Bíða niðurstöðu krufningar eftir andlátið í Sundhöllinni Eiður Þór Árnason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 25. janúar 2021 14:05 Slysið sem átti sér stað á fimmtudag er ekki rannsakað sem vinnuslys, að sögn lögreglu. Vísir Andlát karlmanns á fertugsaldri sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag er komið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Er nú beðið niðurstöðu úr krufningu. Þetta segir Jóhann Karl Þórisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Að hans sögn verður næst farið í að skoða allar upptökur úr eftirlitsmyndavélum auk þess sem rætt verður við starfsmenn og vitni til að fá sem skýrasta mynd af atburðarásinni. Fyrir liggur að starfsfólk hóf endurlífgun eftir að manninum var komið upp úr sundlauginni og héldu viðbragðsaðilar endurlífgunartilraunum áfram á leið á Landspítala. Þar var hann svo úrskurðaður látinn. Hann var 31 árs að aldri. Ekki skilgreint sem vinnuslys „Við fengum málið til okkar af því maðurinn lést þegar hann var í vinnunni. En hann starfaði í geðþjónustu Reykjavíkurborgar og var með skjólstæðingi sínum í sundi. Þetta er hins vegar ekki skilgreint sem vinnuslys,“ segir Jóhann og bætir við að atvikið uppfylli ekki skilgreininguna á vinnuslysi. Málið var áður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Jóhann segir rannsóknina vera á frumstigi og því lítið hægt að segja um málið að svo stöddu. Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins, greindi frá því í gær að sonur sinn hafi legið á botni sundlaugarinnar í sex mínútur og gerði athugasemd við öryggisgæsluna í lauginni. Guðni sagðist í samtali við mbl.is vera verulega ósáttur við að lögregla hafi í fyrstu fullyrt að um veikindi hafi verið að ræða. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs og bætti við að fjölskyldan hafi ekki fengið sömu skýringar og fram komu í fjölmiðlum. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að íþrótta- og tómstundasvið hafi tekið málið fyrir og gert menningar-, íþrótta- og tómstundaráði grein fyrir því. og mun halda því áfram næstu daga. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði hefur verið gerð grein fyrir málinu. Í sundlaugum er farið eftir reglugerðum um hollustuhætti á sund-, og baðstöðum nr. 814/2010. Í öllum sundlaugum í Reykjavík eru öryggismyndavélar. Í Sundhöllinni eru einnig myndavélar með upptökubúnaði sem sýna yfirlitsmynd yfir laugarsal Sundhallarinnar. Í Sundhöllinni er laugarvörður á vakt hverju sinni í innilaug og annar í laugarvarðarturni með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar. Laugarvörður var í sal Sundhallarinnar þegar umrætt slys varð og laugarvörður í turni. Lögreglan fer með rannsókn málsins og er lögreglan með upptökur úr öryggismyndavélum Sundhallarinnar. Reykjavík Sundlaugar Lögreglumál Banaslys í Sundhöll Reykjavíkur Tengdar fréttir Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11 Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Þetta segir Jóhann Karl Þórisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Að hans sögn verður næst farið í að skoða allar upptökur úr eftirlitsmyndavélum auk þess sem rætt verður við starfsmenn og vitni til að fá sem skýrasta mynd af atburðarásinni. Fyrir liggur að starfsfólk hóf endurlífgun eftir að manninum var komið upp úr sundlauginni og héldu viðbragðsaðilar endurlífgunartilraunum áfram á leið á Landspítala. Þar var hann svo úrskurðaður látinn. Hann var 31 árs að aldri. Ekki skilgreint sem vinnuslys „Við fengum málið til okkar af því maðurinn lést þegar hann var í vinnunni. En hann starfaði í geðþjónustu Reykjavíkurborgar og var með skjólstæðingi sínum í sundi. Þetta er hins vegar ekki skilgreint sem vinnuslys,“ segir Jóhann og bætir við að atvikið uppfylli ekki skilgreininguna á vinnuslysi. Málið var áður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Jóhann segir rannsóknina vera á frumstigi og því lítið hægt að segja um málið að svo stöddu. Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins, greindi frá því í gær að sonur sinn hafi legið á botni sundlaugarinnar í sex mínútur og gerði athugasemd við öryggisgæsluna í lauginni. Guðni sagðist í samtali við mbl.is vera verulega ósáttur við að lögregla hafi í fyrstu fullyrt að um veikindi hafi verið að ræða. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs og bætti við að fjölskyldan hafi ekki fengið sömu skýringar og fram komu í fjölmiðlum. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að íþrótta- og tómstundasvið hafi tekið málið fyrir og gert menningar-, íþrótta- og tómstundaráði grein fyrir því. og mun halda því áfram næstu daga. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði hefur verið gerð grein fyrir málinu. Í sundlaugum er farið eftir reglugerðum um hollustuhætti á sund-, og baðstöðum nr. 814/2010. Í öllum sundlaugum í Reykjavík eru öryggismyndavélar. Í Sundhöllinni eru einnig myndavélar með upptökubúnaði sem sýna yfirlitsmynd yfir laugarsal Sundhallarinnar. Í Sundhöllinni er laugarvörður á vakt hverju sinni í innilaug og annar í laugarvarðarturni með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar. Laugarvörður var í sal Sundhallarinnar þegar umrætt slys varð og laugarvörður í turni. Lögreglan fer með rannsókn málsins og er lögreglan með upptökur úr öryggismyndavélum Sundhallarinnar.
Reykjavík Sundlaugar Lögreglumál Banaslys í Sundhöll Reykjavíkur Tengdar fréttir Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11 Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11
Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19