það sem passar best við eigin smekk og stíl heimilisins. „Tíminn flýgur svo áfram og allt í einu er bara bóndadagur,“ segir Þórunn og hlær. Hún ákvað því að setja inn límmiða fyrir daga eins og bóndadag, konudag, feðradag, mæðradag og valentínusardag fyrir þá sem kjósa að halda upp á þau tilefni. Það ætti að hjálpa fólki að muna þessa daga. Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Við erum að leita að einhverju sem grípur augað og vantar smá ást og alúð“ „Það er alveg ótrúlega spennandi að fara af stað aftur,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir, þáttastjórnandi Skreytum hús. Önnur þáttaröð fer af stað í mars og leitar hún nú að þátttakendum fyrir hönnunarþáttinn. 23. janúar 2021 11:00 „Verðlaunin eru gæðastimpill fyrir grafíska hönnun á Íslandi“ „Ég er bæði spenntur og vongóður fyrir komandi ári. Þó svo að við þurfum að fara hægt af stað þá náum við vonandi að ljúka því með fullum þunga þegar kemur að starfsemi FÍT,“ segir Gísli Arnarson nýr formaður FÍT, Félags íslenskra teiknara. 16. janúar 2021 11:00 Afhending Hönnunarverðlauna Íslands sýnd á Vísi á föstudag Hönnunarverðlaun Íslands árið 2020 verða afhent með rafrænum hætti föstudaginn 29. janúar klukkan 11.00. Á afhendingunni verða veitt Hönnunarverðlaun Íslands, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og einnig verður veitt viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun ársins 2020. 27. janúar 2021 14:30 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Það var henni mjög óþægilegt enda margir búnir að senda pantanir og fyrirspurnir í gegnum skilaboðin þar og hafði hún enga möguleika á að svara. Hún lét það ekki hægja á sér og kynnti til leiks nýja vöru sem komin er í nokkrar hönnunarverslanir. Horfin af samfélagsmiðlinum Þórunn leitaði til Instagram eftir að síðan var hökkuð en fékk ekki viðbrögðin sem hún vonaðist eftir. „Þeir svöruðu mér og sögðu að þetta væri búið að vera brjálað í Covid, bara endalaust hakk og fólk búið að vera í miklu veseni. Ég er náttúrulega bara lítið fyrirtæki og er örugglega bara neðst í bunkanum.“ Til að byrja með gat Þórunn séð Instagram síðu fyrirtækisins en nú finnst hvergi reikningurinn. „Það er bara eins og það sé búið að eyða honum.“ Hakkarinn eða hakkararnir hafa því væntanlega lokað honum eða jafnvel sameinað annarri síðu til að ná í fylgjendurna hennar. Þórunn endaði því á að gefast upp og byrja með nýja Instagram síðu og byggja upp fylgjendafjöldann frá grunni. Hún hefur nú safnað mörg hundruð fylgjendum þar undir nafninu by_multi_ og vonar að sem flestir setji „follow“ á nýju síðuna. „Þeir sögðu að þetta gæti tekið hálft ár, þetta var rétt fyrir jólin sem er alltaf brjálaður tími hjá mér svo ég gat ekki hugsað mér að bíða eftir því og vona að þetta myndi leysast.“ View this post on Instagram A post shared by @by_multi_ Hvíti liturinn kemur sterkur inn Síðustu ár hefur Þórunn verið að gera veggplatta með stjörnumerkjum og hafa þeir notið mikilla vinsælda og má finna á mörgum heimilum hér á landi og erlendis. Nokkrir litir eru í boði og árið 2020 byrjaði hún að gera hvíta platta eftir sérpöntunum. „Það er rosalega mikið í dag að mála í gráum og sandlitum og hvítir eru náttúrulega ótrúlega flottir á þannig veggjum. Hvítur er ekki tískulitur og er alltaf fallegur.“ Þórunn hefur því hlustað á óskir viðskiptavina og ætlar að koma inn með hvíta litinn í vefverslun og sölustaði síðar á þessu ári. Það gæti komið mörgum á óvart að hún gerir hvern einasta platta sjálf í bílskúrnum við heimili fjölskyldunnar í Reykjavík þar sem hún býr ásamt eiginmanni og börnum. „Fyrst þegar ég byrjaði var ég að spreyja og gera allt sjálf og þá var ég að vinna yfir mig. Fyrst þegar ég setti þetta inn á Facebook árið 2014 þá varð sprengja og hefur það verið þannig síðan. Ótrúlegt hvað þetta heldur áfram.