Myndband um Ísland í brennidepli á síðu CrossFit samtakanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2021 09:01 Gleðin ræður ríkjum hjá okkar bestu CrossFit konum. Hér eru tvær af þeim á góðri stundu eða þær Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Skjámynd/Instagram CrossFit samtökin vöktu athygli á undraverðum árangri litla Íslands í CrossFit íþróttinni með því að rifja upp skemmtilegt myndband á samfélagsmiðlum CrossFit samtakanna. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir tjáðu sig þar allar um undraverðan árangur litla Íslands í stærsta sviði CrossFit íþróttarinnar í myndbandi sem var sett saman fyrir nokkrum árum. Ísland er tekið sérstaklega fyrir í upphitun CrossFit samtakanna fyrir nýtt tímabil í CrossFit íþróttinni með þvi að rija þetta skemmtilega myndband upp. „Það er auðvelt að finna ekki Ísland á heimskortinu en það er risastórt í landslagi CrossFit íþróttarinnar. Af einhverri ástæðu þá er fólkið frá þessari litlu eyju einstaklega hraust.“ Þannig byrjar myndband um íslenska undrið í CrossFit heiminum sem birt var nýverið á Instagram síðu heimsleikanna í CrossFit. Myndbandið er orðið nokkurra ára gamalt en á vel við ennþá. Bestu CrossFit konur Íslands voru spurðar út í ástæðurnar fyrir velgengni Íslands. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Við sem þjóð erum miklir keppnismenn. Við erum kannski bara rúmlega þrjú hundruð þúsund en við höldum samt að við séum stærst í heiminum,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Allir prófa eina til fjórar íþróttagreinar þegar við erum krakkar,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. „Ég held að aðstæðurnar hérna á Íslandi eigi líka þátt í þessu því þú þarft að vera í góðu formi til að lifa af hérna,“ segir Sara Sigmundsdóttir „Menn geta deilt um ástæðurnar fyrir velgengni Íslands í CrossFit íþróttinni en staðreyndirnar eru óumdeilanlegar. Ísland hefur átt fulltrúa meðal tíu efstu á heimsleikunum alveg síðan að Anníe Þórisdóttir braust fram á sjónarsviðið árið 2009. Fjórir af síðustu sjö heimsmeisturum fæddust á Íslandi og að minnsta skoti einn íslenskur keppandi hefur endaði inn á topp tíu á sjö af síðustu átta heimsleikum,“ segir sögumaður myndbandsins. Íslenska CrossFit fólkið hefur haldið áfram að bæta við þann frábæra árangur og nú síðast vann Katrín Tanja Davíðsdóttir silfur á heimsleikunum 2020. „Við höfum trú á því að við getum þetta og það skiptir miklu máli. Við erum tilbúin að þjást til að komast þangað því við erum miklir keppnismenn. Við viljum þetta svo mikið og það er hægt að sjá það í augunum á Katrínu og Söru þegar þú ert að tala við þær. Maður finnur það,“ segir Anníe Mist. „Ég held að við pressum á hvora aðra hér heima á Íslandi. Ég vil verða besta stelpan á Íslandi, Anníe vill verða besta dóttirin á Íslandi og Katrín líka. Við búum allar nálægt hverri annarri og þekkjumst vel. Við ýtum á hverja aðra,“ segir Sara. „Þetta er íþróttin fyrir fullorðna að skemmta sér á ný,“ segir Anníe Mist. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir tjáðu sig þar allar um undraverðan árangur litla Íslands í stærsta sviði CrossFit íþróttarinnar í myndbandi sem var sett saman fyrir nokkrum árum. Ísland er tekið sérstaklega fyrir í upphitun CrossFit samtakanna fyrir nýtt tímabil í CrossFit íþróttinni með þvi að rija þetta skemmtilega myndband upp. „Það er auðvelt að finna ekki Ísland á heimskortinu en það er risastórt í landslagi CrossFit íþróttarinnar. Af einhverri ástæðu þá er fólkið frá þessari litlu eyju einstaklega hraust.“ Þannig byrjar myndband um íslenska undrið í CrossFit heiminum sem birt var nýverið á Instagram síðu heimsleikanna í CrossFit. Myndbandið er orðið nokkurra ára gamalt en á vel við ennþá. Bestu CrossFit konur Íslands voru spurðar út í ástæðurnar fyrir velgengni Íslands. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Við sem þjóð erum miklir keppnismenn. Við erum kannski bara rúmlega þrjú hundruð þúsund en við höldum samt að við séum stærst í heiminum,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Allir prófa eina til fjórar íþróttagreinar þegar við erum krakkar,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. „Ég held að aðstæðurnar hérna á Íslandi eigi líka þátt í þessu því þú þarft að vera í góðu formi til að lifa af hérna,“ segir Sara Sigmundsdóttir „Menn geta deilt um ástæðurnar fyrir velgengni Íslands í CrossFit íþróttinni en staðreyndirnar eru óumdeilanlegar. Ísland hefur átt fulltrúa meðal tíu efstu á heimsleikunum alveg síðan að Anníe Þórisdóttir braust fram á sjónarsviðið árið 2009. Fjórir af síðustu sjö heimsmeisturum fæddust á Íslandi og að minnsta skoti einn íslenskur keppandi hefur endaði inn á topp tíu á sjö af síðustu átta heimsleikum,“ segir sögumaður myndbandsins. Íslenska CrossFit fólkið hefur haldið áfram að bæta við þann frábæra árangur og nú síðast vann Katrín Tanja Davíðsdóttir silfur á heimsleikunum 2020. „Við höfum trú á því að við getum þetta og það skiptir miklu máli. Við erum tilbúin að þjást til að komast þangað því við erum miklir keppnismenn. Við viljum þetta svo mikið og það er hægt að sjá það í augunum á Katrínu og Söru þegar þú ert að tala við þær. Maður finnur það,“ segir Anníe Mist. „Ég held að við pressum á hvora aðra hér heima á Íslandi. Ég vil verða besta stelpan á Íslandi, Anníe vill verða besta dóttirin á Íslandi og Katrín líka. Við búum allar nálægt hverri annarri og þekkjumst vel. Við ýtum á hverja aðra,“ segir Sara. „Þetta er íþróttin fyrir fullorðna að skemmta sér á ný,“ segir Anníe Mist. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Sjá meira