Gaupi: Guðmundur fór því miður fram úr sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2021 11:00 Guðmundur Guðmundsson fór mikinn í viðtali við RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. epa/Anne-Christine Poujoulat Guðjón Guðmundsson segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hafi gert mistök er hann baunaði á sérfræðinga HM-stofunnar á RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. Guðmundi var mikið niðri fyrir í viðtalinu eftir leikinn og talaði um að þeir Arnar Pétursson og Logi Geirsson hafi sýnt íslenska liðinu óvirðingu með ummælum sínum. Þau hafi farið illa í hann og íslenska liðið. Viðtalið var til umræðu í Sportinu í dag en þar sagði Gaupi að Guðmundur hafi farið fullt geyst í hlutina. „Þetta voru afar óheppileg ummæli hjá Guðmundi. Það hefði verið betra fyrir hann að telja upp að tíu og taka þennan slag daginn eftir, ekki strax eftir leikinn. Einfaldlega vegna þess að hann var reiður og þetta fór í taugarnar á honum,“ sagði Gaupi. „En landsliðsþjálfari Íslands, alveg sama í hvaða íþróttagrein það er, getur ekki látið álitsgjafa eða fólk á samfélagsmiðlum hafa áhrif á það sem hann gerir. Og segja síðan að það hafi haft áhrif á sína leikmenn, ég get bara ekki tekið undir þetta með Guðmundi.“ Gaupi segir að Guðmundur hafi rétt á að gagnrýna álitsgjafa en segir jafnframt að þeirra hlutverk sé að hafa skoðanir. „Gleymum því ekki að álitsgjafar eiga að rýna til gagns. Ef þeir hafa engar skoðanir og eru himinlifandi með allt sem gerist tökum við engum framförum og það verður engin þróun í okkar leik. Þetta er aðhald sem allir þurfa að fá og Guðmundur fór því miður fram úr sér. Hann má alveg hafa þessa skoðun en þú getur bara sagt þetta á svo marga vegu,“ sagði Gaupi. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2021 í handbolta Sportið í dag Tengdar fréttir Telja Ísland á réttri leið í átt að þeim bestu Sérfræðingar sem Vísir leitaði til telja allir að íslenska karlalandsliðið í handbolta sé á réttri leið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, þrátt fyrir verstu niðurstöðu liðsins á HM frá upphafi. 26. janúar 2021 10:01 Íslenska landsliðið endar í tuttugasta sæti á HM Íslenska karlalandsliðið í handbolta endaði í 20. sæti á HM í Egyptalandi og hefur aldrei í sögunni endað neðar í lokakeppni HM. 25. janúar 2021 16:31 Versta frammistaðan á móti Evrópuþjóðum á stórmóti í 43 ár Það eru liðin 43 ár síðan að íslenska handboltalandsliðið náði síðast engu út úr leikjum sínum á móti Evrópuþjóðum á stórmóti. 25. janúar 2021 11:46 Ýmir var bestur í íslenska liðinu á HM Ýmir Örn Gíslason var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins samkvæmt meðaleinkunn strákanna okkar í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. 25. janúar 2021 10:30 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Guðmundi var mikið niðri fyrir í viðtalinu eftir leikinn og talaði um að þeir Arnar Pétursson og Logi Geirsson hafi sýnt íslenska liðinu óvirðingu með ummælum sínum. Þau hafi farið illa í hann og íslenska liðið. Viðtalið var til umræðu í Sportinu í dag en þar sagði Gaupi að Guðmundur hafi farið fullt geyst í hlutina. „Þetta voru afar óheppileg ummæli hjá Guðmundi. Það hefði verið betra fyrir hann að telja upp að tíu og taka þennan slag daginn eftir, ekki strax eftir leikinn. Einfaldlega vegna þess að hann var reiður og þetta fór í taugarnar á honum,“ sagði Gaupi. „En landsliðsþjálfari Íslands, alveg sama í hvaða íþróttagrein það er, getur ekki látið álitsgjafa eða fólk á samfélagsmiðlum hafa áhrif á það sem hann gerir. Og segja síðan að það hafi haft áhrif á sína leikmenn, ég get bara ekki tekið undir þetta með Guðmundi.“ Gaupi segir að Guðmundur hafi rétt á að gagnrýna álitsgjafa en segir jafnframt að þeirra hlutverk sé að hafa skoðanir. „Gleymum því ekki að álitsgjafar eiga að rýna til gagns. Ef þeir hafa engar skoðanir og eru himinlifandi með allt sem gerist tökum við engum framförum og það verður engin þróun í okkar leik. Þetta er aðhald sem allir þurfa að fá og Guðmundur fór því miður fram úr sér. Hann má alveg hafa þessa skoðun en þú getur bara sagt þetta á svo marga vegu,“ sagði Gaupi. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2021 í handbolta Sportið í dag Tengdar fréttir Telja Ísland á réttri leið í átt að þeim bestu Sérfræðingar sem Vísir leitaði til telja allir að íslenska karlalandsliðið í handbolta sé á réttri leið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, þrátt fyrir verstu niðurstöðu liðsins á HM frá upphafi. 26. janúar 2021 10:01 Íslenska landsliðið endar í tuttugasta sæti á HM Íslenska karlalandsliðið í handbolta endaði í 20. sæti á HM í Egyptalandi og hefur aldrei í sögunni endað neðar í lokakeppni HM. 25. janúar 2021 16:31 Versta frammistaðan á móti Evrópuþjóðum á stórmóti í 43 ár Það eru liðin 43 ár síðan að íslenska handboltalandsliðið náði síðast engu út úr leikjum sínum á móti Evrópuþjóðum á stórmóti. 25. janúar 2021 11:46 Ýmir var bestur í íslenska liðinu á HM Ýmir Örn Gíslason var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins samkvæmt meðaleinkunn strákanna okkar í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. 25. janúar 2021 10:30 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Telja Ísland á réttri leið í átt að þeim bestu Sérfræðingar sem Vísir leitaði til telja allir að íslenska karlalandsliðið í handbolta sé á réttri leið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, þrátt fyrir verstu niðurstöðu liðsins á HM frá upphafi. 26. janúar 2021 10:01
Íslenska landsliðið endar í tuttugasta sæti á HM Íslenska karlalandsliðið í handbolta endaði í 20. sæti á HM í Egyptalandi og hefur aldrei í sögunni endað neðar í lokakeppni HM. 25. janúar 2021 16:31
Versta frammistaðan á móti Evrópuþjóðum á stórmóti í 43 ár Það eru liðin 43 ár síðan að íslenska handboltalandsliðið náði síðast engu út úr leikjum sínum á móti Evrópuþjóðum á stórmóti. 25. janúar 2021 11:46
Ýmir var bestur í íslenska liðinu á HM Ýmir Örn Gíslason var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins samkvæmt meðaleinkunn strákanna okkar í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. 25. janúar 2021 10:30