“ Verkefnið hefur undið svo mikið upp á sig að Þórunn íhugar nú að láta steypuvinnuna í aðrar hendur svo hún nái að einbeita sér enn meira að því að hanna og minni tíma í vinnugallanum að steypa í mótin úti í bílskúr. „Ég er búin að vera í þessum galla í meira en sex ár,“ segir Þórunn og hlær. Hún eyddi mörgum mánuðum í að finna bestu aðferðina til að steypa, púsa og gata plattana. Hver einasti platti er því búinn til af Þórunni sjálfri. View this post on Instagram A post shared by @by_multi_ Skemmtilegt að telja niður Í lok síðasta árs bætti Þórunn við nýrri vöru, skipulagsdagatali sem hægt er að skrifa inn á eða líma límmiða. „Ég var búin að gera svona dagatal fyrir eldhúsið heima þrjú ár í röð af því að mér fannst svo skemmtilegt, fyrir krakkana líka, að sjá hvað væri á döfinni.“ Þórunn segir að flestir séu með dagbækur, æfingatöflur og annað en á dagatalið vildi hún setja sérstaka daga, ferðalög, samverustundir fram undan, afmælisdaga fjölskyldumeðlima, hátíðisdaga og annað sem börnin eru gjörn á að telja niður í. „Öllum vinkonum mínum fannst þetta svo sniðugt að ég ákvað að láta verða að því núna að framleiða svona dagatal og setja í sölu.“ View this post on Instagram A post shared by @by_multi_ Tíminn flýgur áfram Með dagatölunum lætur Þórunn svo fylgja límmiða með skemmtilegum táknum og merkingum eins og „Sumarfrí,“ „Brúðkaupsafmæli,“ „Vetrarfrí,“ „Skipulagsdagur,“ „Afmæli,“ „Öskudagur“ og svo framvegis. „Yngri dóttir mín er til dæmis að fara á Reyki og er alltaf að spyrja hvað það eru margir dagar í það og ég segi henni að kíkja bara á dagatalið.“ Þórunn vildi að dagatalið væri stílhreint og gæti passað í hvaða rými heimilisins sem er, eftir því hvar einstaklingar, pör og fjölskyldur eyða mestum samverustundum. Fólk getur svo keypt sér ramma utan um það sem passar best við eigin smekk og stíl heimilisins. „Tíminn flýgur svo áfram og allt í einu er bara bóndadagur,“ segir Þórunn og hlær. Hún ákvað því að setja inn límmiða fyrir daga eins og bóndadag, konudag, feðradag, mæðradag og valentínusardag fyrir þá sem kjósa að halda upp á þau tilefni. Það ætti að hjálpa fólki að muna þessa daga.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Við erum að leita að einhverju sem grípur augað og vantar smá ást og alúð“ „Það er alveg ótrúlega spennandi að fara af stað aftur,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir, þáttastjórnandi Skreytum hús. Önnur þáttaröð fer af stað í mars og leitar hún nú að þátttakendum fyrir hönnunarþáttinn. 23. janúar 2021 11:00 „Verðlaunin eru gæðastimpill fyrir grafíska hönnun á Íslandi“ „Ég er bæði spenntur og vongóður fyrir komandi ári. Þó svo að við þurfum að fara hægt af stað þá náum við vonandi að ljúka því með fullum þunga þegar kemur að starfsemi FÍT,“ segir Gísli Arnarson nýr formaður FÍT, Félags íslenskra teiknara. 16. janúar 2021 11:00 Afhending Hönnunarverðlauna Íslands sýnd á Vísi á föstudag Hönnunarverðlaun Íslands árið 2020 verða afhent með rafrænum hætti föstudaginn 29. janúar klukkan 11.00. Á afhendingunni verða veitt Hönnunarverðlaun Íslands, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og einnig verður veitt viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun ársins 2020. 27. janúar 2021 14:30 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Við erum að leita að einhverju sem grípur augað og vantar smá ást og alúð“ „Það er alveg ótrúlega spennandi að fara af stað aftur,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir, þáttastjórnandi Skreytum hús. Önnur þáttaröð fer af stað í mars og leitar hún nú að þátttakendum fyrir hönnunarþáttinn. 23. janúar 2021 11:00
„Verðlaunin eru gæðastimpill fyrir grafíska hönnun á Íslandi“ „Ég er bæði spenntur og vongóður fyrir komandi ári. Þó svo að við þurfum að fara hægt af stað þá náum við vonandi að ljúka því með fullum þunga þegar kemur að starfsemi FÍT,“ segir Gísli Arnarson nýr formaður FÍT, Félags íslenskra teiknara. 16. janúar 2021 11:00
Afhending Hönnunarverðlauna Íslands sýnd á Vísi á föstudag Hönnunarverðlaun Íslands árið 2020 verða afhent með rafrænum hætti föstudaginn 29. janúar klukkan 11.00. Á afhendingunni verða veitt Hönnunarverðlaun Íslands, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og einnig verður veitt viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun ársins 2020. 27. janúar 2021 14:30