Bíða niðurstöðu krufningar eftir andlátið í Sundhöllinni Eiður Þór Árnason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 25. janúar 2021 14:05 Slysið sem átti sér stað á fimmtudag er ekki rannsakað sem vinnuslys, að sögn lögreglu. Vísir Andlát karlmanns á fertugsaldri sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag er komið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Er nú beðið niðurstöðu úr krufningu. Þetta segir Jóhann Karl Þórisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Að hans sögn verður næst farið í að skoða allar upptökur úr eftirlitsmyndavélum auk þess sem rætt verður við starfsmenn og vitni til að fá sem skýrasta mynd af atburðarásinni. Fyrir liggur að starfsfólk hóf endurlífgun eftir að manninum var komið upp úr sundlauginni og héldu viðbragðsaðilar endurlífgunartilraunum áfram á leið á Landspítala. Þar var hann svo úrskurðaður látinn. Hann var 31 árs að aldri. Ekki skilgreint sem vinnuslys „Við fengum málið til okkar af því maðurinn lést þegar hann var í vinnunni. En hann starfaði í geðþjónustu Reykjavíkurborgar og var með skjólstæðingi sínum í sundi. Þetta er hins vegar ekki skilgreint sem vinnuslys,“ segir Jóhann og bætir við að atvikið uppfylli ekki skilgreininguna á vinnuslysi. Málið var áður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Jóhann segir rannsóknina vera á frumstigi og því lítið hægt að segja um málið að svo stöddu. Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins, greindi frá því í gær að sonur sinn hafi legið á botni sundlaugarinnar í sex mínútur og gerði athugasemd við öryggisgæsluna í lauginni. Guðni sagðist í samtali við mbl.is vera verulega ósáttur við að lögregla hafi í fyrstu fullyrt að um veikindi hafi verið að ræða. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs og bætti við að fjölskyldan hafi ekki fengið sömu skýringar og fram komu í fjölmiðlum. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að íþrótta- og tómstundasvið hafi tekið málið fyrir og gert menningar-, íþrótta- og tómstundaráði grein fyrir því. og mun halda því áfram næstu daga. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði hefur verið gerð grein fyrir málinu. Í sundlaugum er farið eftir reglugerðum um hollustuhætti á sund-, og baðstöðum nr. 814/2010. Í öllum sundlaugum í Reykjavík eru öryggismyndavélar. Í Sundhöllinni eru einnig myndavélar með upptökubúnaði sem sýna yfirlitsmynd yfir laugarsal Sundhallarinnar. Í Sundhöllinni er laugarvörður á vakt hverju sinni í innilaug og annar í laugarvarðarturni með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar. Laugarvörður var í sal Sundhallarinnar þegar umrætt slys varð og laugarvörður í turni. Lögreglan fer með rannsókn málsins og er lögreglan með upptökur úr öryggismyndavélum Sundhallarinnar. Reykjavík Sundlaugar Lögreglumál Banaslys í Sundhöll Reykjavíkur Tengdar fréttir Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11 Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Þetta segir Jóhann Karl Þórisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Að hans sögn verður næst farið í að skoða allar upptökur úr eftirlitsmyndavélum auk þess sem rætt verður við starfsmenn og vitni til að fá sem skýrasta mynd af atburðarásinni. Fyrir liggur að starfsfólk hóf endurlífgun eftir að manninum var komið upp úr sundlauginni og héldu viðbragðsaðilar endurlífgunartilraunum áfram á leið á Landspítala. Þar var hann svo úrskurðaður látinn. Hann var 31 árs að aldri. Ekki skilgreint sem vinnuslys „Við fengum málið til okkar af því maðurinn lést þegar hann var í vinnunni. En hann starfaði í geðþjónustu Reykjavíkurborgar og var með skjólstæðingi sínum í sundi. Þetta er hins vegar ekki skilgreint sem vinnuslys,“ segir Jóhann og bætir við að atvikið uppfylli ekki skilgreininguna á vinnuslysi. Málið var áður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Jóhann segir rannsóknina vera á frumstigi og því lítið hægt að segja um málið að svo stöddu. Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins, greindi frá því í gær að sonur sinn hafi legið á botni sundlaugarinnar í sex mínútur og gerði athugasemd við öryggisgæsluna í lauginni. Guðni sagðist í samtali við mbl.is vera verulega ósáttur við að lögregla hafi í fyrstu fullyrt að um veikindi hafi verið að ræða. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs og bætti við að fjölskyldan hafi ekki fengið sömu skýringar og fram komu í fjölmiðlum. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að íþrótta- og tómstundasvið hafi tekið málið fyrir og gert menningar-, íþrótta- og tómstundaráði grein fyrir því. og mun halda því áfram næstu daga. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði hefur verið gerð grein fyrir málinu. Í sundlaugum er farið eftir reglugerðum um hollustuhætti á sund-, og baðstöðum nr. 814/2010. Í öllum sundlaugum í Reykjavík eru öryggismyndavélar. Í Sundhöllinni eru einnig myndavélar með upptökubúnaði sem sýna yfirlitsmynd yfir laugarsal Sundhallarinnar. Í Sundhöllinni er laugarvörður á vakt hverju sinni í innilaug og annar í laugarvarðarturni með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar. Laugarvörður var í sal Sundhallarinnar þegar umrætt slys varð og laugarvörður í turni. Lögreglan fer með rannsókn málsins og er lögreglan með upptökur úr öryggismyndavélum Sundhallarinnar.
Reykjavík Sundlaugar Lögreglumál Banaslys í Sundhöll Reykjavíkur Tengdar fréttir Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11 Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11
Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19