Forsætisráðherra Ítalíu búinn að segja af sér Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2021 12:45 Giuseppe Conte, sem starfaði áður sem lagaprófessor, hefur leitt tvær samsteypustjórnir á Ítalíu frá árinu 2018. Getty/Massimo Di Vita Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur sagt af sér embætti og er óljóst hvort að honum muni takast að setja saman nýja ríkisstjórn. Conte gekk á fund forsetans Sergio Mattarella í dag og tilkynnti um afsögn sína. Conte hefur sætt gagnrýni fyrir aðgerðir stjórnar sinnar í tengslum við heimsfaraldurinn. Alls hafa 85 þúsund manns látist af völdum Covid-19 á Ítalíu frá upphafi faraldursins. BBC segir möguleika á að Mattarella muni biðja Conte um að mynda nýja stjórn, en stjórnarflokkarnir misstu meirihluta sinn í öldungadeild þingsins í síðustu viku. Einnig er möguleiki á að annar verði beðinn um að mynda nýja stjórn, eða þá að niðurstaðan verði að boðað verði til nýrra kosninga. Conte, sem starfaði áður sem lagaprófessor, hefur leitt tvær samsteypustjórnir frá árinu 2018. BBC segir Conte nú funda með Elisabetta Casellati, forseta öldungadeildar þingsins, um þá stöðu sem uppi er í ítölskum stjórnmálum. Conte stóðst í síðustu viku tillögu um vantraust á þinginu. Hún var lögð fram eftir að Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, dró flokk sinn, Italia Viva, úr samsteypustjórn Contes. Renzi sagði flokkinn einungis ganga aftur til liðs við stjórnina ef Conte myndi ganga að ákveðnum skilyrðum, meðal annars um fjárveitingar úr ríkissjóði. Fulltrúar Fimm stjörnu hreyfingarinnar segja að flokkurinn muni áfram halda tryggð við Conte. Í fimmtán mánuði leiddi Conte samsteypustjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og hægriöfgaflokksins Bandalagsins. Sú stjórn sprakk þegar Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, dró flokkinn út úr stjórninni í tilraun til að tryggja nýjar kosningar. Það tókst hins vegar ekki eftir að Fimm stjörnu hreyfingin, Lýðræðisflokkurinn og fleiri flokkar ákváðu að snúa bökum saman og mynda nýja stjórn – aftur undir stjórn Contes. Ítalía Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér á morgun en vonast til að mynda nýja stjórn Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hyggst segja af sér embætti á morgun. Conte vonast þó til þess að fá umboð frá forseta landsins til að mynda nýja og sterkari ríkisstjórn eftir að hann tapaði meirihluta í öldungadeild þingsins. 25. janúar 2021 20:15 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Conte hefur sætt gagnrýni fyrir aðgerðir stjórnar sinnar í tengslum við heimsfaraldurinn. Alls hafa 85 þúsund manns látist af völdum Covid-19 á Ítalíu frá upphafi faraldursins. BBC segir möguleika á að Mattarella muni biðja Conte um að mynda nýja stjórn, en stjórnarflokkarnir misstu meirihluta sinn í öldungadeild þingsins í síðustu viku. Einnig er möguleiki á að annar verði beðinn um að mynda nýja stjórn, eða þá að niðurstaðan verði að boðað verði til nýrra kosninga. Conte, sem starfaði áður sem lagaprófessor, hefur leitt tvær samsteypustjórnir frá árinu 2018. BBC segir Conte nú funda með Elisabetta Casellati, forseta öldungadeildar þingsins, um þá stöðu sem uppi er í ítölskum stjórnmálum. Conte stóðst í síðustu viku tillögu um vantraust á þinginu. Hún var lögð fram eftir að Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, dró flokk sinn, Italia Viva, úr samsteypustjórn Contes. Renzi sagði flokkinn einungis ganga aftur til liðs við stjórnina ef Conte myndi ganga að ákveðnum skilyrðum, meðal annars um fjárveitingar úr ríkissjóði. Fulltrúar Fimm stjörnu hreyfingarinnar segja að flokkurinn muni áfram halda tryggð við Conte. Í fimmtán mánuði leiddi Conte samsteypustjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og hægriöfgaflokksins Bandalagsins. Sú stjórn sprakk þegar Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, dró flokkinn út úr stjórninni í tilraun til að tryggja nýjar kosningar. Það tókst hins vegar ekki eftir að Fimm stjörnu hreyfingin, Lýðræðisflokkurinn og fleiri flokkar ákváðu að snúa bökum saman og mynda nýja stjórn – aftur undir stjórn Contes.
Ítalía Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér á morgun en vonast til að mynda nýja stjórn Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hyggst segja af sér embætti á morgun. Conte vonast þó til þess að fá umboð frá forseta landsins til að mynda nýja og sterkari ríkisstjórn eftir að hann tapaði meirihluta í öldungadeild þingsins. 25. janúar 2021 20:15 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér á morgun en vonast til að mynda nýja stjórn Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hyggst segja af sér embætti á morgun. Conte vonast þó til þess að fá umboð frá forseta landsins til að mynda nýja og sterkari ríkisstjórn eftir að hann tapaði meirihluta í öldungadeild þingsins. 25. janúar 2021 20:15