Segja laugaverði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð Eiður Þór Árnason skrifar 25. janúar 2021 16:28 Maðurinn fannst á dýpri enda innilaugarinnar í Sundhöll Reykjavíkur. Reykjavíkurborg Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í tilkynningu frá íþrótta- og tómstundasviði að laugarvörður sé alltaf á vakt í innilaug Sundhallarinnar og annar í laugarvarðarturni sem er með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar. RÚV hefur eftir lögreglu að maðurinn hafi fundist á botni innilaugarinnar. Íþrótta- og tómstundasvið segist hafa tekið málið fyrir og gert menningar-, íþrótta- og tómstundaráði grein fyrir slysinu. Spyr hvort réttur búnaður hafi verið til staðar Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem lést, hefur gert alvarlegar athugasemdir við sundlaugarvörsluna á slysstað í ljósi þess tíma sem leið þar til reynt var að koma syni hans til bjargar. Í samtali við mbl.is sagðist Guðni, sem starfar sem lögreglumaður, spyrja sig hvar sundlaugaverðirnir hafi verið í umræddar sex mínútur. Stutt er liðið frá því að Sundhöll Reykjavíkur var gerð upp en að sögn Guðna á að vera til staðar búnaður í nýjum sundlaugum sem skynjar hvort það liggi eitthvað hreyfingarlaust á botninum. „Ef það er í 15 sekúndur þá eiga að hringja bjöllur,“ sagði Guðni við mbl.is. Þá sagðist hann velta því fyrir sér hvort ekki hafi verið búið að koma þessum búnaði fyrir eða hvort hann hafi ekki virkað. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Sundlaugar Lögreglumál Tengdar fréttir Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11 Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í tilkynningu frá íþrótta- og tómstundasviði að laugarvörður sé alltaf á vakt í innilaug Sundhallarinnar og annar í laugarvarðarturni sem er með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar. RÚV hefur eftir lögreglu að maðurinn hafi fundist á botni innilaugarinnar. Íþrótta- og tómstundasvið segist hafa tekið málið fyrir og gert menningar-, íþrótta- og tómstundaráði grein fyrir slysinu. Spyr hvort réttur búnaður hafi verið til staðar Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem lést, hefur gert alvarlegar athugasemdir við sundlaugarvörsluna á slysstað í ljósi þess tíma sem leið þar til reynt var að koma syni hans til bjargar. Í samtali við mbl.is sagðist Guðni, sem starfar sem lögreglumaður, spyrja sig hvar sundlaugaverðirnir hafi verið í umræddar sex mínútur. Stutt er liðið frá því að Sundhöll Reykjavíkur var gerð upp en að sögn Guðna á að vera til staðar búnaður í nýjum sundlaugum sem skynjar hvort það liggi eitthvað hreyfingarlaust á botninum. „Ef það er í 15 sekúndur þá eiga að hringja bjöllur,“ sagði Guðni við mbl.is. Þá sagðist hann velta því fyrir sér hvort ekki hafi verið búið að koma þessum búnaði fyrir eða hvort hann hafi ekki virkað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Sundlaugar Lögreglumál Tengdar fréttir Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11 Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11
Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19