Everton og Leicester skildu jöfn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var hart barist um stigin þrjú í kvöld en liðin enduðu á að deila stigunum.
Það var hart barist um stigin þrjú í kvöld en liðin enduðu á að deila stigunum. Jason Cairnduff/Getty

Everton og Leicester gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í toppbaráttuslag á Goodison Park í kvöld. Everton komst yfir í fyrri hálfleik en Leicester jafnaði í þeim síðari.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á meðal varamanna Everton.

Everton komst yfir eftir hálftímaleik er James Rodriguez skoraði einkar laglegt mark með hægri fótar skoti í stöng og inn. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Leicester stýrði ferðinni í síðari hálfleik og það var verðskuldað er Youri Tielemans jafnaði metin á 67. mínútu. Lokatölur 1-1.

Gylfi Þór kom inn á sem varamaður á 85. mínútu en Everton er í sjöunda sætinu með 33 stig. Leicester er í þriðja sætinu með 39 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira