„Ekkert endilega viss um að við eigum að flýta okkur mjög hratt núna í því að slaka mikið á“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 09:33 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að vera áfram duglegt að mæta í sýnatöku við minnstu einkenni en undanfarið hafi færri mætt í sýnatökur. Þá minnir Þórólfur á að núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar. „Þannig að ég er ekkert endilega viss um að við eigum að flýta okkur mjög hratt núna í því að slaka mikið á. Það er verulega búið að slaka mikið á í skólum og annars staðar og bendi bara á það sem er að gerast í öðrum löndum, hvernig þetta hefur farið úr böndum víða. Þannig að við þurfum bara að fara varlega á meðan við erum að auka við bólusetninguna,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun aðspurður hvort ekki mætti fara að losa aðeins um takmarkanir þar sem fáir hafa greinst innanlands undanfarna daga. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag dreifingarfyrirtækið Distica sé komið með áætlun um dreifingu bóluefnanna frá Pfizer og Moderna. Gert er ráð fyrir því að 15.500 skammtar berist hingað til lands mánaðarlega frá þessum framleiðendum. Þórólfur var spurður út í þetta og að þessi fjöldi myndi ekki duga til þess að bólusetja þjóðina benti hann á að inn í þá jöfnu vantaði bóluefni AstraZeneca og bóluefni Janssen. AstraZeneca myndi væntanlega fá sitt rekstrarleyfi í lok þessa mánaðar og þá yrði hægt að hefja dreifingu þess í febrúar. Þá væri einnig vonast til þess að Janssen fengi sitt rekstrarleyfi í febrúar. Alls er bólusetningu lokið hjá 4.546 manns hér á landi. Þórólfur sagði þetta viðunandi árangur miðað við það bóluefni sem við fáum. „Það eru bara aðrir í sömu sporum ef við berum okkur saman hvað er búið að bólusetja stórt hlutfall af þjóðinni miðað við Norðurlöndin og Evrópulöndin þá erum við bara á sama róli og jafnvel hærra en þeir, það eru allir að berjast við það sama að fá meira bóluefni. Ég hef líkt þessu við það að við erum með stóran skafl fyrir utan og við erum með litla barnaskóflu að reyna að moka okkur í gegn,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Þannig að ég er ekkert endilega viss um að við eigum að flýta okkur mjög hratt núna í því að slaka mikið á. Það er verulega búið að slaka mikið á í skólum og annars staðar og bendi bara á það sem er að gerast í öðrum löndum, hvernig þetta hefur farið úr böndum víða. Þannig að við þurfum bara að fara varlega á meðan við erum að auka við bólusetninguna,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun aðspurður hvort ekki mætti fara að losa aðeins um takmarkanir þar sem fáir hafa greinst innanlands undanfarna daga. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag dreifingarfyrirtækið Distica sé komið með áætlun um dreifingu bóluefnanna frá Pfizer og Moderna. Gert er ráð fyrir því að 15.500 skammtar berist hingað til lands mánaðarlega frá þessum framleiðendum. Þórólfur var spurður út í þetta og að þessi fjöldi myndi ekki duga til þess að bólusetja þjóðina benti hann á að inn í þá jöfnu vantaði bóluefni AstraZeneca og bóluefni Janssen. AstraZeneca myndi væntanlega fá sitt rekstrarleyfi í lok þessa mánaðar og þá yrði hægt að hefja dreifingu þess í febrúar. Þá væri einnig vonast til þess að Janssen fengi sitt rekstrarleyfi í febrúar. Alls er bólusetningu lokið hjá 4.546 manns hér á landi. Þórólfur sagði þetta viðunandi árangur miðað við það bóluefni sem við fáum. „Það eru bara aðrir í sömu sporum ef við berum okkur saman hvað er búið að bólusetja stórt hlutfall af þjóðinni miðað við Norðurlöndin og Evrópulöndin þá erum við bara á sama róli og jafnvel hærra en þeir, það eru allir að berjast við það sama að fá meira bóluefni. Ég hef líkt þessu við það að við erum með stóran skafl fyrir utan og við erum með litla barnaskóflu að reyna að moka okkur í gegn,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira