Bíða niðurstöðu krufningar eftir andlátið í Sundhöllinni Eiður Þór Árnason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 25. janúar 2021 14:05 Slysið sem átti sér stað á fimmtudag er ekki rannsakað sem vinnuslys, að sögn lögreglu. Vísir Andlát karlmanns á fertugsaldri sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag er komið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Er nú beðið niðurstöðu úr krufningu. Þetta segir Jóhann Karl Þórisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Að hans sögn verður næst farið í að skoða allar upptökur úr eftirlitsmyndavélum auk þess sem rætt verður við starfsmenn og vitni til að fá sem skýrasta mynd af atburðarásinni. Fyrir liggur að starfsfólk hóf endurlífgun eftir að manninum var komið upp úr sundlauginni og héldu viðbragðsaðilar endurlífgunartilraunum áfram á leið á Landspítala. Þar var hann svo úrskurðaður látinn. Hann var 31 árs að aldri. Ekki skilgreint sem vinnuslys „Við fengum málið til okkar af því maðurinn lést þegar hann var í vinnunni. En hann starfaði í geðþjónustu Reykjavíkurborgar og var með skjólstæðingi sínum í sundi. Þetta er hins vegar ekki skilgreint sem vinnuslys,“ segir Jóhann og bætir við að atvikið uppfylli ekki skilgreininguna á vinnuslysi. Málið var áður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Jóhann segir rannsóknina vera á frumstigi og því lítið hægt að segja um málið að svo stöddu. Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins, greindi frá því í gær að sonur sinn hafi legið á botni sundlaugarinnar í sex mínútur og gerði athugasemd við öryggisgæsluna í lauginni. Guðni sagðist í samtali við mbl.is vera verulega ósáttur við að lögregla hafi í fyrstu fullyrt að um veikindi hafi verið að ræða. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs og bætti við að fjölskyldan hafi ekki fengið sömu skýringar og fram komu í fjölmiðlum. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að íþrótta- og tómstundasvið hafi tekið málið fyrir og gert menningar-, íþrótta- og tómstundaráði grein fyrir því. og mun halda því áfram næstu daga. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði hefur verið gerð grein fyrir málinu. Í sundlaugum er farið eftir reglugerðum um hollustuhætti á sund-, og baðstöðum nr. 814/2010. Í öllum sundlaugum í Reykjavík eru öryggismyndavélar. Í Sundhöllinni eru einnig myndavélar með upptökubúnaði sem sýna yfirlitsmynd yfir laugarsal Sundhallarinnar. Í Sundhöllinni er laugarvörður á vakt hverju sinni í innilaug og annar í laugarvarðarturni með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar. Laugarvörður var í sal Sundhallarinnar þegar umrætt slys varð og laugarvörður í turni. Lögreglan fer með rannsókn málsins og er lögreglan með upptökur úr öryggismyndavélum Sundhallarinnar. Reykjavík Sundlaugar Lögreglumál Banaslys í Sundhöll Reykjavíkur Tengdar fréttir Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11 Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Þetta segir Jóhann Karl Þórisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Að hans sögn verður næst farið í að skoða allar upptökur úr eftirlitsmyndavélum auk þess sem rætt verður við starfsmenn og vitni til að fá sem skýrasta mynd af atburðarásinni. Fyrir liggur að starfsfólk hóf endurlífgun eftir að manninum var komið upp úr sundlauginni og héldu viðbragðsaðilar endurlífgunartilraunum áfram á leið á Landspítala. Þar var hann svo úrskurðaður látinn. Hann var 31 árs að aldri. Ekki skilgreint sem vinnuslys „Við fengum málið til okkar af því maðurinn lést þegar hann var í vinnunni. En hann starfaði í geðþjónustu Reykjavíkurborgar og var með skjólstæðingi sínum í sundi. Þetta er hins vegar ekki skilgreint sem vinnuslys,“ segir Jóhann og bætir við að atvikið uppfylli ekki skilgreininguna á vinnuslysi. Málið var áður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Jóhann segir rannsóknina vera á frumstigi og því lítið hægt að segja um málið að svo stöddu. Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins, greindi frá því í gær að sonur sinn hafi legið á botni sundlaugarinnar í sex mínútur og gerði athugasemd við öryggisgæsluna í lauginni. Guðni sagðist í samtali við mbl.is vera verulega ósáttur við að lögregla hafi í fyrstu fullyrt að um veikindi hafi verið að ræða. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs og bætti við að fjölskyldan hafi ekki fengið sömu skýringar og fram komu í fjölmiðlum. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að íþrótta- og tómstundasvið hafi tekið málið fyrir og gert menningar-, íþrótta- og tómstundaráði grein fyrir því. og mun halda því áfram næstu daga. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði hefur verið gerð grein fyrir málinu. Í sundlaugum er farið eftir reglugerðum um hollustuhætti á sund-, og baðstöðum nr. 814/2010. Í öllum sundlaugum í Reykjavík eru öryggismyndavélar. Í Sundhöllinni eru einnig myndavélar með upptökubúnaði sem sýna yfirlitsmynd yfir laugarsal Sundhallarinnar. Í Sundhöllinni er laugarvörður á vakt hverju sinni í innilaug og annar í laugarvarðarturni með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar. Laugarvörður var í sal Sundhallarinnar þegar umrætt slys varð og laugarvörður í turni. Lögreglan fer með rannsókn málsins og er lögreglan með upptökur úr öryggismyndavélum Sundhallarinnar.
Reykjavík Sundlaugar Lögreglumál Banaslys í Sundhöll Reykjavíkur Tengdar fréttir Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11 Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11
Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19