Áskoranir til framtíðar Kristín Völundardóttir skrifar 26. janúar 2021 14:00 Í liðinni viku ritaði forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar áhugaverða grein á Vísi um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd. Það er ánægjuefni að fá innlegg í opinbera umræðu um þetta viðfangsefni frá sjónarhóli sveitarfélaganna sem koma að því mikilvæga verkefni að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd. Á undanförnum árum hefur þessi málaflokkur stækkað gríðarlega og Ísland fengið flesta umsækjendur um vernd af Norðurlöndunum miðað við höfðatölu. Þessi þróun kallar réttilega á heildræna stefnumörkun stjórnvalda með þátttöku allra aðila sem koma að þjónustu við umsækjendur um vernd svo sem sveitarfélaga og heilbrigðs- og menntakerfisins. Breyttir tímar Reykjanesbær var lengi vel eina sveitarfélagið sem sinnti því verkefni að þjónusta umsækjendur um vernd og hefur Útlendingastofnun frá upphafi átt gott, opinskátt og heiðarlegt samstarf við sveitarfélagið og starfsfólk þess. Á undanförnum fimm árum hafa 4500 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Í desember 2016 þegar fjöldinn var mestur, var skotið skjólshúsi yfir 820 einstaklinga og hafði fjöldinn þá tvöfaldast á aðeins þremur mánuðum. Á þeim tíma hafði Útlendingastofnun gert samninga við þrjú sveitarfélög, Reykjanesbæ, Reykjavík og Hafnarfjörð, sem samtals gátu þjónustað 175 einstaklinga. Útlendingastofnun þjónustaði alla aðra sem þurftu á þjónustu að halda í búsetuúrræðum á sínum vegum. Síðan þá hafa samningar við sveitarfélögin þrjú verið stækkaðir og ná nú til þjónustu við 390 einstaklinga, auk þess sem samningsákvæði hafa breyst. Heildarfjárskuldbinding Útlendingastofnunar vegna samninganna nemur um 1,3 milljörðum króna á ársgrundvelli. Stefna Útlendingastofnunar Það er markviss stefna Útlendingastofnunar að sem flestir umsækjendur um alþjóðlega vernd séu í þjónustu sveitarfélaga, sem eru að mati stofnunarinnar mun betur í stakk búin til að veita slíka þjónustu, ekki síst til barnafólks. Í samræmi við þessa stefnu nýtti stofnunin það svigrúm sem skapaðist með fækkun umsókna á liðnu ári og lokaði búsetuúrræðum á sínum vegum, stækkaði þjónustusamninginn við Hafnarfjarðarkaupstað og flutti búsetuúrræði til sveitarfélagsins. Þá var óskað eftir stækkun samninga við Reykjanesbæ og Reykjavíkurborg. Eins og stendur eru þrjú búsetuúrræði í rekstri stofnunarinnar í þremur sveitarfélögum en þrátt fyrir fækkun umsókna hefur fjöldi þeirra sem þurfa á þjónustu að halda ekki farið undir 400 frá því á fyrri hluta árs 2016. Engin lagaleg skylda hvílir á sveitarfélögum um að þjónusta umsækjendur um vernd, eins og þekkist í öðrum löndum, og reiðir Útlendingastofnun sig alfarið á vilja sveitarfélaga um þátttöku í því verkefni. Stofnunin hefur kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög á landinu, nú síðast í mars 2019. Þrátt fyrir almennan áhuga víða um land taldi ekkert sveitarfélag sig hafa tök á því að ganga til viðræðna við stofnunina um þjónustuna. Ómögulegt er að fullyrða um þörfina fyrir þjónusturými fram í tímann þar sem hún er háð fjölda umsækjenda og hversu vel gengur að vinna úr umsóknum þeirra. Þegar umsóknum fjölgar þarf stofnunin að bregðast hratt við og standa undir þeirri skyldu sem hvílir á henni, sem er að sjá öllum umsækjendum fyrir húsnæði og þjónustu sem þess þurfa og á sama tíma að fara ekki fram úr fjárframlögum málaflokksins. Á meðan þessi skylda hvílir á Útlendingastofnun einni, og í ljósi fenginnar reynslu af því hve skyndilega umsækjendum getur fjölgað og þörfin fyrir húsaskjól orðið brýn, væri óábyrgt, og raunar ómögulegt, af hálfu stofnunarinnar að lofa því að taka ekki á leigu húsnæði í tilteknu sveitarfélagi til búsetu fyrir umsækjendur um vernd. Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Halldór 01.03.2025 Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku ritaði forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar áhugaverða grein á Vísi um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd. Það er ánægjuefni að fá innlegg í opinbera umræðu um þetta viðfangsefni frá sjónarhóli sveitarfélaganna sem koma að því mikilvæga verkefni að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd. Á undanförnum árum hefur þessi málaflokkur stækkað gríðarlega og Ísland fengið flesta umsækjendur um vernd af Norðurlöndunum miðað við höfðatölu. Þessi þróun kallar réttilega á heildræna stefnumörkun stjórnvalda með þátttöku allra aðila sem koma að þjónustu við umsækjendur um vernd svo sem sveitarfélaga og heilbrigðs- og menntakerfisins. Breyttir tímar Reykjanesbær var lengi vel eina sveitarfélagið sem sinnti því verkefni að þjónusta umsækjendur um vernd og hefur Útlendingastofnun frá upphafi átt gott, opinskátt og heiðarlegt samstarf við sveitarfélagið og starfsfólk þess. Á undanförnum fimm árum hafa 4500 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Í desember 2016 þegar fjöldinn var mestur, var skotið skjólshúsi yfir 820 einstaklinga og hafði fjöldinn þá tvöfaldast á aðeins þremur mánuðum. Á þeim tíma hafði Útlendingastofnun gert samninga við þrjú sveitarfélög, Reykjanesbæ, Reykjavík og Hafnarfjörð, sem samtals gátu þjónustað 175 einstaklinga. Útlendingastofnun þjónustaði alla aðra sem þurftu á þjónustu að halda í búsetuúrræðum á sínum vegum. Síðan þá hafa samningar við sveitarfélögin þrjú verið stækkaðir og ná nú til þjónustu við 390 einstaklinga, auk þess sem samningsákvæði hafa breyst. Heildarfjárskuldbinding Útlendingastofnunar vegna samninganna nemur um 1,3 milljörðum króna á ársgrundvelli. Stefna Útlendingastofnunar Það er markviss stefna Útlendingastofnunar að sem flestir umsækjendur um alþjóðlega vernd séu í þjónustu sveitarfélaga, sem eru að mati stofnunarinnar mun betur í stakk búin til að veita slíka þjónustu, ekki síst til barnafólks. Í samræmi við þessa stefnu nýtti stofnunin það svigrúm sem skapaðist með fækkun umsókna á liðnu ári og lokaði búsetuúrræðum á sínum vegum, stækkaði þjónustusamninginn við Hafnarfjarðarkaupstað og flutti búsetuúrræði til sveitarfélagsins. Þá var óskað eftir stækkun samninga við Reykjanesbæ og Reykjavíkurborg. Eins og stendur eru þrjú búsetuúrræði í rekstri stofnunarinnar í þremur sveitarfélögum en þrátt fyrir fækkun umsókna hefur fjöldi þeirra sem þurfa á þjónustu að halda ekki farið undir 400 frá því á fyrri hluta árs 2016. Engin lagaleg skylda hvílir á sveitarfélögum um að þjónusta umsækjendur um vernd, eins og þekkist í öðrum löndum, og reiðir Útlendingastofnun sig alfarið á vilja sveitarfélaga um þátttöku í því verkefni. Stofnunin hefur kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög á landinu, nú síðast í mars 2019. Þrátt fyrir almennan áhuga víða um land taldi ekkert sveitarfélag sig hafa tök á því að ganga til viðræðna við stofnunina um þjónustuna. Ómögulegt er að fullyrða um þörfina fyrir þjónusturými fram í tímann þar sem hún er háð fjölda umsækjenda og hversu vel gengur að vinna úr umsóknum þeirra. Þegar umsóknum fjölgar þarf stofnunin að bregðast hratt við og standa undir þeirri skyldu sem hvílir á henni, sem er að sjá öllum umsækjendum fyrir húsnæði og þjónustu sem þess þurfa og á sama tíma að fara ekki fram úr fjárframlögum málaflokksins. Á meðan þessi skylda hvílir á Útlendingastofnun einni, og í ljósi fenginnar reynslu af því hve skyndilega umsækjendum getur fjölgað og þörfin fyrir húsaskjól orðið brýn, væri óábyrgt, og raunar ómögulegt, af hálfu stofnunarinnar að lofa því að taka ekki á leigu húsnæði í tilteknu sveitarfélagi til búsetu fyrir umsækjendur um vernd. Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun